Sanddæling til útflutnings?

Herjólfur siglir enn. Landeyjahöfn full af sandi sem ekki kann að hlýða og mun ekki hlýða næstu 1000 árin. Herjólfur siglir, fullur af ælu til Þorlákshafnar og heim aftur til Eyja með ekki minni ælu. Gríðarlegur munur að geta ælt í koju í sérklefa. Hópælingar á dekki eru ekki par skemmtilegar.

Snillingur heimsótti mig um daginn, þegar sandurinn var að yfirvinna hina verkfræðilegu snilld við hönnun Landeyjahafnar, þar sem menn gleymdu bæði eldgosahættunni og sandinum fyrir Suðurlandi. Ég lýsti sanddælingunni sem sandburði í botnlausri fötu fyrir hornið og reyndist hafa rétt fyrir mér.

Og hvað sagði snillingurinn? Bara þetta:

"Það er "metnaðarfullt" verkefni fyrir dæluskipið að hafa undan straumnum sem ber sandinn inn í höfnina.

Kannski er þetta hluti af okkar lofsverðu stóriðjustefnu?

Nú er bara að byggja fleiri svona hafnir þarna suðurfrá og fjölga dæluskipum að sama skapi.

Ekki megum við gleyma því hversu gífurlega verðmætur reynslusjóður er að skapast þarna.

Er ekki íslensk tækni við hin ýmsu séríslensku verkefni talin verðmæt til útflutnings?

Nú er bara að hafa hratt á hæli og stofna alþjóðlegt fyrirtæki:

Eyjafjallajökull Vulkan Green Energy, eða eitthvað í þá áttina."

Svona er Ísland í dag.

 


mbl.is Kojur brátt í notkun á ný
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

Þetta segir okkur bara einfaldlega það að skynsemin ræður engu á landi hér.

Jónas Jónasson, 15.9.2010 kl. 22:19

2 Smámynd: Björn Birgisson

Jónas, hertu upp hugann! Skynsemin hlýtur að ráða einhverju! Man ekki eftir neinu í svipinn, en er að hugsa!

Björn Birgisson, 15.9.2010 kl. 22:50

3 Smámynd: Grétar Ómarsson

Björn, hvað áttu við þegar þú segir Gríðarlegur munur að geta ælt í koju í sérklefa. Hópælingar á dekki eru ekki par skemmtilegar. 

Það er eins og þú hafir ekki oft ferðast með Herjólfi og vitir ekki mikið um hversu mikilvægt er að hafa kojur fyrir fólk sem er ekki beint sjóhraust.

Ekki get ég ímyndað mér að þú hafir þurft að ferðast milli lands og Eyja í vitlausu veðri með stóra fjölskyldu, en það munar öllu að hafa aðstöðu til að geta látið börnin sofa.

Annars er ég að reyna að botna restina af skrifum þínum en fæ lítið sem ekkert vit í minn litla koll út úr því.

Grétar Ómarsson, 16.9.2010 kl. 01:15

4 Smámynd: Björn Birgisson

Grétar Ómarsson, kærar þakkir fyrir innlitið! Ég hef aldei ferðast með Herjólfi. En njóti blessuð börnin alls hins besta, þeirra er framtíðin og að vinda ofan af vitleysu samtíðarinar.

Björn Birgisson, 16.9.2010 kl. 02:15

5 identicon

Mikið er gullfiskaminnið. Það er eins og aldrei hafi verið dælt sandi úr einni einustu höfn eða innsiglingu landsins. Hvað þá úr höfninni í Heymaey, hvar sanddæluskip átti búsetu um áratuga skeið frá þriðja eða fjórða áratug.

Vitleysa samtíðarinnar á Bakkafjöru er fyrst og fremst sú, að hafa ekki dælt í góðviðri sumarsins.

Jón Logi (IP-tala skráð) 16.9.2010 kl. 11:14

6 Smámynd: Marinó Már Marinósson

Mér fannst samt alltaf hálf skrítið að staðsetja höfnina svona nálægt Markarfljóti sem stöðugt er að flytja sand fram í sjó enda hlýtur sandurinn að berast fyrir vikið meira að höfninni en ella.

Hægt að sjá gamla mynd þegar byrjað var að byggja höfnina:

http://www.eyjar.net/skrar/image/10c0827cce00c152cb838ef00d4bd886/353d99c1656b2c87ddfa63ba67efee87_juli_2009.jpg

Ennfremur blogg Haraldar Sigurðar: http://vulkan.blog.is/blog/vulkan/entry/1092129/

Marinó Már Marinósson, 16.9.2010 kl. 12:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband