Allt er gott sem endar vel

"Um 50 björgunarsveitarmenn leituðu að manninum í dag. Búið var að kalla út þyrlu Landhelgisgæslunnar, leitarhunda og setja björgunarsveitir á Vesturlandi í viðbragðsstöðu."

Eitt megum við Íslendingar eiga algjörlega skuldlaust. Það er viljinn til að hjálpa þegar samlandar okkar lenda í hremmingum til fjalla, sjávar og sveita.

Um leið og fréttist að einhvers sé saknað fer mikill viðbúnaður í gang. Fjöldinn allur af sjálfboðaliðum er alltaf tilbúinn að leggja á sig erfiði og raunir og setja sig í hættu við erfið skilyrði.

Mér létti gríðarlega þegar ég las hér á mbl.is að gangnamaðurinn hefði skilað sér til byggða heill á húfi og samgleðst honum og öllu hans fólki.

14 ára gamall var ég í göngum vestur á fjörðum, rammvilltist í niðdimmri þoku, þar sem skyggnið var kannski 10-15 metrar. Það var óþægileg upplifun.

Heim komst ég að lokum, eftir að hafa heyrt köll félaga minna og runnið á hljóðið.

Þetta rifjaðist upp fyrir mér í dag þegar fréttir bárust af týndum gangnamanni.

 


mbl.is Gangnamaðurinn heill á húfi
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Það er býsna villugjarnt á Skagaheiðinni í þoku, það þekkir undirritaður.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 12.9.2010 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband