20 mál málanna!

Ríkisstjórnin setti fram 20 mála málefnalista, sem hefur nú farið nett fyrir brjóstið á mörgum, enda þar all mikið um tóma froðu, sem aldrei gerir annað en að setjast, eins og froðu almennt ber að gera.

Sem sannur og góður þegn þessa lands ætla ég að setja fram minn lista. Ekkert endilega til mótvægis við lista ríkisstjórnarinnar, sem er nokkuð broslegur, eins og pólitískir listar eru gjarnan. Meira svona til gamans gert.

1. Fjölda múslima á Íslandi verði með öllum tiltækum ráðum haldið í lágmarki. Öllum beiðnum þeirra um mosku byggingar verði umsvifalaust hafnað.

2. Handfæraveiðar við Íslandsstrendur verði gefnar frjálsar, með himinháu þaki.

3. Allt rigningarvatn verði í eigu Rigningarveitu Íslands, undir stjórn Veðurstofunnar.

4. Styrkir til stjórnmálaflokka verði að hámarki 229 krónur á dag og umreiknist á ársgrundvelli.

5. Allur makríll, sem hingað syndir, verði veiddur innan 200 mílnanna, steindrepinn og seldur.

6. Icesave málið verði sett á safn, sem stofnað verður til minningar um slaka stjórnarhætti.

7. Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn fari í naflaskoðun og samfélagsþjónustu.

8. Þingmenn og ráðherrar VG og Samfylkingar fari í leikskóla og læri þar að allir eiga að vera vinir.

9. Ragna Árnadóttir taki við allri eldamennsku á Bessastöðum og húsforráðum þar.

10. Hreyfingin verði beðin að hreyfa sig gáfulegar en hún hefur gert og læra að elska Þráinn.

11. Ómar Ragnarsson verði umhverfisráðherra, til þess að pottþétt verði ekkert virkjað í þessu landi.

12. Austurvöllur verði friðlýstur og ekki fótum troðinn af orðljótu mótmælapakki með saurpoka.

13. Reykjanesbær verði friðaður sem þjóðgarður íhaldsins. Skuldum hans beint til AGS, til aðhláturs.

14. Kvótakerfið í heild sinni verði varið með umsókn, á alþjóðavísu, um einkaleyfi á snjallri hugmynd.

15. Loftrýmisgæsla verði gefin algjörlega frjáls yfir landinu, ef aðkomuþjóðin kaupir 800 hamborgara hérlendis og  lofar að barna ekki fleiri en 18 innlendar stúlkur í hverri ferð.

16. Olíuleit skal hafin í landinu og landgrunninu og vafningalaust skal hún hefjast hjá N1.

17. Ísbirnir og rostungar sem hingað slæðast, skulu ekki skotnir, en þess í stað gerðir að heiðursborgurum á Skagaströnd eða hjá Gnarr í Reykjavík.

18. Íbúðalánasjóði verði stjórnað af handhöfum myntkörfulána með allt niður um sig.

19. Þar sem Hæstaréttardómarar hafa allir verið skipaðir af Sjálfstæðisflokknum, er lagt til að dómaranefnd KSÍ taki við því kefli.

20. Allir sköllóttir Íslendingar eigi rétt á snyrtingu og klippingu reglulega. Handarkrikar og punghár ekki undanskilin.

Ja hérna! Cool

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Ég get tekið undir nánast allan listann athugasemdalaust ef frá eru talin tvö atriði.

Þar sem mér er málið skylt þá er ég tvístígandi með að planta miklu af ísbjörnum niður á Skagaströnd þar sem ég veit að þeir birnir hafa annað og vafasamara lundarfar en sá Björn sem þennan lista fram setti. 

Blönduósingar eru allra Húnvetninga klárastir, mestir og bestir, ef þeir hafa ekki lausnina er hún vandfundin. Aukinheldur er svokallað Hafíssetur (hvað sem það merkir) staðsett þar, af öllum stöðum. Það er því mitt mat að frískir og hressir Blönduósingar séu mun betri valkostur fyrir svanga og slæpta ísbirni en slappir og umkomulausir Skagastrendingar.

Í öðru lagi tel ég að betur henti landi voru og lýð að það sem um er fjallað í 7. lið, fari beint og milliliðalaust í Sorpu til eyðingar.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2010 kl. 01:25

2 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

P.S. Fyrra innleggið má ekki setja í samhengi við þá staðreynd að ég er eftirlýstur dauður eða lifandi á Blönduósi.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 4.9.2010 kl. 01:28

3 Smámynd: Guðmundur Júlíusson

Björn, það eru nokkrar athugasemdir sem mig langar til að koma með hér:

Nr. 1. Mér finnst þú sýna okkur kynþáttahatur með þessari athugasemd þinni, skömm sé þér.

Nr 7. þarna ertu örugglega að meina Samfylkingu, (sbr, Sigmund Erni forðum daga)

Nr 11. Að  láta Ómar fara  með völd, og engin álver,  þýðir að engin þróun né atvinna skapast í langan tíma hér á landi!!!, þarna skarast heldur betur skoðanir þínar, sbr nr 16 hjá þér, þar sem þú vilt að olíuleit hefjist.

Rest dæmir sig sjálfkrafa.

Guðmundur Júlíusson, 4.9.2010 kl. 01:55

4 Smámynd: Óðinn Þórisson

Björn - eru vg liðar ekki best geymdir í sínu draumalandi Norður - Kóreu

annars ath.verð lesning - 

Óðinn Þórisson, 4.9.2010 kl. 07:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (12.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 3
  • Sl. viku: 5
  • Frá upphafi: 602485

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 5
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband