50 lambaskrokkar

"Tæplega 50 manna hópur ungra sjálfstæðismanna í Reykjavík hefur ákveðið að gefa sameiginlega kost á sér til ábyrgðarstarfa í Heimdalli."

Þetta eru fráfærar fréttir nú þegar standa yfir réttir í öllum landsfjórðungum. Hér er kominn 50 manna hópur ungmenna (lambakjöts) sem vill í ábyrgðarstörf fyrir Heimdall, sem er nú enginn venjulegur dallur, og láta gott af sér leiða fyrir land og lýð. Kannski meira gott fyrir suma en aðra, en látum það nú vera.

50 vel aldir Bónus hambograra skrokkar af malbikinu!

Þá þarf að draga liðið í dilka. Þórkötlustaðarétt í Grindavík mun henta því verkefni einkar vel. Lítil og nett rétt, þar sem saga sannra útvegsbænda leikur við hvern stein í hleðslunni, sem angar öll af sannri sögu venjulegra Íslendinga í baráttunni við brauðstritið.  Baráttunni um brauðið, eins og skáldið sagði.

Það mega þessi glæsilegu 50 ungmenni vita að þátttaka í stjórnmálum er í mörgum tilfellum vörðuð leið til slátrunar, eins og dæmin sanna.

Gott að lesa að æskan er kjörkuð og tilbúin að falla fyrir landið sitt.


mbl.is 50 manna sameiginleg framboð í Heimdall
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Núverandi forystufè er alla vega ekki á vetur setjandi.

Einar (IP-tala skráð) 14.9.2010 kl. 02:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband