Gufaði Sigurður Einarsson upp?

"Sérstakur saksóknari hefur gefið út ákærur á hendur þremur mönnum fyrir umboðssvik."

Þegar ég las þessa frétt rifjaðist upp fyrir mér hve mikla athygli handtaka Hreiðars Más og fleiri bankamanna vakti. Hreiðar Már var ekki tekinn neinum vettlingatökum og mátti dúsa í svartholinu í einangrun á milli þess sem menn saksóknarans reyndu að rekja úr honum garnirnar.

Ekki er vitað hverju sú handtaka og yfirheyrslur skiluðu, en hitt er vitað að um sama leyti lagði sérstakur saksóknari höfuðáherslu á að fá Sigurð Einarsson, fyrrum stjórnarformann Kaupþings, til landsins svo hægt væri að yfirheyra hann líka.

Sigurður lét ekki sjá sig þar sem hann fékk ekki loforð um að verða ekki handtekinn eins og Hreiðar Már.

Svo heyrist ekki meira af máli Sigurðar í langan tíma.

Getur verið að áhugi saksóknarans sérstaka á Sigurði hafi gufað upp, eða gufaði kannski Sigurður sjálfur upp?

Hvernig skyldu þau mál standa?

 


mbl.is Þrír ákærðir í Exeter-málinu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: TómasHa

Já, nákvæmlega. Smá flugeldasýning og svo bara búið.

TómasHa, 29.6.2010 kl. 17:39

2 Smámynd: Björn Birgisson

Att bú, eins og börnin segja!

Björn Birgisson, 29.6.2010 kl. 17:41

3 Smámynd: Finnur Bárðarson

Mikið langar mig að sjá þennen mann í handjárnum með grófu áferðinni.

Finnur Bárðarson, 29.6.2010 kl. 18:30

4 Smámynd: Arinbjörn Kúld

Ætli hann náist ekki með tímanum!

Golfkveðjur að norðan.

Arinbjörn Kúld, 29.6.2010 kl. 18:53

5 Smámynd: Björn Birgisson

Arinbjörn, líklega endar það svo.

Björn Birgisson, 29.6.2010 kl. 21:40

6 Smámynd: Björn Birgisson

Finnur, ert þú sérfræðingur í handjárnum? Hafa þau misjafna áferð?

Björn Birgisson, 29.6.2010 kl. 21:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (3.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband