10.9.2010 | 14:27
Lygaspuni?
"Ég er ekki vön því að elta ólar við spuna og óvandaðan fréttaflutning Morgunblaðsins, sem í gegnum mína tíð sem forsætisráðherra hefur oft verið yfirgengilegur." segir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra.
Mogginn segir eitt og Jóhanna annað. Hún lýsir því opinberlega yfir að Mogginn sé að ljúga og krefst afsökunarbeiðnar frá blaðinu. Það þýðir bara eitt. Boltinn er hjá Mogganum.
Ef Mogginn birtir traustar heimildir sem staðfesta frásagnir blaðsins af þessu máli, þá er Jóhanna í vondum málum.
Ef Mogginn birtir ekki neinar heimildir sem staðfesta frásagnir blaðsins af þessu máli, þá er hér einfaldlega um ómerkilegar lygar að ræða af hálfu blaðsins.
Segist ekki hafa beitt þrýstingi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Það er orðið mun merkilegra það sem ekki stendur í Mogganum en það sem er skrifað í hann.
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 16:44
Kannski það sé þess vegna sem maður kíkir nú alltaf í Moggann. Alltaf gaman að geta í eyðurnar!
Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 17:26
Mogginn er þá orðin ein allsherjar krossgáta!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 10.9.2010 kl. 19:52
Ekki minningargreinarnar, þótt þær séu yfirfullar af blekkingum. Af hverju deyr bara góða fólkið?
Björn Birgisson, 10.9.2010 kl. 20:46
Ja...! Nú komstu við kauninn í mér....
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 11.9.2010 kl. 02:18
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.