27.6.2010 | 19:52
Ótrúlega illa ígrunduð samþykkt flokks í lýðræðisríki
Oftast er betra að hugsa og velta fyrir sér hlutunum áður en anað er út í einhverja vitleysu. Það er nú að renna upp fyrir landsfundarfulltrúum Sjálfstæðisflokksins. Með þeirri harðorðu ályktun sem ungliðar úr stuttbuxnadeild flokksins, fengu samþykkta í Evrópumálunum, hefur flokkurinn nánast útilokað aðkomu sína að ríkisstjórn Íslands um langa hríð. Örugglega var þessi ESB ályktun samþykkt við litla hrifningu hins nýendurkjörna sextíu og tveggja prósenta formanns.
Alveg er ljóst að samstarf Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins er nú nánast óhugsandi, nema auðvitað Sjálfstæðismenn kokgleypi og svíkji þessa stefnu sína, eins og þeir hafa sakað VG liða um að hafa gert.
Alveg er ljóst að innan raða VG er enginn áhugi á samstarfi við Sjálfstæðisflokkinn. Skárra væri það nú.
Alveg er ljóst að minnkandi Framsóknarflokkur og minnkandi Sjálfstæðisflokkur munu verða fjarri meirihluta á þingi að loknum næstu kosningum.
Alveg er ljóst að til þess að Sjálfstæðisflokkurinn eigi fræðilegan möguleika á ríkisstjórnarþátttöku eftir næstu kosningar, þá verða að koma til sveiflur í landsmálunum eitthvað í líkingu við stórsprengjur Besta flokksins.
Þetta heitir á ástkæra og ylhýra að mála sig út í horn.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Við skulum ekki loka augunum fyrir því að farsi Sjálfstæðisflokksins er mjög að nálgast Besta, þannig að allt gæti gerst..
Nei þeir eru víst rækilega búnir að grafa eigin gröf Sjallarnir, einangraðir og sneyptir.
Bjarni er síðan að bera sig til við að moka yfir.....RIP..
hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 20:14
Svo samþykktu þeir líka að stærstu nöfnin innan eigin raða ættu að taka pokann sinn og láta sig hverfa af opinbera sviðinu vegna spillingar. Það var reyndar fín samþykkt og til eftirbreytni fyrir aðra flokka. Bjarni Ben var spurður út í þetta á RÚV í kvöld og svaraði bara út í hött.
Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 20:20
Nú gerði hann það blessaður, Það lá að.
hilmar jónsson, 27.6.2010 kl. 20:24
Baldur Hermannsson sagði á sínu bloggi, áður en hann missti málið, að einhverjir 9 ættu að taka pokann sinn. Held að af þeim hafi bara Illugi og Þorgerður Katrín látið sig hverfa.
Björn Birgisson, 27.6.2010 kl. 20:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.