1.9.2010 | 19:14
Spræk þingkona
"Enn var opið fyrir hljóðnemann þegar Þórunn heyrðist segja: Segðu frænda þínum að hoppa upp í rassgatið á sér."
Þórunn þarf ekki að biðjast afsökunar á þessum orðum. Þetta er bara kjarnyrt íslenska og sýnir að það er bæði kraftur og húmor í stelpunni! Sá sem svona tekur til orða er að minnsta kosti sprelllifandi, en ekki niðurdrepandi leiðinlegur og þurr í framkomu eins og alltof algengt er með þingmenn. Þórunn fær örugglega nokkur atkvæði út á þetta!
Má orðið ekkert í þessu heilaga landi?
PS. Taktu þátt í könnuninni hér til vinstri!
Ég biðst innilega afsökunar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hoppaðu upp í rassgatið á þér!
Jón Násker (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 20:34
Jón Násker, takk fyrir innlitið, en ég get ekki orðið við bón þinni. Ég er þar, rétt eins og þú í þínu og kemst ekki út!
Björn Birgisson, 1.9.2010 kl. 20:45
Alþingismenn mega alveg leyfa sér að ganga út úr frosinni sýndarmennsku sem allir vita að engu máli skiptir.
Hér var ekki verið að svara pólitískri spurningu sem samfélagið beið eftir að fá svar við.
Árni Gunnarsson, 1.9.2010 kl. 21:30
Árni, gott að þú ert kominn út úr þínu og getur talað við okkur endaþarmsfangana af einhverju viti!
Björn Birgisson, 1.9.2010 kl. 22:22
„Ég sagði við hana að þetta hefði bara verið eitthvað djók,"
"Fréttamaðurinn" þarf miklu frekar að biðjast afsökunar á því að vera ekki betur að sér í móðurmálinu og á að segja starfi sínu lausu.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 1.9.2010 kl. 22:31
Hjúkk! Ég hélt að eitthvað alvarlegt hefði átt sér stað! Bara 6,3 í móðurmáli er okkar allra áþján! Shit happens!
Björn Birgisson, 1.9.2010 kl. 22:50
Að þú hrósir Þórunni fyrir þetta, segir býsna mikið um pólitískt ástand þitt.
Hvaða stjórnmálamenn í öðrum flokki fengju að "njóta" slíkrar lofrollu frá þér?
Jón Valur Jensson, 1.9.2010 kl. 23:24
Nei, kom ekki frændinn og lagði orð í belg.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.9.2010 kl. 23:37
Jón Valur, ég er svo takmarkaður andlega að ég skil ekki af hverju þú getur ekki slitið frá þessari síðu, rétt eins og þú kaust að slíta mig frá þinni síðu fyrir einhvern tittlingaskít.
En hér er notalegt og gott að vera, allir boðnir velkomnir, það finnur þú væntanlega, kaldur og hrakinn, einmana úti á eigin síðu.
"Hvaða stjórnmálamenn í öðrum flokki fengju að "njóta" slíkrar lofrollu frá þér?"
Stutta svarið er: Allir.
Björn Birgisson, 1.9.2010 kl. 23:57
Ég er ekki frændi eins né neins, sem hér er um rætt.
Jón Valur Jensson, 2.9.2010 kl. 00:26
Allir frændur og frænkur, óskyldir líka, eru velkomnir á þessa síðu! Sérstaklega þó asnar og aulatittir hvers konar, sem hvergi eiga athvarf. Hér eru allir velkomnir, fólk með skoðanir og ekki síður fólk án skoðana, sem vill bara kúra hér í hlýjunni. Allir fá heitt kakó í fyrramálið.
Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 01:29
Hahaha!.... Björn, þú heldur vöku fyrir mér ;) Var á leið í ból,en rakst þá á þetta. Nú hlæ ég mig máttlausa yfir rassaköstum Þórunnar og ykkar hinna..............alltaf gaman að óvæntum frændum og frænkum,ösnum og aulatittum :D
P.S. Hlakka óstjórnlega til að fá hjá þér heitt kakó í fyrramálið C";)
Elínborg, 2.9.2010 kl. 02:11
Ég var einu sinni asni. Svo þroskaðist ég upp í eitthvað svona gult og guðdómlegt. Spurning hvað gerist í vetur.
Hólímólí (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 03:58
Sammála, þér Björn í þetta skiptið, fellibylur í snafsastaupi. Ef fuss og svei liðið nær yfirhöndinni í landinu má fara að biðja bænirnar sínar.
Ullarinn (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 07:35
Minnir bara á það þegar einhver notaði orðið "tussufínt" í tölvupósti.
Ég er búinn að gleyma hver það var, enda missti ég engan svefn yfir því á sínum tíma.
Ég held persónulega að þetta fyrirbæri (að opinberir starfsmenns segi eitthvað "ósmekklegt" svo að við fáum að heyra það) sé ekki vottur að hnignun á málfari opinberra starsmanna, heldur að samskipti þeirra séu í miklu meira magni varðveitt og útvarpað. Svo að hættan á að eðlilegur og mannlegur talsmáti slæðist með annað slagið stóreykst.
Danni (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 08:14
"Hér eru allir velkomnir, fólk með skoðanir og ekki síður fólk án skoðana, sem vill bara kúra hér í hlýjunni."
Síðan þín Björn er öllum opin, rétt eins og mín, réttlátum sem ranglátum. Sagði ekki góður maður fyrir margt löngu -"Það sem þér viljið að aðrir gjöri yður það skulið þér þeim og gjöra!" Þeir sem ekki meðtaka orð og heilræði þessa góða manns haga sér auðvitað með sínum hætti.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.9.2010 kl. 10:07
Jón Valur:
"Að þú hrósir Þórunni fyrir þetta, segir býsna mikið um pólitískt ástand þitt.
Hvaða stjórnmálamenn í öðrum flokki fengju að "njóta" slíkrar lofrollu frá þér?"
Er ekki íhaldshraesnin dásamleg?
Daemigerd íhaldshraesni (IP-tala skráð) 2.9.2010 kl. 10:17
Takk fyrir þessi tussufínu innlit, elskulegu hopparar!
Björn Birgisson, 2.9.2010 kl. 10:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.