Hvað gerði Grefill af sér?

Ég hef ekki komið nálægt tölvunni minni í nokkra daga, en sá við heimkomu í kvöld að Sveinn hinn ungi var að skrifa á sínu bloggi að mbl.is hefði lokað bloggi hins geysivinsæla Grefils.

Kannski hef ég misst af einhverjum umræðum um það, kannski ekki.

Sveinn hinn ungi tók þann pól í hæðina að spyrja hvers vegna í ósköpunum væri ekki fyrir löngu búið að loka bloggi kunns hægri öfgamanns, sem marg oft hefur auglýst eftir dauða og limlestingum forráðafólks Vinstri stjórnarinnar og Sveinn birti greinargott sýnishorn, þar sem auglýst var eftir sterku eitri til að drepa Össur Skarphéðinsson.

Hvað skyldi Grefill hafa gert af sér sem verðskuldar harðari refsingu en dauða og limlestinga druslan hefur fengið?

Ekki veit ég það.

Á þó frekar von á að það tengist trúmálum.

Hægri menn í þessu landi þykjast hafa einkarétt á því að nudda sér utan í Krist Jósefsson. Margir þeirra vilja græða alla vikuna með þeim aðferðum sem duga buddunni best, þakka svo fyrir og biðja um fyrirgefningu á sunnudögum. Eða þykjast gera það.

Það er ekki flókið að setja reglur til að vernda sjálfan sig og sín sjónarmið, í þeim tilgangi einum að takmarka gagnrýni og auðvelda úthýsingu fólks með önnur sjónarmið. Sjáið þetta af bloggi hægri öfgamanns:

"Nafnlausar athugasemdir ókunnra manna eru ekki leyfðar á þessum vef og verða fjarlægðar, einnig dónalegar eða óheflaðar persónuárásir. Guðlasti verður útrýmt, sem og árásum gegn lífsrétti ófæddra barna og landráðahugmyndum. Innlegg fjalli um mál viðkomandi vefsíðu."

Höfundur þessara reglna skrifar helst aldrei um neitt, án þess að saka einhverja landa sína um landráð!

Hann hefur margoft þverneitað að gefa upp fjölda þeirra sem hann hefur lokað á. Mín ágiskun er sú að þeir skipti nokkrum tugum. Aðeins nokkrir jábræður í öfgunum séu enn með aðgang.

En hvað gerði Grefill af sér?

Örugglega nákvæmlega ekki neitt.

Ef ég þekki hann rétt mun hann snúa þessari lokun upp í þvílíka hæðni á mbl.is að forráðamenn þar á bæ munu óska þess heitast að lokunin á Grefil hefði bara verið draumur, fjarri öllum veruleika.

Talandi um reglur!

Á minni síðu eru engar slíkar og hafa aldrei verið.

Það kallast víst virkt lýðræði.

Aðrir vilja takmarka lýðræðið og móta það að sínum skoðunum.

Það gera bara aumingjar og dusilmenni.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ég eiginlega veit ekki hvað hann gerði af sér... einhver trúarumræða fór eitthvað illa í einhverja, eða eitthvað slíkt.

Eitt er þó algerlega ljóst, það eru mjög margir sem mbl þarf að loka á ef þeir loka á hann Grefil... þar stendur sjálfstæðimaðurinn Loftur upp úr öllu.. en það má víst ekki loka á blámenn

DoctorE (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 23:16

2 identicon

Sæll. ég gerði ekkert af mér sem réttlætir þessa lokun.

Ég er einfaldlega beittur svæsnu ofbeldi til að þagga niður í mér, svo ég geti ekki sagt sannleikann.

Ljós punkturinn í málinu er að ég tók afrit af öllu því sem gerðist áður en blog.is lokaði og get því sannað mitt mál.

Ég mun setja það allt upp annars staðar ... og já, ég skal lofa þér því Björn að ég mun snúa vopnum þeirra á þá sjálfa.

Grefill (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 23:17

3 identicon

Grefillinn var með einhverja trúmálaumræðu á bloggi sínu undir það síðasta. Verð að viðurkenna að ég nennti ekki að lesa hana.

En af fyrirsögnum hans að dæma virtist hann hafa kveðið trúlausa í kútinn. Veit svosum ekkert um það, enda las ég það ekki.

Kæmi mér samt á óvart að það eitt og sér væri orsök lokunarinnar. Trúaðir og trúlausir hafa rökrætt öldum saman án þess að nokkur niðurstaða hafi séð dagsins ljós.

Grefilinn var býsna skondinn á köflum með sínar "söluvörur". Eftirsjá að því. Náði miklum vinsældum á Moggablogginu með því að blogga við mest lesnu fréttirnar. Má enn sjá hann á lista vinsælustu bloggara.

Kannski karlinn hafi ofmetið styrk sinn. Væri fróðlegt að vita hvað hans síðasta færsla snerist um. Áður en hann fékk sparkið.

Sem að ósekju mætti henda ónefnda bloggara sem tala hátt um þjóðniðingsskap í garð þeirra sem aðeins vilja sjá hvernig ESB "díllinn" lítur út - áður en þeir ákveða sig.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 1.8.2010 kl. 23:32

4 Smámynd: Björn Birgisson

DoctorE, fótgönguliðar Bláhersins eru ósnertanlegir hér inni. Það liggur fyrir. Mér tókst þó að fá "verkfræðinginn og vísindakennarann" færðan úr heiðursstúkunni niður í almenninginn!

Mannstu eftir því? Þeim stórmannlegu viðbrögðum mbl.is?

Stórsigur var það ekki, enda geta ekki vinstri menn unnið stórsigra á mbl.is

Stjórnendur hér mátu það svo að dauða og limlestingaboðarinn væri betur kominn með alþýðunni en útvöldum!

Það var auðvitað rangt mat.

Svona menn á að geyma á viðeigandi stofnunum, en mbl.is hefur þar vitaskuld ekkert inngrip.

Við skiljum það mætavel.

Björn Birgisson, 1.8.2010 kl. 23:37

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, væri óheft minkaveiði í landinu okkar fallega þér í hag?

Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 00:35

6 Smámynd: Brynjar Jóhannsson

Grefill var með ærumeiðindi í garð Kristinns- Hrein og klár og því varð að henda honum út. Einnig voru ásaknir hans í nánd við að vera vænissjúkar en hann hélt því staðfastlega fram að Kristinn hafi verið með ritfalsanir. Hann fór einfaldlega offörum og ýkti allt um helming. Þetta voru ummæli eins og að Kristinn hafi verið Siðlaus mannorðsmorðingi  og annað líkt sem lýsti vel ástæðunni fyrir því að hann var tekin úr umferð. 


Ég hef oft verið í rökræðum við Kristinn hér á mbl og er fjarri því að vera honum alltaf sammála hann er alltaf réttum meginn við strikið.

Brynjar Jóhannsson, 2.8.2010 kl. 06:42

7 identicon

Mér finnst samt slappt að kvarta, á sínum tíma þegar ég var hér á þessu bloggi.. þá sögðu menn ýmisslegt um mig; Stofnuðu sér blogg um mig þar sem ég var útlistaður sem versti hundingi og dópisti ever....

Ég fór að hlægja..

Förum á erlenda grundu; Obama er anti-kræst blah blah... þetta má vel segja því málfrelsið er eitt það mikilvægasta sem við höfum.

DoctorE (IP-tala skráð) 2.8.2010 kl. 09:25

8 Smámynd: Baldur Hermannsson

Furðulegt hvað menn eru með prýðispiltinn Loft á heilanum. Loftur hefur engan slasað, hvorki með orðum né gjörðum. Bráðskemmtilegar myndlíkingar um Össur fóru fyrir brjóstið á þurrkuntum Moggans og honum var gert að fjarlægja þær......og öllum sem höfðu tekið þær upp orðréttar var einnig gert að fjarlægja þær. Sjálfur reit ég á sínum tíma þarfan pistil um heiðursmorð Múslima og var strax gert að fjarlægja hana, því bannað er að styggja heiðursmorðingja Islams. Spurning hvort vinstri menn á moggabloggi ætti ekki aðeins að skrúfa niður í vænisýkinni.......þeir lúta einfaldlega sömu reglum og aðrir menn......kannski það sem þeim sárnar, hehehehe!

Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 15:38

9 Smámynd: Björn Birgisson

Baldur, má skilja orð þín þannig að þú viljir að á blogginu megi láta allt flakka og aldrei eigi að loka á nokkurn mann?

Björn Birgisson, 2.8.2010 kl. 16:05

10 Smámynd: Baldur Hermannsson

Engan veginn, það gilda í landinu ákveðin lög um meiðyrði og moggabloggið verður að hlíta þeim lögum. Það var hisn vegar tepruskapur að amast við Lofti og mér er enn þá óskiljanlegt hvers vegna lokað var á leiðindaskarfinn Hildi Helgu......ég sá umrædd skrif og þar var ekkert saknæmt að finna. Samkvæmt lýsingum Brynjars hér að ofan hefur Grefill hrokkið yfir strikið í spjallinu við Kristinn Theódórsson.

Baldur Hermannsson, 2.8.2010 kl. 16:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband