Vingull í pólitík, hver tekur mark á honum?

Aðspurður um stjórnmálaskoðanir sínar kveðst Alvar eiga erfitt með að staðsetja sig til hægri eða vinstri.

„Hvað er til hægri og hvað er til vinstri? Segðu mér það?" spyr Alvar, og hefur greinilega enga hugmynd um það sjálfur, sem skýrir margt í hans máli.

Hann bætir því svo við að á yngri árum hafi hann tekið þátt í störfum Heimdallar, félags ungra sjálfstæðismanna, en svo fært sig yfir í Framsóknarflokkinn. Hann hafi greitt Borgarahreyfingunni atkvæði sitt í síðustu Alþingiskosningum.

Alvar er greinilega pólitískur vingull. Hann má vita að á slíkum vinglum tekur ekki nokkur Íslendingur mark og hefur aldrei gert og mun aldrei gera. Pólitískir vinglar sjá hlutina gjarnan út frá eigin hagsmunum, en hagsmunir heildarinnar skipta þá engu máli.

Ég um mig frá mér til mín.

Alvar fellur í þá ormagryfju að kenna núverandi ríkisstjórn um allt sem miður hefur farið. Hann kýs að gleyma fortíðinni. Það gengur bara ekki upp. Fortíðardraugarnir hverfa ekki vegna barnalegra óska um það.

Að hampa sjónarmiðum, eins og hér er gert, er eingöngu gert af illum hug.

Hlægilega illum hug fjölmiðils sem elskar meira að hata, en leita sannleikans.

 


mbl.is Ögmundur sveik loforðið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Já Björn það er eins gott að vera staðfastur í pólitíkinni. Hugsa sér að maðurinn skuli hafa skipt stjórnmálaskoðanir eins og naríur. Það gengur bara alls ekki. 

Sigurður Sigurðsson, 9.9.2010 kl. 00:36

2 Smámynd: Björn Birgisson

Öllum er hollt að skipta um naríur af og til.

Björn Birgisson, 9.9.2010 kl. 00:43

3 identicon

Hvað sem fortíðinni líður þá er það er samt alveg rétt hjá honum að að núverandi ríkisstjónarflokkar hafa svikið flest sem þeir lofuðu í aðdraganda kosninga, og að aðgerðir núverandai stjórnar hafa einkennst af ráðaleysi og  fumi og fálmi út í loftið, eða að því brjóta á bak aftur allt sem gæti orðið til að bæta t.d. ástand í atvinnumálum, einkanlega hefur Vinstra Slímið verið öflugt í því. Og það eina sem eftir stendur hjá samfylkingunni eru Bruxelldraumrinn,sem málið sem sem ekkert hefur breyst í þeirra meðförum. Það er sammermt með þessarri stjórn og landeyjahöfn að það þarf að bmoka fllórinn regluleg á báðum stöðum , ekki sitja bara og bíða eftir að hann fyllist af skít Og auk þess legg ég til að Ömmi bömmer og öll hans klíka  verði send í hellin í Flatey á Skjálfanda , eina staðinn á landinu sem ætlaður griðastaður  þursa, forynjan og slíks hyskiis ef eitthvað er að marka söguna um Guðmund Biskup Góða.

Bjössi (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 01:09

4 identicon

Þetta er endalaust karp á milli fólks með sömu skoðanir. Eini munurinn á þessu fólki er sá að það telur hinn eða þennan stjórnmálaflokk bestan til þess fallinn að gera hlutina á þann hátt sem það telur rétt. Fæstir geta viðurkennt þegar "þeirra" flokkur gjörsamlega flippar og getur ekki gert neitt rétt, hvað þá að viðurkenna mistök sín. Hversu oft hefur maður ekki t.d. heyrt fjármálaráðherra taka sér eftirfarandi orð í munn : Ég tel...... ég tel að ég hafi farið með rétt mál....ég tel að ég hafi gert þetta eða hitt rétt...ég tel að ég hafi sagt þetta á réttan hátt á réttum tíma.....ég tel að allt sem ég segi og geri sé það rétta...bla bla bla. Hvaða máli skiptir það hvað hann telur ef í ljós kemur að það sem hann telur að sé satt og rétt sé svo á endanum gjörsamlega út í hött! Ég tel að Icesave...þetta og hitt og alltaf taldi blessaður maðurinn vitlaust! Má til með að enda á orðunum......ég tel að við ættum að innleiða persónukjör í þessu landi sem fyrst þar sem ég tel að það eina sem dugar á þessa einstaklinga sem kosnir eru á þing sé aðhald á persónulegar gjörðir þess á þingi. 

assa (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 01:40

5 identicon

Ég prufaði einu sinni að skipta ekki um naríur og get staðfest að það veit ekki á gott og gengur ekki til lengdar. Sjáið bara Loft.

Hólímólí (IP-tala skráð) 9.9.2010 kl. 05:10

6 Smámynd: Geir Ágústsson

Vont er að verða verra, miklu verra, og ef stjórnmálamenn ætla sér á annað borð að vinna fyrir kaupinu sínu þá verða þeir að vinna fyrir kaupinu sínu en ekki í sífellu tala um það hvernig aðrir unnu fyrir sínu, fyrir mörgum misserum síðan.

Geir Ágústsson, 9.9.2010 kl. 07:11

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband