Hundfúlir hægri menn út í sitt eigið lið

"Niðurstaða héraðsdóms er ekki fjarri því sem ég taldi líklega í málinu þótt aldrei sé hægt að gefa sér slíkt fyrir fram" segir Gylfi Magnússon, efnahags- og viðskiptaráðherra."

Dagur er að kveldi kominn og búið að dæma sanngjarna vexti á gengislánin. Eru þá ekki allir ánægðir?

Nei, ekki hægri sinnaðir skuldarar. Þeir eru hundfúlir. Þeir ætluðu nefnilega að græða á dómi Hæstaréttar, enda gróðinn þeim alltaf ofar í huga en skynsemin.

Nú segja þeir að dómarinn hafi ekki þorað annað en að láta undan þrýstingi stjórnvalda, FME og Seðlabankans.

Þessar fákænu elskur eru algjörlega að gleyma einu.

Níu af hverjum tíu dómurum þessa lands eru skipaðir í stöður sínar af Sjálfstæðisflokknum! Dómsmálaráðherrum þess flokks!

Því skyldu þeir hlusta á Jóhönnu og Steingrím?

Brosið bara og borgið, fýlupokarnir ykkar, eins og vinstri menn gera! Cool


mbl.is Ekki ósanngjörn lending
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Hverjir eru fýlupúkar kæri vin?  þú heldur því út í rauðan dauðan að halda með vinstri stjórninni sem ekkert hefur gert af viti þann tíma sem þeir hafa haft frá konsingum!! skömm þeirra er  slík að útigangsmenn leita ekki einu sinni skjóls þar sem þá er að finna!!

Guðmundur Júlíusson, 23.7.2010 kl. 20:30

2 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég þekki bæði vísitölutryggð lán og óverðtryggð. Illt er að borga af hvorum tveggju. Ég hef ekki prófað að borga af ólöglegu gengisláni en býst við að það hafi verið þeim mun ljúfara þegar gengið var lágt en það er í dag eftir hrun. Ekki hefði ég röflað meðan allt lék í lyndi en núna hefði ég orðið bandvitlaus ef ég hefði getað það yfir þessum ófögnuði.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.7.2010 kl. 20:30

3 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur minn, ljótt er að heyra, en útigangsmenn eru auðvitað afurð íhaldsins og þeirra sem vilja hag fárra umfram hag heildarinnar. Þetta veist þú manna best.

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 20:43

4 identicon

Þetta eru fjarri því sanngjarnir vextir.

Ég þekki engan sem hefði tekið lán til íbúðakaupa eða til að kaup bíl með 16 % vöxtum.

Stebbi (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 20:44

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax, ég á fáeinar krónur. Viltu fá þær að láni nú með 3% vöxtum og gengistryggingu við dollarann í Zimbabve?

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 20:46

6 Smámynd: Björn Birgisson

Stebbi minn, áttu enga vini?

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 20:47

7 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Ég er til í að prófa allt einu sinni nema sjálfsmorð. Sendu mér krónurnar og ég sé um rest.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.7.2010 kl. 21:01

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax, þetta yrðu þá ólögleg viðskipti. Sjálfsmorð er ekki ólöglegt, bara smánarlegt uppgjör einstaklings við eigin tilveru. Friedrich Hebbel sagði: Eina raunverulega mannfyrirlitningin er sjálfsfyrirlitningin, hún er ávallt sönn. Hvað þarftu mikið?

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 21:28

9 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Það hefur nú ekki vafist fyrir okkur hingað til að brjóta lög. Hanni í Vík sagði: Hvenær ætli séra Sigurður, bróðir minn, verði búinn að rækta það mikil tún að hann fái ekkert af þeim? Þetta er sú spurning sem mér finnst að íslenskir stjórnmálamenn verði að svara.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.7.2010 kl. 21:36

10 Smámynd: Björn Birgisson

Færðu einhver svör? Held ekki. Íslenskir stjórnmálamenn eru ekki menn svaranna.

Samfélag sauðkinda lýtur óhjákvæmilega ríkisstjórn úlfa.

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 21:43

11 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Megum við samt ekki þakka guði fyrir að hann skapaði ekki sauðkindina í sinni mynd?

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 23.7.2010 kl. 21:53

12 Smámynd: Björn Birgisson

Hann gerði það.

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 22:10

13 identicon

Jú sennilega mun fleiri en þú.

Stebbi (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 22:17

14 Smámynd: Björn Birgisson

Gott, Stebbi minn, þetta var gott að heyra.

Björn Birgisson, 23.7.2010 kl. 22:20

15 identicon

Hvar finnur þú eiginlega fólk sem er til í að taka íbúðarlán á 16% vöxtu?

Stebbi (IP-tala skráð) 23.7.2010 kl. 23:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband