Einkavæðing bankanna verði rannsökuð ofan í kjölinn

Rannsóknarnefndin gerði allt vitlaust í þjóðfélaginu með sinni skýrslu. Nú ætlar þingmannanefndin að endurtaka leikinn en ákæra aðeins fjóra einstaklinga af öllum þeim mikla fjölda sem væntanlega sekur er og þjóðin veit nú þegar ýmislegt um meinta sekt margra þeirra.

Á ekki að ákæra neinn úr Framsókn? Hvernig víkur því við? Jú, jú, allt þeirra spillingarbrambolt er fyrnt. Fyrndur glæpur er og verður alltaf glæpur í hugum þeirra sem vita best um málin.

Hvað er hér í gangi? Kæra fjóra einstaklinga, af hve mörgum sekum? Hve margir drullusekir eiga að fá að standa utangarðs og hlæja að öllu saman?  

Hér er ekki rétt gefið!

Dómari í körfubolta kemst aldrei upp með að dæma bara í fjórða leikhluta! Þaðan af síður Landsdómur. Málatilbúnaður þingmannanefndarinnar, gegn fjórmenningunum einum saman, stenst engan veginn og er dæmdur til að falla um sjálfan sig. Það er ekkert réttlæti í því að fórna fjórum einstaklingum fyrir allan fjöldann.

Minnir miklu heldur á galdrabrennur og ofsóknir fyrri alda.

Góður Íslendingur skrifaði eftirfarandi:

"Framsóknarflokkurinn var í ríkisstjórn frá 1995 til 2006 og bjó til, ásamt Sjálfstæðisflokknum, þá atburðarás sem var komin svo langt árið 2006 að þá þegar hefði þurft að taka í taumana.

Ef rétt er að Framsóknarmenn vilji láta draga tvo fyrrverandi ráðherra Sjálfstæðisflokks og tvo fyrrverandi ráðherra Samfylkingar fyrir Landsdóm er það skiljanlegt því að með því dreifa Framsóknarmenn athyglinni frá ábyrgð eigin flokks á því hvernig fór." segir Ómar Ragnarsson á bloggi sínu.

Nákvæmlega.

Til að uppræta spillinguna þarf að höggva að rótum hennar. Það gagnast engum að stinga á stökum kýlum.

Þess vegna á Alþingi nú að skipa enn eina rannsóknarnefndina og afnema fyrningarregluna fáránlegu. Í þeirri nefnd sitji sérfræðingar einvörðungu. Enginn þingmaður.

Sú nefnd rannsaki einkavæðingarferli bankanna gjörsamlega niður í kjölinn og dragi allt fram um þá  meintu spillingariðju sem þar fór fram. Hvað sem framsóknarmenn og sjálfstæðismenn segja.

Hætt er við að þá fái Landsdómur næg verkefni og að þar verði önnur nöfn nefnd en þau sem nú eru á allra vörum.

Við erum rétt að byrja!


mbl.is Ekki meirihluti fyrir rannsókn á einkavæðingu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Góð tillaga!

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 12.9.2010 kl. 15:25

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk

Björn Birgisson, 12.9.2010 kl. 15:28

3 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það er alveg stórfurðulegt að Jóhanna og Össur séu enn í ríkisstjórn -

Óðinn Þórisson, 12.9.2010 kl. 15:28

4 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn: Óháð færslunni þinni. Mér finnst skoðannakönnunin hjá þér, þ.e. spurningarnar svolítið villandi.

Er eðlilegt að draga fjórmenninganna fyrir landsdóm. ?. Ég segi já

Er eðlilegt að aðrir sleppi ? Hverjir aðrir ? Ég er allavega með nokkra í huga sem mér finnst að draga eigi til ábyrgðar. Þannig að ég segi nei.

En með því að segja nei ( við því hvort aðrir eigi að sleppa )í þessari könnun, er ég þá ekki að fría fjórmenningana ? þ.e. svona eins og könnuninni er stillt upp ?

Eða er ég að misskilja þetta ?

hilmar jónsson, 12.9.2010 kl. 16:36

5 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar minn, mest hissa var ég á að enginn skyldi hnjóta um þetta fyrr! Ég setti spurninguna vísvitandi svona fram, meðal annars til að sýna fram hvers konar skrípaleikur þetta mál er allt að verða. Hausinn skal höggvinn af fjórum einstaklingum, öðrum til viðvörunar, þegar morgunljóst er að fjölmargir aðrir eru sekir og sitja bara glottandi hjá!

Björn Birgisson, 12.9.2010 kl. 16:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (29.4.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602478

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband