Bloggið ígildi Hæstaréttar?

Bloggarar skipta þúsundum í þessu landi og eru í raun og veru stór hluti af fjórða valdinu á Íslandi. Blogg er vissulega fjölmiðlun í þeim skilningi að þar birtast oft nýjar fréttir, fróðleikur og upplýsingar og í fjörugum bloggumræðum kemur margt í ljós sem annars hefði legið í láginni.

Ef fjölmiðlarnir eru ekki að standa sig er fullvíst að bloggarar verða varir við það og láta lesendur vita.

Kannski má með nokkrum ýkjum segja að bloggið sé nokkurs konar "Hæstiréttur" í málefnum þjóðarinnar, án þess þó að fella nokkra lokadóma.

Þegar ég kom fyrst inn á Moggabloggið rann það fljótlega upp fyrir mér að flóran virtist óendanleg og margir frábærir pennar voru iðnir við að tjá sig. Því miður hurfu margir þeirra á braut þegar ritstjóraskipti urðu hjá Morgunblaðinu.

Eftir standa þó margir góðir bloggarar, auk all margra rata, svo sem síðuhaldara hér.

Ég hef oft verið spurður af hverju ég væri á þessu Moggabloggi, sem hægri menn einoka að mestu. Svarið við því er einkum tvíþætt.

Annars vegar það að bloggumhverfið hér á Moggabloggi er það langflottasta sem ég hef séð.

Hins vegar þau efnislegu skilaboð sem ég hef nokkrum sinnum fengið frá hægri sinnuðum bloggurum hér inni, en þau kristallast í eftirfarandi spurningu:

Af hverju drullast þú ekki héðan út og ferð eitthvað annað?!

Hið síðara vegur þyngra.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Við deilum stétt og stöðu hér á blogginu Björn, við erum í kjalsoginu. Því er illt að vera ekki, eins og stórbloggari einn hér á Moggabloggi, stórfrændi Jóns Sigurðssonar til að geta orgað upp í vindinn  "Aldrei að víkja!"

Axel Jóhann Hallgrímsson, 14.8.2010 kl. 15:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ég þekki lítið til frændgarðs Jóns Sigurðssonar, en erum við ekki öll eitthvað skyld honum?  Og þessum stórbloggara líka?

Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 15:30

3 Smámynd: Björn Birgisson

Til fróðleiks birti ég hér hluta af svari frá blog.is við fyrirspurn sem ég sendi. Svarið barst 3. ágúst síðast liðinn.

Rétt er að geta þess að notendur vefjarins blog.is eru rösklega 20 þúsund talsins. Í síðustu viku, sem var þó heldur róleg, voru birtar á vefnum nærri 2000 færslur og um 5500 athugasemdir.  Ógerningur er fyrir umsjónarmenn að fylgjast með öllum bloggum og athugasemdum á vefsvæðinu og vart ástæða til. Ábendingar notenda  um það sem miður fer eru okkur því mikilvægar.  En notendur blog.is gera eðlilega ríkar kröfur til þess að þar geti farið fram heilbrigð skoðanaskipti og umræður, hvort sem þeir kjósa að taka þátt í umræðunni eða ekki.

Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 15:40

4 identicon

Tek undir þetta með bloggumhverfið. Hef ekki séð betra.

Ansi gott hjá þér að senda fyrirspurn til umsjónarmanna. Mér líkar vel við svarið!

Lít nú ekki á mitt auma kvak sem einhvern Hæstarétt, en það er vissulega gott að geta reytt sínar fjaðrir og ybbað gogg þegar tilefni gefast.

Málfrelsi er ekkert sjálfgefið. Vona bara að bæði þú, Björn, sem og Axel, haldið áfram að blogga.  Les ykkur báða reglulega.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 16:13

5 Smámynd: Björn Birgisson

Ybbar gogg, fyrirspurnina til blog.is sendi ég vegna lokunarinnar á Grefil og hvatti ég til þess að síðan hans yrði opnuð aftur. Eins og ég tók fram var þetta bara sá hluti svarsins sem tók til umfangs Moggabloggsins. Gott að heyra að einhver les. Þá verður maður ekki eins einmana við tölvuna. Ég veit líka um eina konu sem les bloggið mitt!

Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 16:23

6 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, það sem gerir moggabloggið skemmtilegast er einmitt þetta hvað ólíkar skoðandir geti þrifist þar, og sem betur fer er umræðan oftast í vinsemd þó menn greini á um málefni. Ég þori ekki að hugsa þá hugsun til enda hvar við værum stödd ef við þyrðum aldrei annað en að vera sammála um alla hluti.

Vissulega eru sumir orðljótir og enn aðrir láta skapsmunina af og til hlaupa með sig í gönur. Þetta hefur þó ekki truflað mig mikið á meðan ekki er um persónulega rætni að ræða.

Má þó vera að ég sé umburðarlyndari en margir, enda alin upp á landsbyggðinni þar sem menn nota ALLAN íslenska orðaforðann svona hvunndags. :)

Kolbrún Hilmars, 14.8.2010 kl. 16:38

7 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, takk fyrir þitt innlegg.

Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 17:03

8 Smámynd: Guðmundur Jónas Kristjánsson

Nei Björn minn. Ert ómissandi á Moggablogginu, enda óskað eftir bloggvinskap við þig, þótt við séum ekki alltaf sammála.

Guðmundur Jónas Kristjánsson, 14.8.2010 kl. 17:16

9 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, er ég ómissandi á Moggablogginu? Dastu nokkuð á hausinn? Varðandi bloggvinskap: Ég ákvað fyrir mörgum mánuðum að eiga enga bloggvini. Hvorki jábræður, andstæðinga né konur! Hér stend ég bara einn og líkar það ágætlega!

Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 17:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband