Herra Ólafur Skúlason biskup og Heimsmetabókin

"Ólöf Pitts Jónsdóttir, ein kvennana fjögurra, sagði við Ríkisútvarpið í kvöld, að hún væri fegin og að þungu fargi sé af sér létt, en málið hafi verið með henni í bráðum 30 ár."

Ég vil nota þetta tækifæri til að óska Ólöfu og öðrum fórnarlömbum alls hins besta.

Eftir lestur þessarar fréttar og umfjöllun RÚV Sjónvarps um fundinn í dag, verð ég að viðurkenna að reiðin bullar og kraumar í mér.

Ekki á ég von á því að mér sé einum svo farið.

Í könnun Bylgjunnar kom fram að "öðlingurinn" Karl biskup hefur hlálega lítinn stuðning hjá þjóðinni, sem virðist vilja sjá hann í einhverju öðru starfi. Hann gæti kannski gerst "hlustari" hjá Stígamótum!

Kalli litli er örugglega frábær manneskja, hjartahlý, gáfuð, vel menntuð og vel meinandi um nánast allt. Líka kirkjuna á sinn hátt.

Það sem er nú að sparka löppunum undan hans biskupsstól skýrist af tveimur orðum: Þöggun, yfirhylming.

Ég sagði að reiðin kraumaði í mér og reiður maður á það til að tapa skynseminni, þeirri litlu sem hann fær í vöggugjöf.

Samt langar mig að koma með tillögu. Ekkert kann ég á Fésbókina og fer nánast aldrei inn á hana.

Nú vil ég skora á snjalla Fésbókarmenn að stofna síðu, sem hefur það ógöfuga markmið að koma Herra Ólafi Skúlasyni í Heimsmetabókina með sínar fjórar Fálkaorður.

Sem mesta níðingi kirkjunnar, en um leið þeim manni sem náð hefur lengst innan hennar, undir dyggum verndarvæng æðstu stjórnenda ríkisins á þeim tíma.

Ég sagðist vera reiður.

 


mbl.is „Átakamikið og áhrifamikið“
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband