Skuggalegt óréttlæti í uppsiglingu?

"Skýrsla þingmannanefndarinnar verður tekin fyrir á Alþingi í dag og í beinu framhaldi á að taka fyrir þingsályktunartillögur um ákærur á hendur ráðherrum."

Þetta mál á eftir að verða þinginu erfitt, enda svo óréttlátt og vitlaust að engu tali tekur. Að draga fjóra einstaklinga út úr pakkanum, sem voru á vaktinni við hrunið, en láta aðra sleppa vegna fyrningarreglna, er bara ekki boðlegt. Þaðan af síður er þessi Landsdómur boðlegur í nútíma samfélagi. Lögin um hann eru úrelt.

Þetta er farið að minna á galdrabrennur og ofsóknir miðalda.

Ef þetta er einhver snefill af réttlæti, þá kýs ég fremur það ranglæti sem fólgið er í því að gera ekki neitt. Snúa bara baki í fortíðina og stefna með góðum hug fram á veginn.

Til að kanna hug lesenda á þessari síðu setti ég, um hádegisbil í gær, í gang smá könnun á viðhorfum þeirra í þessu máli. Niðurstaðan er mjög afgerandi, en spurningin var auðvitað álíka heimskuleg og þingsályktunartillaga meirihluta þingmannanefndarinnar.

Spurt var:

Er rétt og sanngjarnt að draga nefnda fjórmenninga fyrir Landsdóm og láta alla aðra sleppa?
Já sögðu 22,8%
Nei sögðu 77,2%
153 svöruðu spurningunni.
Ég er viss um svipuð niðurstaða fengist í stórri könnun um allt landið.

mbl.is Ólga og hörð viðbrögð
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Björn minn ágætur! Þetta er að sönnu "hið versta mál" eins og nú er í tísku að segja enda aðdragndinn skelfilegri en orð fá lýst. Við skulum ekki draga fjöður yfir það að hér hefur ógæfa í tilliti fjárhagslegs niðurbrots af óþekktri stærð og umfangi sótt heim tugi þúsunda hamingjusamra og grandalausra fjölskyldna sem höfðu byggt upp líf sitt og afkomenda sinna af dugnaði og heiðarleika.

Ármenn stjórnsýslu þjóðarinnar fóru hamförum dagfari, náttfari og hvöttu þjóðina til dáða við að taka þátt í stóra ævintýrinu sem öll heimsbyggðin dáðist að ýmist eða öfundaðist yfir. Nokkur orka þessarar hiirðar heimsku og ógæfu fór reyndar í að hæla sjálfri sér fyrir framsýni og kjark til að skipuleggja tilkomumiklu ferð inn í hamingjulandið.

Við erum brotlent í brimskaflinum og nokkrir hafa misst lífið, óvíst hversu margir hafa gefist upp.

Það stendur til að draga til ábyrgðar fjóra af þeim fjölmörgu fulltrúum stjórnsýslunnar sem báru á þessu pólitíska ábyrgð.

Þetta er alltof lág tala. Er ég svona refsiglaður? Svarið er án umhugsunar Já, ef svona er spurt.

Ég neita að senda þau skilaborð til næstu stjórnvalda og komandi kynslóða að það sé allt í lagi þótt íslenskar ríkisstjórnir móki værðarlega á meðan þjófar og ræningjar láta greipar sópa á íslenskum heimilum og segji svo í svefnrofunum: Ja. hver fjandinn!

Ég vil ekki taka að mér að velja sökudólgana en ég vil heldur ekki láta kyrrt liggja vegna þess að það séu ekki líkur til að öllu réttlæti verði fullnægt. 

Árni Gunnarsson, 13.9.2010 kl. 10:40

2 Smámynd: Björn Birgisson

Árni Gunnarsson, takk fyrir þetta. Að sjálfsögðu virði ég þessar skoðanir þínar.

Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 11:30

3 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Takmarkanir Landsdóms eru t.d. þær að hann getur aðeins dæmt í því sem honum er sett fyrir af Alþingi.  Komi eitthvað fram við dómhaldið, sem bendir til sakar, hjá öðrum en hefur stöðu sakbornings fyrir dómnum, þá er hvorki dómnum sjálfum né saksóknara Alþingis, heimilt að kalla þann einstakling fyrir dóminn og dæma í máli hans. Til þess að svo geti orðið þarf Alþingi að flytja aðra þingsályktunartillögu og samþykkja hana.

 Verði t.d. Ingibjörg sakfelld, þá liggur það alveg ljóst fyrir að Össur Skarphéðinsson hafi gerst brotlegur í sömu atriðum og Ingibjörg mun hljóta sinn dóm fyrir, þar sem hann var staðgengill hennar.  Þrátt fyrir það, mun Össur að öllum líkindum sitja á þingi út þetta kjörtímabil og væntanlega þá sem ráðherra.

Komi eitthvað fram í Landsdómnum, sem bent gæti á vanrækslusakir Jóhönnu, vegna setu hennar í fjármálahópi ríkisstjórnarinnar, þá breytir það engu með það, að hún getur setið á þingi út þetta kjörtímabil, sem forsætisráðherra, ef hún kýs svo.

Rök Samfylkingarparsins í nefndinni, fyrir því að sleppa Björgvini við Landsdómi, eru líka afar hæpin.  Að ekki beri að kæra hann vegna þess að hann var hvergi og fékk engar eða rangar upplýsingar um stöðu mála.  Björgvin er sá eini þeirra er RNA lagði til að yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, sem hefur hreinlega beðið um verða kallaður fyrir Landsdóm.   Hvert er þá plottið að kalla hann fyrir Landsdóm?  Verði dómur Landsdóms byggður á þeim rökum eða lögum sem RNA, lagði til  að þrír ráðherrar, Geir, Árni Matt og Björgvin G.  yrðu kallaðir fyrir Landsdóm, þá sleppur Ingibjörg við dóm.  Eins og fólk kannski man, þá taldi RNA ekki grundvöll fyrir því að kalla Ingibjörgu og Össur fyrir Landsdóm, þar sem embættisskyldur þeirra, höfðu ekkert með bankana að gera.  

Björgvin mun svo sleppa, vegna þess að þegar Alþingi hefur afgreitt ákæruskjalið, þá verður ekki fleiri nöfnum bætt á það skjal.  Þá er allt eins líklegt að Björgvin mæti aftur til þingstarfa í byrjun október, með syndaaflausn frá Alþingi upp á vasann.

 Hvort sem að það hafi eitthvað eða ekkert með refsigleði að gera, þá eru pólitísk réttarhöld, afar slæmur kostur og í rauninni algjört tabú.   Að telja þessi réttarhöld nauðsynlegan þátt í uppgjöri við stefnu eins og markaðshyggju er hvílík firra og vitleysa og háttvirtum þingmanni Lilju Mósesdóttur, vart til sóma.  Uppgjör við pólitískar stefnur á ekki að fara fram í dómsölum.  Það eru kosningar á fjörgurra ára fresti, alla jafna, sem framkvæma slíkt uppgjör, séu kjósendur hverju sinni, hlyntir slíku uppgjöri.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.9.2010 kl. 18:25

4 Smámynd: Björn Birgisson

Kristinn Karl, þakka þér fyrir þetta ágæta innlit. Ertu búinn að kíkja í Gestabókina þína?

Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 19:16

5 Smámynd: Kristinn Karl Brynjarsson

Ég er búinn að kíkja í Gestabókina.  Þú er sá fyrsti sem ritar þar einhver orð.  En ég skil og virði afstöðu þína.  Ég hins vegar sanka að mér bloggvinum, til þess að fylgjast með umræðunni, hjá þeim pennum sem vekja athygli og aðdáun mína. Nenni ekki alltaf inn á aðalsíðu Moggabloggs til þess að rekast á umræður sem gaman er að taka þátt í.  Þannig að líklegast má segja að við notum leti okkar til hagsbóta, bara á sitthvorn háttinn.

Kristinn Karl Brynjarsson, 13.9.2010 kl. 19:38

6 Smámynd: Björn Birgisson

"Ég hins vegar sanka að mér bloggvinum, til þess að fylgjast með umræðunni, hjá þeim pennum sem vekja athygli og aðdáun mína"

Kristinn Karl, þá þarftu ekki mína bloggvináttu, en vertu alltaf velkominn á mína aumu síðu. Hefur þú nokkuð litið á www.blogg.gattin.is , þar er nú margt að sjá karlinn minn!

Björn Birgisson, 13.9.2010 kl. 21:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (17.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband