3.8.2010 | 14:44
Árni Páll í mykjuhaug
Árni Páll segir mestu skipta að umboðsmaður skuldara hafi ekki notið fyrirgreiðslu umfram almenning.
Hann var vandræðalegur ráðherrann í þessu viðtali og veit auðvitað manna best að í þessu máli er hann sokkinn í djúpan mykjuhaug.
Svo djúpt að leiðin upp aftur verður torfarin, ef hún er þá yfirhöfuð fær.
Svona gera ekki góðir stjórnmálamenn.
Vissi að Runólfur tapaði fé | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
"Svona gera ekki góðir stjórnmálamenn."
Því er spurt: Er Árni góður stjórnmálamaður?
Ég segi nei því góður stjórnmálamaður lætur ekki svona stöðu koma upp.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 14:47
Hingað til hefur hann hvorki verið betri né verri en aðrir, en í þessu máli held ég að hann hafi spilað rassinn ærlega úr buxunum!
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 14:53
Sæll Björn..
Alveg sammála þér þarna. Og vil bæta við að það er svo erfitt að ljúga því þá þarftu að muna ranga atburðarrás, Árni heldur því áfram og þess vegna getur þetta endað á annan hátt en einn veg.
Stebbi (IP-tala skráð) 3.8.2010 kl. 14:56
Það verður fróðlegt að sjá hæfnismatið. Hvar Runólfur stakk hina af í keppninni um starfið.
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 15:00
Árni er fallinn í sama pytt og nafni hans Johnsen sem reyndi í viðtölum að ljúga sig út úr sínum vandræðum, en afrekaði það eitt að grafa sér dýpri dys. Hæfnismatið verður örugglega fínt, náist að berja það saman.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 15:41
Var ekki Capacent að meta liðið?
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 15:47
Capacent mat umsækjendur. Capacent hefur metið æði marga umsækjendur hjá ríki, bæ og einkageira. Og hér erum við stödd í dag.
Kveðja að norðan.
Arinbjörn Kúld, 3.8.2010 kl. 16:11
Arinbjörn, pólitíkin hefur alltaf lokageltið!
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 16:23
Af hverju hefur hæfnismatinu ekki verið slengt á borðið, sé það af óvilhöllum aðilum unnið og ráðherrann hafi byggt ákvörðun sína á því?
Það styrkir varla ákvörðun ráðherrans að hann liggi á hæfnismatinu eins og hæna á eggjum, nema að hann viti að í eggjunum leynist gaukar.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 16:41
Árni Páll á að axla pólitíska ábyrgð á sínu klúðri og segja af sér -
Óðinn Þórisson, 3.8.2010 kl. 16:41
Óðinn, afsagnir af því taginu tíðkast ekki á Íslandi. Ég bíð spenntur eftir hæfnismatinu. Kannski valtaði Runólfur þar yfir keppendur sína um starfið, ekkert veit ég um það. Hafi hann gert það standa enn tvö mál út af borðinu. Fjármálabraskið og kunningsskapurinn. Ef það hefði komið í hlut Jóhönnu Sigurðardóttur að skipa í starfið, hvern umsækjendanna hefði hún valið?
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 17:01
Axel Jóhann, treystir þú ekki Capacent til að leggja fram hlutlaust hæfnismat?
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 17:35
Ég hef engar forsendur til að treysta ekki Capacent. En þetta er ekki í fyrsta sinn sem nefndir og álitsgjafar þetta og hitt hafa lagt fyrir ráðherra matsgerðir sínar, sem síðan hafa verið að engu hafðar. Nærtækast er að nefna skipan dómara síðustu tvo áratugina eða svo.
Af hverju lagði Árni ekki fram þetta hæfnismat þegar hann skipaði í embættið ef það var forsenda hans ákvörðunar, hvað þá að ætla núna að bíða með það í einhverja daga? Það verður ekki til að draga úr tortryggni, svo mikið er víst.
Það eina sem Árna Páli virðist fara vel úr hendi er að fullkomna eigið lánleysi.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 3.8.2010 kl. 17:55
Hér er góður millileikur í stöðunni. Höfnum öllum umsækjendum og skipum Ögmund Jónasson í starfið. Hann segist alltaf hafa verið vinur litla fólksins í landinu. Hann hefur rekist illa í stjórnarsamstarfinu, en sem talsmaður skuldara væri hann flottur. Tvær flugur í einu höggi. Ekki spurning!
Björn Birgisson, 3.8.2010 kl. 18:14
Niðurstaðan í máli Runólfs verður þannig :
Árni Páll: Eftir ítarlegt samtal mitt við samflokksfólk og Runólf höfum við komist að þeirri niðurstöðu að eðlilegt sé að Runólfur dragi starfsumsókn sína til baka, þannig að sátt og friður muni um hana skapast.
Þetta mun þó ekki breyta því að Árni er búinn að mála sig út í horn sem stjórnmálamaður.
hilmar jónsson, 3.8.2010 kl. 18:31
Ég hafði og hef mikla trú á prestssyninum Árna Páli bróðir hans Þórólfur var Borgarstjóri um tíma
en tók þátt í olíumálinu, gefum honum einn sjéns enn.
Bernharð Hjaltalín, 3.8.2010 kl. 23:56
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.