Vorið 2013 verður kosið að nýju

"Sjálfstæðisflokkurinn fengi 34,6% atkvæða ef kosið yrði til Alþingis nú, samkvæmt niðurstöðum könnunar, sem Miðlun ehf. framkvæmdi fyrir Morgunblaðið í júní."

Þetta er ágæt niðurstaða fyrir Sjálfstæðisflokkinn og tímasetning Moggans á pöntun þessarar könnunar er slóttug með tilliti til landsfundar flokksins.

En þetta er bara könnun. Sjálfstæðismenn geta glaðst yfir útkomunni, en svo minnkar gleðin þegar þeir hugsa til þess að næstu tæplega þrjú árin verða þeir bara með sína 16 þingmenn, sem eru um 25,5% af 63 þingmönnum á Alþingi Íslendinga.

Svona könnun gerir flokkinn ekki stærri. Vorið 2013 verður kosið að nýju. Hvað gerist þá veit enginn.


mbl.is Sjálfstæðisflokkur í sókn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Helgi Már Bjarnason

Engin vinstri stjórn hefur setið heilt kjörtímabil og það gerist ekki nú.  Ég spái að það verði kosningar næsta vor.... vorið 2011.    Þannig að Sjálfstæðisflokkurinn þarf að búa sig undir kosningavetur, gallharða stjórnarandstöðu og baráttu gegn sósíalismanum sem grasserar í skjóli hrunsins.   Fylgið á eftir að aukast, sérstaklega ef þeir gera enn frekar hreint fyrir sínum dyrum og endurnýja svolítið mannskapinn hjá sér, þá verður mikil hægri sveifla í næstu kosningum.   Svo er spurning hvort það verði til ESB sinnaður hægri flokkur sem mun fá ca 8-10% í næstu kosningum.....og taka mest fylgi frá S og smá frá D.

Helgi Már Bjarnason, 1.7.2010 kl. 11:35

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hvað sagði ekki kerlingin: Það sem aldrei hefur komið fyrir getur alltaf komið fyrir aftur!

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 14:18

3 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Frábært að þeir flokkar sem eru með hvað skýrustu stefnu gegn ESB eru í meirihluta.  Nú verður V-G að hlýða vilja fólksins í landinu og berjast fyrir því að ESB umsóknin verði dregin til baka, eða hreinlega að slíta ríkisstjórnarsambandi.

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.7.2010 kl. 16:41

4 Smámynd: Björn Birgisson

Guðrún, þetta er nú bara pöntuð könnun gerð fyrir Moggann. Ertu að ímynda þér að þessar tölur kæmu upp úr kössunum ef kosið væri á morgun?

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 16:48

5 Smámynd: Guðrún Sæmundsdóttir

Ég er nokkuð viss um það að ef að kosið væri á morgun myndi fólk velja þá flokka sem hafa skýra stefnu gegn aðild að ESB. Við sem kusum síðast V-G vegna þess að þeir lofuðu því í kosningabaráttunni að ESB aðild kæmi ekki til greina að þeirra hálfu,  erum vonsvikin með aðgerðarleysi þeirra í ríkisstjórn hvað varðar ESB. Er ekki eðlilegt að við skoðum vonandi endurnýjaðan, spillingarhreinsaðan Sjálfstæðisflokk?

Guðrún Sæmundsdóttir, 1.7.2010 kl. 18:04

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Er ekki eðlilegt að við skoðum vonandi endurnýjaðan, spillingarhreinsaðan Sjálfstæðisflokk?" Það er ekki að spyrja að bjartsýninni hjá þessari þjóð! Svo er annað: þegar við göngum að kjörborðinu næst verða alveg örugglega komin fram í dagsljósið ný öfl sem vilja láta að sér kveða. Kannski bara Besti flokkurinn á landsvísu!

Björn Birgisson, 1.7.2010 kl. 18:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (26.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband