19.7.2010 | 20:50
LÍÚ trúðunum breytt í marhnúta?
"Samkvæmt upplýsingum frá ráðuneytinu var lögfræðiálitið unnið sumarið 2009, en þar kemur fram að nýting á úthafsrækjukvóta hafi verið afar lítil árin fjögur þar á undan. Ónýttur kvóti hafi legið á bilinu 77-92% á tímabilinu."
Bingó! 77-92% ónýttur kvóti. Af hverju? Útgerðarmenn segjast ekki hafa, eða getað, grætt neitt á honum. Þar liggur hundurinn grafinn.
Ráðherrann fer að lögum og gefur þetta frjálst. Nú kemur í ljós hvort þessar veiðar geta verið arðbærar eða ekki.
Aðrir fá að spreyta sig. Nýliðar komast inn í greinina kjósi þeir það og telji það skynsamlegt.
Að breyta rækju í þorsk í hagnaðarskyni er ónáttúrulegt.
Álíka ónáttúrulegt og að breyta LÍÚ trúðunum í marhnúta.
Nú reynir á kerfið.
Sem er gott.
Útgerðarmenn funduðu með ráðherra | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Ekki er hægt að tegundabreyta rækju í þorsk í kvótakerfinu, reyndar er ekki hægt að tegundatilfæra neinni tegund til að búa til þorsk
Hlýri
Hlýri (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 21:02
Getur þú ekki breytt þeim í aðra tegund Björn, þá er möguleiki að veiða þá.
Aðalsteinn Agnarsson, 19.7.2010 kl. 21:15
Hvaða tegund má bjóða þér, Aðalsteinn minn?
Björn Birgisson, 19.7.2010 kl. 21:17
Mér finnst ad thjódin sem á audlindir sjávar umhverfis Ísland aetti ad valta yfir LÍÚ og thá stjórnmálamenn sem halda verndarhendi yfir thessu sambandi. Ad til sé fullordid fólk sem laetur höndla sig sem ómálga barn er hálf vidbjódslegt. Ad thjódin hafi saett sig vid thetta glaepakerfi í meir en aldarfjórdung er sorglegur brandari.
Skötuselur (IP-tala skráð) 19.7.2010 kl. 21:46
Skötuselur, ef þú værir ekki svona ljótur, myndi ég segja að þú hefðir 230% rétt fyrir þér! Takk fyrir innlitið!
Björn Birgisson, 19.7.2010 kl. 22:06
Björn ég myndi segja að hann hefði 230% rangt fyrir sér.
magnús gunnarsson (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 00:35
Nú, það munar ekki nema 460%, hvað er það á milli kvótavina?
Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 00:42
Samtök Marhnúta hafa beðið mig að koma því á framfæri hér að Samtök Marhnúta
vilja við engar kringumstæður taka við stökkbreyttum LÍÚ-trúðum, jafnvel þótt þeir
hafi stökkbreyst í einhvers konar marhnútalíki. Stofninn þolir enga úrkynjun.
Fyrir hönd Samtaka Marhnúta.
Grefill.
Grefill (IP-tala skráð) 20.7.2010 kl. 02:53
Point taken!
Björn Birgisson, 20.7.2010 kl. 03:01
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.