Eru Hægri Grænir alvara eða bara ný hægri froða?

Stjórnmál eru mér hugleikin. Það vita allir mínir lesendur. Sumt höfðar meira til mín en annað, rétt eins og gengur á þeim vettvangi. Allir mínir lesendur vita af ást minni á Sjálfstæðisflokknum og jafnframt því að komi honum eitthvað illa, er Björn Birgisson aldrei langt undan til hughreystingar! Rétt eins og fagna skal í hvert skipti sem KR misstígur sig?

Hægri Grænir er nýtt afl á hægri kantinum og segjast vera komnir með á annað þúsund félaga. Þetta fann ég á fésbókarsíðu þeirra:

"Ríksstjórn Íslands er sú huglausasta, spilltasta og óvinsælasta ríkisstjórn sem íslendingar hafa séð frá stofnun lýðveldissins.
Á þingi sitja stjórnmálamenn og hafa ekkert lært. Stjórnmálamenn virðast ekkert skilja í samhenginu á milli gjörða sinna og ábyrgðar.

Stjórnmálamenn eru að gera nákvæmlega sömu mistök og bankamenn gerðu í aðdraganda hrunsins, af nákvæmlega sömu ástæðu: Þeir þurfa ekki að bera ábyrgð á afleiðingum gjörða sinna. Þegar stjórnmálamenn bregðast þjóð sinni svo gjörsamlega sem nú ber raun vitni, verður þjóðin að hafa vit fyrir þeim.

Hvernig er hægt að hafa vit fyrir þeim? Með því að kalla til kosninga strax og leyfa þjóðinni að kjósa!

En hverjir erum við? Hægri Grænir?

Hægri Grænir er umbótasinnaður hægri flokkur sem leggur áherslu á náttúruvernd.
Ísland er fjársjóður framtíðarinnar.
Úrræða - hugmyndafræði Hægri Grænna tekur mið af flestum umhverfisstefnum sem fyrir finnast, svo framanlega að niðurstaðan sé jákvæð og hagnýt.
Raunverulega geta bæði íhaldssamir náttúruverndarsinnar og frjálslyndir félagshyggjumenn, sem aðhyllast frjást markaðshagkerfi, aðhyllts stefnu Hægri Grænna um alhliða náttúruvernd.
Það má ekki rugla Hægri Grænum saman við svokallaða rauðgræna og vinstri græna hugmyndafræði, sem er talin öfgafull að mati flestra stjórnmálafræðinga.
Stefna núverandi ríkisstjórnar og sú hugmyndafræði að framselja auðlindir landsins til erlendra einkaaðila eins og „Magma Energy” er ekki í anda sjálfbærrar stefnu. Stefna ríkisstjórnarinnar er hvorki í anda sjálfbærs markaðsbúskapar eða almenningi í hag. Þegar upp er staðið mun hún eyðileggja afkomumöguleika næstu kynslóða og gera þeim ókleift að búa í vistvænu og sjálfbæru hagkerfi.

Hægri Grænir stefna að því að stórhækka þjóðartekjur með því að útrýma atvinnuleysi og aflétta vaxtaokri sem þessa stundina sogar til sín 20 – 30% veltu allra fyrirtækja landsins.
Vaxtaokrið stelur líka óheyrilegum upphæðum úr vasa almennings og hefur rústað tugþúsundum heimila. Ef vaxtaokur og atvinnuleysi halda sínu striki eiga þúsundir – ef ekki tugþúsundir – Íslendinga eftir að yfirgefa landið og þá hrynur hagkerfið endanlega.
Hægri Grænir er eini flokkurinn sem þorir að afstýra þessum sér íslenska harmleik.

Hægri Grænir eiga enga samleið með þeim eyðingaröflunum sem nú ráða ríkjum á Íslandi.
Hægri Grænir ætla að beita sér sérstaklega í málefnum kvenna, fjölskyldunnar og heimilanna, sem eru hornsteinn samfélagsins. Námsmönnum, öryrkjum og eldri borgurum verður að sinna betur í íslensku þjóðfélagi.
Íslendingar þurfa að endurheimta hugrekki sitt til þess að takast á við þann fjölda vandamála sem steðja að þjóðinni.

Hægri Grænir eru landsmálaflokkur og ætla að bjóða fram til Alþingis í öllum 6 kjördæmum á landinu.

Ef Hægri Grænir veljast til forystu í ríkisstjórn skulu allir ráðherrar flokksins vera utanþingsráðherrar, bestu fáanlegu fagmenn þjóðarinnar.
Allir þingmenn flokksins verða að skrifa undir sáttmála þess efnis að styðja stefnu flokksins og kosnigaloforð á þingi. Ef einhver þingmaður yfirgefur flokkinn, þá getur hann ekki gengið í annan flokk og notað atkvæði sitt þar. Ef þingmaðurinn getur ekki unnið með flokknum fer hann beint af þingi.

Hægri Grænir vilja vísa AGS úr landi.
Við viljum hækka skattleysismörk í 250.000 kr.
Við viljum hækka lágmarkslaun í 200.000 kr.

Við verðum að styðja vel við öll lítil og meðalstór fyrirtæki. Þar verður mesta gróskan!

Hægri Grænir vilja flatan 19% skatt. 19% virðisaukaskatt, 19% tekjuskatt og 19% fjármagnstekjuskatt -"19.19.19"
Virðisaukaskatt á mat 7% eins og nú. Engar hækkanir.
Lækka tryggingargjöld fyrirtækja strax.
Taka upp „fjármagnsfærsluskatt“ eða svokallaðan TobinTax, sem er lítill prósentu skattur á allar fjármagnshreyfingar bankanna.
Taka af verðtryggingu í skrefum, svo hún verði horfin á 4 árum.
Afnema öll gjaldeyrishöft en ekki fyrir jöklabréfaeigendur og lífeyrissjóði, þeir geta notið ávaxtanna hér heima.
Festa gengi krónunnar við körfu mikilvægustu viðskipta gjaldmiðla landsins í utanríkisverslun. Lækka stýrivexti niður í 1%.

Hægri Grænir vilja sameina ríkisstofnanir. Leggja niður nefndir sem eru óþarfar. (1500) Samkvæmt opinberum tölum má spara um 40% útgjalda á þessu.
Afhverju birtum við ekki og eyrnamerkjum allar upphæðir, hafa handhægar upplýsingar um greidda reikninga - hversu mikið, hvers vegna, hverjum greitt, fyrir hvað og hvenær. Á hvernum degi yrði ríkið, ríkisstofnanir eða fyrirtæki í ríkiseigu að öllu eða hluta til, auk sjálfstæðra stofnanna sem þiggja ríkisstyrki, að birta útgjaldaliði sína á vefsíðu fjármálaráðuneytisins.– „Birtum Báknið“
Við heimtum leiðréttingu strax á stökkbreyttum höfuðstól húsnæðiseigenda. Hægri Grænir vilja færa vísitölu verðtryggðra lána til 1. janúar 2008.
„ Kynslóðasátt“

Hægri Grænir vilja að fyrirtæki sem eru tæknilega gjaldþrota og eru í eigu bankanna fari í venjulega gjaldþrotameðferð. Það er ekki í anda eðlilegra viðskiptahátta að þau komist upp með óréttlát undirboð á markaði sem á að vera frjáls en er nú í ríkisfjötrum.
Þetta á einnig við um þau sjávarútvegsfyrirtæki sem eru hvað verst stödd. Ríkinu ber að innleysa þær veiðiheimildir sem það á hjá gjaldþrota sjávarútvegsfyrirtækjum og úthluta aftur á sanngjarnan hátt.

Hægri Grænir ætla að búa öldruðum áhyggjulaust ævikvöld og berjast fyrir kjaraleiðréttingu og öðrum sjálfsögðum mannréttindum öryrkja og eldri borgara.

Hægri Grænir ætla að beita sér fyrir því að fella úr gildi skerðingu elli og örorkulífeyrisbóta, þegar viðkomandi styrkþegi starfar á vinnumarkaði. Elli og örorkulífeyrisþegar verða að njóta lífvænlegra kjara af sanngirnis- og mannúðarástæðum.
Hægri Grænir vilja setja lög um þjóðaratkvæðagreiðslu í Stjórnarskrána.
Við viljum þjóðaratkvæðagreiðslu strax um helstu óútkljáðu mál í þjóðfélaginu.
T.d.
Vilt þú draga umsókn Ísland í Evrópusambandið til baka? Já eða Nei
Vilt þú afnema verðtryggingu? Já eða Nei
Vilt þú slíta núverandi sambandi við Alþjóða Gjaldeyrissjóðinn? Já eða Nei
Vilt þú Icesave málið fyrir Dómstóla? Já eða Nei
Vilt þú hafa íslendinga í Schengen? Já eða Nei

Vilt þú eignarétt þjóðarinnar á auðlindum Íslands stjórnarskrárbundinn? Já eða Nei o.s.fr.

Hægri Grænir eru alfarið á móti ESB aðildarumsókn Íslendinga og vilja draga hana til baka strax. Innganga í ESB hefur í för með sér afsal fullveldis sem enginn sér fyrir endann á. Í tímans rás yrðum við tvímælalaust að gefa frá okkur auðlindirnar, eina í einu, þegar ESB yfirvöldum í Brussel hentaði.

Hvað sagði Snorri Sturluson fyrir um 800 árum um afskipti erlendra ríkisstjórna. Ég fékk skáldaleyfi hjá Snorra og breytti texta ræðu hans, tók út Noreg og Noregskonungur og lét inn í staðinn Brussel og ESB.

„Því er ég fáræðinn um þetta mál, að engi hefir mig að kvatt. En ef ég skal segja mína ætlan, þá hygg ég að sá muni til vera hérlandsmönnum, að ganga eigi undir skattgjafir við Brussel og allar álögur hér, þvílíkar sem Brussel hefir við. Og munum vér eigi, það ófrelsi gera einum oss til handa, heldur bæði oss og sonum vorum og allri ætt vorri þeirri er þetta land byggir og mun ánauð sú aldregi ganga eða hverfa af þessu landi. En þótt Evrópusambandið kunni að stjórna, sem ég trúi vel að sé, þá mun það fara héðan frá sem hingað til, þá er stjórnarskipti verða, að þeir eru ójafnir, sumir góðir en sumir illir. En ef landsmenn vilja halda frelsi sínu því er þeir hafa haft síðan er land þetta byggðist, þá mun sá til vera, að ljá Brussel einskis fangstaðar á, hvorki um landaeign hér, né um það að gjalda héðan ákveðnar skuldir þær er til lýðskyldu megi metast. En hitt kalla ég vel fallið, að menn sendi til Brussel vingjafir, þeir er það vilja, hauka eða hesta, tjöld eða segl eða aðra þá hluti er sendilegir eru. Er því þá vel varið, ef vinátta kemur í mót. En um náttúruauðlindir okkar og fiskimið er það að ræða, þá má þar fæða hér her manns. Og ef hér er útlendur her og fari þeir með langskipum þá ætla ég mörgum kotbóndunum muni þykja verða þröngt fyrir durum."

Hægri Grænir segja: „NEI við ESB“ og tryggja þarf sjálfstæði þjóðarinnar fyrir afætunum sem hafa hreiðrað um sig í íslenskri stjórnsýslu.

Hægri Grænir álíta að það séu augljós sannindi – eins og segir í sjálfstæðisyfirlýsingu Bandaríkjanna, sem er yfir 200 ára gömul – að allir einstaklingar séu skapaðir jafnir, að þeim sé úthlutað af skapara sínum ákveðnum, óafmáanlegum réttindum, þar á meðal réttinum til lífs, frelsis og hamingju. Til þess að tryggja þennan rétt eru ríkisstjórnir settar á stofn meðal manna og þær þiggja völd sín fyrir samþykki þeirra sem stjórnað er. Ef ríkisstjórn vinnur gegn þessum sönnu markmiðum er það skýlaus réttur fólksins að taka í taumana, uppræta stjórnina og setja á stofn nýja, sem hefur fyrrnefnd markmið að leiðarljósi og beitir kröftum sínum á þann veg sem fólkið telur farsælast að tryggja öryggi þess og hamingju.
Bergþóra Njála Guðmundsdóttir segir í MBL:

"Þegar öllu er á botninn hvolft verður æ ljósara að þaðsem dundi yfir okkur haustið 2008 átti ekkert skylt við náttúruhamfarir. Það voru glæpsamlegar athafnir einstaklinga, hvort sem þeir störfuðu í krafti eigin fyrirtækja eða hins opinbera, sem leiddu okkur í þessar ógöngur.  Ákall um æðruleysi og samstöðu mun ekki leiða íslenskt samfélag út úr þeim ógöngum, heldur að fólk fari að finna fyrir einhvers konar réttlæti. Ekki aðeins réttlæti sem snýr að því að leiða þá sem brutu gegn þjóðinni fyrir dóm, heldur líka réttlæti í því hvernig byrðunum sem hlutust af glæpum þeirra verður deilt á þá sem sitja eftir í öskunni af hagkerfi, sem fuðraði upp fyrir augunum á okkur."

ÍSLAND Á AÐ VERA PARADÍS, EKKI ÞRÆLAEYJA ESB OG AGS!

Við þurfum að leysa úr læðingi hafsjó hugmynda til nýsköpunar og magna upp þann kynngikraft sem blundar í þjóðarsálinni.

Ísland er fjársjóður framtíðarinnar."
(Leturbreytingar eru BB)
Nú spyr ég: er það rétt að á annað þúsund manns séu orðnir meðlimir í Hægri Grænum?
Hvað finnst sjálfstæðismönnum um það?
Er líklegt að Hægri Grænir nái inn mönnum við næstu kosningar?
Er þetta bara bóla í allri óánægjunni, eða nær þessi bóla árangri?
Getur einhver, eða vill, svarað því?
Og auðvitað skammað mig í leiðinni fyrir kynninguna!
Skárra væri það nú! Cool
Svo væri almennileg heimasíða betri en fésbókin.

PS. Fyrir svona kynningu tek ég auðvitað 2007 táknrænar krónur, fyrir utan VSK, sem Steingrímur fellir vitaskuld niður! Cool


 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Takk fyrir kynninguna Björn minn. Er mjög stoltur af því að vera HÆGRI GRÆNN í dag. Loksins kominn fram flokkur sem vit er í fyrir ALMÚGANN á Íslandi eins og mig og
fjölda fleiri.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.7.2010 kl. 21:14

2 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

OKKUR ER MEIRIHÁTTAR ALVARA!

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 25.7.2010 kl. 21:15

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Fyrst að heyra um þennan flokk hérna.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2010 kl. 22:00

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef fólk vill láta hrækja í augun á sér, þá verði því að góðu.

hilmar jónsson, 25.7.2010 kl. 22:00

5 Smámynd: Björn Birgisson

Af hverju getið þið ekki druslast til að kynna ykkur betur? Fésbókina fer ég nánast aldrei inn á. Ég er bara hreinn og sannur Moggabloggari og ann minni þjóð. Það vita allir mínir lesendur og þeir eru ekki fáir, undarlegt sem það er.

Svo ann ég líka öllu sem kemur Sjálfstæðisflokknum illa, sú raunasaga er flestum kunn.

Að ég skuli þurfa að standa í kynningarstarfi fyrir ykkur!

Hvað segir það um ykkur sjálfa?

Endilega kynnið ykkur betur og felið ykkur ekki á fésbókinni!

Íslandi allt!

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 22:03

6 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Hef tekið mér frí frá Facebook um nokkra mánuði.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2010 kl. 22:04

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ekkert á móti - Hægri Grænum- sem hugmynd.

Var sjálfur meðlimur Íslandshreyfingar hans Ómar frænda.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2010 kl. 22:05

8 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Flott hjá þér að kynna þennan flokk, Björn. Gott að vita að þeir eru til.

Aðalsteinn Agnarsson, 25.7.2010 kl. 22:32

9 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Hvað er Hilmar að meina ?

Aðalsteinn Agnarsson, 25.7.2010 kl. 22:34

10 Smámynd: hilmar  jónsson

"Hægri grænir " Aðalsteinn. Ég veit ekki til þess að frjálhyggjuöflin sem m.a hafa leitt yfir okkur hörmungar hrunsins séu þess umkomin að geta kennt sig við græna litinn.

hilmar jónsson, 25.7.2010 kl. 22:45

11 Smámynd: hilmar  jónsson

Ef fólk er svo vitlaust að hoppa á þessa barnalegu blekkingu, þá verði því að góðu.

hilmar jónsson, 25.7.2010 kl. 22:46

12 Smámynd: Björn Birgisson

Aðalsteinn, það er ekkert flott hjá mér að kynna þennan flokk. En ef skortir á framtakssemi einhverra er alltaf gott að leita á þessa síðu. Það veist þú manna best! Á sjóinn með þig!

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 22:55

13 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Eigum við ekki að sjá hvað er í boði, Hilmar ?

Aðalsteinn Agnarsson, 25.7.2010 kl. 22:59

14 Smámynd: Aðalsteinn Agnarsson

Björn, núna er ég að bíða, reglugerðinn sem leyfir strandveiðibátum að fiska makríl, er ókominn.

Aðalsteinn Agnarsson, 25.7.2010 kl. 23:10

15 Smámynd: Björn Birgisson

Einar Björn, þú fylgist ekki ekki nógu vel með, greinilega! Gott þá að eiga Björn að?

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 23:18

16 Smámynd: Björn Birgisson

"Ef fólk vill láta hrækja í augun á sér, þá verði því að góðu"

Hilmar minn, viltu útskýra bakgrunn og tilurð þessarar setningar fyrir lesendum mínum?

Björn Birgisson, 25.7.2010 kl. 23:40

17 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Einar Björn, þú fylgist ekki ekki nógu vel með, greinilega! Gott þá að eiga Björn að?

----------------------------------------

----------------------------------------

Þ.e. ljóst :)

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 25.7.2010 kl. 23:48

18 Smámynd: hilmar  jónsson

Æ, Björn minn.. Ég hélt ég hefði gert það..Að ætlast til þess að fólk sé tilbúið til að kaupa hægri flokk kenndann við græna hugsjón, er fyrir mér líkt og hráki í andlitið.

hilmar jónsson, 25.7.2010 kl. 23:52

19 Smámynd: hilmar  jónsson

Blessaður slepptu svo þessum hátíðleika þínum í orðavali þínu........ Bakgrunn og tilurð.........manni verður bumbult..

hilmar jónsson, 25.7.2010 kl. 23:55

20 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, gubbaðu þá bara, það léttir alltaf á!

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 00:02

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Annars held ég að vera grænn, sé ekki endilega skilgreining til vinstri eða hægri.

Þú getur verið grænn vinstir maður. Þú getur verið grænn hægrimaður.

Hvort um er að ræða, fer þá væntanlega eftir klassískri hægri/vinstri nálgun. 

Þ.e. lausnir á grunni einkaframtaks. Lausnir á grunni aðgerða á vegum hins opinbera.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband