Kosið eftir tæplega þrjú ár

"Þess vegna held ég að það sé mikill vilji í stjórninni til að vinna saman" segir Gunnar Helgi."

Kosningar? Til þess að hleypa hrunflokkunum mögulega að?

Nei , takk kærlega.

Við kjósum eftir tæplega þrjú ár.

Menn skulu bara standa sig fram að þeim tíma, þótt verkefnin séu mörg og snúin.

Endurreisn Íslands skal fara fram án þátttöku Sjálfstæðismanna og Framsóknarflokksins, flokkanna sem settu landið á hausinn.

Það er rökrétt.


mbl.is Stjórnin óttast kosningar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ég held reyndar, að ef verður kosið nú muni úrslitin verða nærri því eins óvænt og í Borgarstjórnarkosningum.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 00:14

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kannski, ef svo væri fengi nýtt framboð 23-25 þingmenn.

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 00:19

3 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þ.e. reyndar sennilegra að atkvæði dreifist milli flr. ein eins nýs framboðs. En sannarlega hugsanlegt að samanlagt fái þau e-h sem nálgast 20 þingmenn.

-----------------------

Þær aðstæður sem við erum í, eru sambærilega því t.d. þegar Venesuelar kusu Chaves. 

Þegar fólk upplifir það, að sjálfur samningurinn um grunndvöll samfélagsins hafi verið rofinn, þá miðað við söguna, vað öfgar uppi.

Óánægja kjósenda er þá svo sterk, að þeir eru nánast til í að kjóa hvað sem er annað, en hina hefðbundnu flokka. En, til að ná þeirra athygli, hjápar þó að einhver sem er vinsæll fyrir fari fyrir slíku framboði.

En, hættan er popúlismi - að einhver bjargvættur komi fram sem ekki er það raunverulega. Að fari úr öskunni í verri eld.

Auðvitað, er einhver séns, að bjargvætturinn reynist vera e-h þ.s. nálgast að vera raunverulegur. En, dæmin um það andstæða eru svo mörg, að ég myndi ekki þora að veðja nokkru, ekki einu sinni krónu.

-----------------------------

Íhugað frá þessu sjónarmiði, væri ef til vill betra að fylgir dreifist á milli flr. en eins mótmælalfokk.

En, ég hef heyrt að til standi að stofna kristilegann flokk. Þessi Hægri Græni er einnig frekar langt til hægri. Mér myndi ekki heldur koma á óvart, að óánægðir langt til vinstir stofni sína flokka.

Síðan er spurning, hvort einhver reyni að stofna nýjan miðjuflokk til að krækja í óánægða mijðumenn, en þeir eru þónokkrir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 00:31

4 Smámynd: Björn Birgisson

"En, hættan er popúlismi - að einhver bjargvættur komi fram sem ekki er það raunverulega. Að fari úr öskunni í verri eld."

Ertu að vitna til Besta flokksins með þessum orðum?

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 00:36

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ef kosningar yrðu boðaðar núna með minnsta mögulega fyrirvara, torveldaði það mjög möguleika nýrra framboða. Ef ríkisstjórnin springur er ekki sjálfgefið að þing verði rofið og boðað til kosninga. Forsætisráðherrann hefur þingrofsvaldið og líklega mun Jóhanna einungis biðjast lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt en þingið sæti áfram. 

Það væri þá eðlilegt að stjórnarandstaðan myndaði stjórn með þátttöku eða hlutleysi annars stjórnarflokksins.  Raunar held ég að viðræður um nýja stjórn séu þegar hafnar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 00:37

6 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Jóhann, þú ert alltaf fyrstur með þær fréttir sem ég er ekki fyrstur með!

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 00:40

7 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Ertu að vitna til Besta flokksins með þessum orðum?

---------------------------------

---------------------------------

Nei - Nei ekki endilega. Ég er ákveðinn með að bíða og sjá, áður en ég felli dóm yfir þeim.

Búið að kjósa þá, og ekkert getur því breitt. Svo, ég vona það besta um þeirra stjórnun.

Ég er að tala um ný framboð, þá er það vel mögulegt ef kosningar verða innan næstu 6 - 12. mánaða, að Besti Flokkurinn geti einnig fram í landsmálum.

Ef kosningar verða ekki mikið seinna en það, þá á hann góðann séns til mikils fylgis.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 00:43

8 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

 Raunar held ég að viðræður um nýja stjórn séu þegar hafnar.

----------------------------------

-----------------------------------

Ég er viss um að Samfó hefur verið að tala við stjórnarandstöðuna, hið minnsta síðan Icesave féll í frægum kosningum.

Þ.e. vel vitað hvað hún vill, þ.e. áframhaldandi aðildarviðræður. Hún mun ekki hætta í þessari stjórn, ef hún getur ekki myndað aðra þ.s. framhald aðildarviðræðna er tryggt.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 00:45

9 Smámynd: Björn Birgisson

Nú lækkar flugið á sumum!

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 00:52

10 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er ekki Samfylkingin Einar, sem er að byggja upp ágreining til stjórnarslita.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 00:54

11 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Eins og þú veist - Björn - er ekki hægt að mynda aðra meirihlutastjórn, nema að VG springi eða VG hætti sem heild - eða Samfó nái samkomulagi við einhvern 3. flokk um aðra 2. flokka stj.

Þá er ég auðvitað að tala um Sjálfstæðisflokk. Persónulega, hefur mér umliðið ár fundist vera hugsanlegur möguleiki á slíkri samstjórn. En, þá þarf að nást samkomulag um aðildarviðræður gegn væntanlega stórri fórn annars staðar af hálfu Samfó. Auðvelt að sjá það, þ.e. að LÍÚ missi enga spóna úr sínum öskum en á sama tíma samþykki Sjálfstæðisflokkur að aðildarviðræður fái að halda áfram.

-------------------------

En, ef VG springur eða hættir í ríkisstj., þá væri einungis myndið ríkisstj. um 2. atriði - þ.e. að aðildarviðræðum verði hætt og að hætt verði samstarfi við AGS, ef til vill einnig um að vextir verði lækkaðir með handafli. En, umfram þetta eru þeir flokkar ekki sammála um margt.

---------------------------

Ég held að ljóst sé, að það sé litill möguleiki til þess, að Samfó sprengi þessa stjórn, þ.s. ólíklegt sýnist mér að hægt sé að mynda aðra ríkisstjórn þ.s. framhald aðildarviðræðna er tryggt. Þannig að mín spá er að Samfó framkvæmi á næstu dögum stóra eftirgjöf gagnvart VG til að halda VG innan ríkisstjórnarinnar.

Ég hef aldrei keypt hótanir um, að stjórnarsamstarf sé í hættu vegna óánægju innan Samfó.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 01:01

12 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Það er ekki Samfylkingin Einar, sem er að byggja upp ágreining til stjórnarslita.

----------------------------------

----------------------------------

VG hefur loks fattað, að þeir geta leyft sér smá "brinkmanship" þ.s. Samfó hefur einungis þennan eina möguleika á stjórnarsamstarfi þ.s. aðildarviðræðum er framhaldið.

Svo, eins og ég sagði, ég reikna með stórri eftirgjöf af hálfu Samfó á næstu dögum, sem leiði til þess að óróinn minnki um tíma a.m.k.

Með öðrum orðum, að tiltekinn samningur sem veldur óánægju í dag, verði sleginn af - þó svo að vitað sé að það muni kosta milljarða tugi.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 01:04

13 Smámynd: Björn Birgisson

Eini raunhæfi kosturinn í stöðunni er að halda Sjálfstæðisflokknum frá valdastólunum. Það sjá flestir skynsamir menn.

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 01:10

14 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Þá veistu Björn - að núverandi stj. heldur áfram.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 01:16

15 Smámynd: Björn Birgisson

Já.

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 01:19

16 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

"Eins og þú veist - Björn - er ekki hægt að mynda aðra meirihlutastjórn, nema að VG springi eða VG hætti sem heild - eða Samfó nái samkomulagi við einhvern 3. flokk um aðra 2. flokka stj."

Hvaða bull er þetta!  D(16) og B(einn og átta)  og Vg(14) hafa samtals 39 þingmenn og konur. Vg mætti klofna ansi duglega áður en sá meirihluti væri í hættu. Raunar myndi Hreyfingarlausi flokkurinn duga í stað Framsóknarflokksins ef menn væru tilbúnir í annað jójó með Vg.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 01:27

17 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er deginum ljósara að aðild að ESB er ekki beinlínis inn sem stendur og það hefur tekist að gera umsóknina að máli málanna í dag þótt hún sé framtíðarmál. Því sjá Vg sig eiga meiri samleið með öllum öðrum en Samfylkingunni og í pissukeppninni miklu verður það einfaldlega ofaná.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 01:38

18 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Axel - stjórnin þarf þá að springa með einhverjum hætti fyrst. Það gerir hún ef hún missir sinn meirihluta. Það getur hún gert með þrennum hætti, þ.e. ef VG springur nægilega mikið. Ef VG hættir eða ef Samfó hættir.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 01:40

19 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Axel - ESB aðild er mál málanna hjá Samfó. Það þíðir, að VG veit að hægt er að beita Samfó umtalsverðum þrístingi gegn því, að aðildarviðræður haldi áfram. Samfó veit sennilega í dag, að eina leiðin til að viðhalda þeim, er að halda áfram núverandi stjórnarsamstarfi.

Þetta þíðir, að væntanlega getur VG nú náð ímsu fram af sínum hugðarefnum öðrum en andstöðu sinni við aðildarviðræður.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 01:44

20 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég held að Vg ætli að sprengja stjórnina, því þeir eygja núna annan stjórnarmöguleika án ESB draugsins. Þeir setja því upp ágreining við Samfylkinguna í þeim tilgangi en ekki til að beygja hana.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 01:53

21 Smámynd: Einar Björn Bjarnason

Kemur í ljós, en mér finnst hitt líklegra.

Kv.

Einar Björn Bjarnason, 26.7.2010 kl. 02:01

22 Smámynd: Jóhann Pétur Pétursson

Er það virkt lýðræði að ætla sér að halda ákveðnum flokki frá völdum? Það að segja að ákveðinn flokkur eigi ekki að fá að stjórna, þá eru þið að gefa skít í ákveðinn hóp kjósenda, kjósenda sem að styðja Sjálfstæðisflokkinn. Er það merki um þroskað lýðræði? Er það yfir höfuð merki um þroskaða pólitíska umræðu?

Ég mælist til þess að þið hugsið orð ykkar vandlega. Lýðræðið fer sína leið alveg sama þó að til séuð menn eins og þið. Hér eiga eftir að koma hægri stjórnir, vinstri stjórnir, miðjustjórnir. Það eiga eftir að vera ríkisstjórnir með Sjálfstæðisflokki og án hans. Það eru líka sum okkar sem að eru full vandlætingar í garð vinstri flokkanna. Endurreisn Íslands er mikið verk en það lofar ekki góðu með framhaldið ef að ákveðnum sjónarmiðum á að halda fyrir utan endurreisnina. Hrunflokkar er mikið notað hugtak en gætið að því að Samfylkingin var á vaktinni þegar að hrunið varð. Af hverju er Samfylkingin ekki hrunflokkur? Best væri ef allir viðurkenndu sinn þátt í hruninu en tækju jafnframt þátt í endurreisninni. Það er líklegast til þess að skapa sem mesta sátt um endurreisnina. En ef endurreisn íslensk samfélags á að vera einkamál vinstri flokkanna, þá verður enginn sátt um þá endurreisn.

Umræða eins og þið standið fyrir veldur venjulegum einstaklingi með pólitískar skoðanir viðbjóði. Þess vegna held ég að það sé full ástæða fyrir ykkur að athuga alvarlega ykkar gang.

Jóhann Pétur Pétursson, 26.7.2010 kl. 10:14

23 identicon

Það eru vægast sagt mjög annarleg sjónarmið hér á ferð hjá Birni.  það er öllum algerlega augljóst að núverandi ríkisstjórn er algerlega óstjónhæf og hefur nánast verið frá upphafi, engin mál komast í gegn án þess að flokkarnir beiti hvorn annan ofbeldi og ástandið versnar og versnar.

 En þessi kjáni sem heldur úti þessi bloggi segir að sjálfsstæðisflokkurinn sé vandamálið !!!!!!!!!!

 sbr "Eini raunhæfi kosturinn í stöðunni er að halda Sjálfstæðisflokknum frá valdastólunum. Það sjá flestir skynsamir menn."

hvaða djöfulsins smábaranahugsun er þetta eiginlega hjá þér... og ekki í fyrsta skipti.

Aðalatriði hlýtur að vera að landinu sé val stjórnað, en ekki nákvæmlega hver stjórnar því.  Ég minni á að forsenda þess að samfó sleit stjórn við xd var sú að "verkstjórn" skorti að mati samfó...   

Halló hefur betri verkstjórn tekið við......  ???????  Ööööööööööö nei.

stebbi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:18

24 identicon

þetta er samt óþolandi masó í mér að fara inn á þetta gersamlega veruleikafirrta blog bara til að pirrast fyrir vanþroskuðum skoðunum.

stebbi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:19

25 Smámynd: Björn Birgisson

stebbi, máltækið segir að þangað leiti klárinn þar sem hann er kvaldastur!

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 12:37

26 identicon

Það máltæki á amk ágætlega við þig.. þar sem þú verð þessa hroðalegu ríkisstjórn með kjafti og klóm. :(

stebbi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 12:59

27 Smámynd: Björn Birgisson

stebbi minn, sýnist þér í alvöru að stjórnarandstaðan sé eitthvað stjórntækari? Vissulega gengur margt á afturfótunum, enda viðfangsefnin nánast óbærilega stór og flókin. Svo er VG nú að andskotast út af þessu Magma ævintýri Árna Sigfússonar og félaga, rétt eins og það mál hafi byrjað í gær. Kannski styttist í að þú fáir að krossa við D-ið, sem er þér svo hjartfólgið!

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 13:20

28 identicon

ég er löngu orðinn sannfærður um að ríkisstjórn samfó og VG sé alversti kosturinn sem hugsast getur.

Mér er reyndar algerlega á huldu hvernig menn geta yfir höfuð varið þessa verklausu minnihlutastjórn.  Og nei... það eru ekki STÓRU verkefnin sem eru að flækjast fyrir þessari stjórn.. þau komast ekki einu sinni á dagskrá.

stebbi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 13:35

29 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

stebbi, hvernig getur þú vitað að núverandi stjórn sé versti kosturinn, hefur þú einhverja aðra stjórn til samanburðar? Það reiknaði engin, nema þú kannski, að það yrði til vinsælda fallið að þrífa upp gorinn eftir íhaldið?

Axel Jóhann Hallgrímsson, 26.7.2010 kl. 14:27

30 identicon

Þetta er engin tengiskrift.

Það er einfaldlega ekki hægt að blanda verri efnum en samfó og vg

stebbi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 17:34

31 Smámynd: Björn Birgisson

stebbi, sem betur fer er skoðanafrelsi í landinu. Ég skal virða þínar á meðan þú virðir mínar, minn kæri. Sé að þú ert enn að kvelja þig með heimsóknum á síðuna okkar Davíðs hér!  Kannski fátt betra í boði?

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 17:52

32 identicon

Mér sýnist þú einmitt eiga afar erfitt með að virða aðrar skoðanir.

stebbi (IP-tala skráð) 26.7.2010 kl. 18:57

33 Smámynd: Björn Birgisson

Kjaftæði, stebbi, þú veist betur. Segðu mér eitt: af hverju ert þú enn að þvælast á þessari síðu, sem þér líkar svona illa?

Á ég að segja þér eitt? Svo lengi sem hér verður ritað eitt orð, munt þú fylgjast með af athygli.

Nú færð þú forskot á sæluna. Innan 20 mínútna mun ég birta grundvallar spurningu til allra hægri manna í landinu. Ég vænti svars frá þér þar.

Eigðu góðar stundir!

Björn Birgisson, 26.7.2010 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband