14.8.2010 | 20:03
Engin hjól?
"Flugvél af gerðinni Twin Otter frá flugfélaginu Norlandair lenti á einum hreyfli á Akureyrarflugvelli rétt fyrir kl.18."
Frábært að ekki fór illa að þessu sinni.
Frábært að hægt var að kalla slökkviliðið út til að vera til taks, þrátt fyrir allar verkfallsdeilur, sem voru kannski engar í dag.
Frábært að geta lent á einum hreyfli, sem ég reyndar skil ekki alveg hvernig er hægt!
Er ekki alltaf betra að lenda á hjólunum þegar flugvélar nálgast flugbrautir?
![]() |
Lenti á einum hreyfli á Akureyri |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (1.4.): 0
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 4
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 4
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Lenda á hjólunum já....
En að lenda á einum hreyfli, af hvað mörgum ?
Bjössi (IP-tala skráð) 14.8.2010 kl. 21:15
Ekkert flugvirki lendir á einum hreyfli, ekki frekar en köttur með 9 líf lendir á vestur eyranu eftir fall!
Björn Birgisson, 14.8.2010 kl. 21:21
rétt er þetta allt saman - líka það að lenda á hjólunum - legg reyndar til að lent verði á vellinum næst.
Allt í lagi að gantast með þetta þar sem engin slys urðu á fólki - en er að sjálfsögðu alvarlegt þegar svona gerist.
Ólafur Ingi Hrólfsson, 15.8.2010 kl. 10:57
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.8.2010 kl. 20:01
Flughræddur einkaflugmaður? Kolla, ertu með þessu að fæla alla vinina frá því að biðja um smá útsýnisflug fyrir lítið annað en vináttuna?
Svo hefur verið bent á að best sé að lenda á flugbrautinni með hjólin niðri!
Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 20:08
Kolbrún Stefánsdóttir, 15.8.2010 kl. 21:09
Kolla mín, takk fyrir þetta! Þetta er ekki spurning um hvort ég þori, miklu heldur hvort frúin þorir að gefa mér leyfi! Ég er nú bara svona venjulegur rakki með hálsól og í spotta og það get ég fullyrt að sá spotti nær ekki í 10 þúsund fetin!
Björn Birgisson, 15.8.2010 kl. 21:22
Kolbrún Stefánsdóttir, 17.8.2010 kl. 23:36
Hjúkk, hvað þú ert skilningsrík! Svona okkar á milli, þá heldur hún alltaf fast í endann sinn, en veit ekki af einu, sem er algjört leyndarmál og má ekki fara lengra, eins og Steingrímur heitinn sagði á blaðamannafundinum forðum. Ég skar minn enda frá ólinni fyrir mörgum árum, en fylgi alltaf samt minni húsmóður, kann ekkert annað! Sauðtryggur hvutti!
Voff!
Björn Birgisson, 17.8.2010 kl. 23:46
Hmmmm snuðra á þráðinn.... ekki tendra vonarneista sauðtryggi hundur hahahah
Annars geri ég því skóna að þú eigir alveg frábæra konu sem hefur svipaðan húmor og þú m.a.v. bloggsamskipti okkar. Bið að heilsa henni. Fátt skemmtilegra en skemmtilegar konur,,, þær eru bara allt of fáar
Kveðja Kolla
Kolbrún Stefánsdóttir, 18.8.2010 kl. 13:25
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.