17.9.2010 | 20:06
Rammskakkir á kafi í átakinu "Allir vinna"
Við höfum hlutast til um að þeir fái áfallahjálp og það hefur verið sérfræðingur að störfum hér í dag, og mun verða næstu daga, að veita fólki nauðsynlega aðstoð" segir Skúli Eggert Þórðarson ríkisskattstjóri. Vonandi muni starfsmenn brátt ná jafnvægi aftur og átta sig á því að þeir beri ekki sök á þessu.
Ha?
Þetta snjalla plott gekk ekki upp eingöngu vegna græðgi plottaranna. Þeir gerðust allt of stórtækir, líklega vegna þess að þeir hafi verið rammskakkir af hassreykingum þegar þeir útbjuggu reikningana fyrir vinnuna sem aldrei var unnin. Ekki eitt handtak. Samt í átakinu Allir vinna!
Æi, gerist þetta nokkuð betra? Auðvitað gríðarleg vinna við að útbúa reikningana!
Annað. Allir vita að fyrirtæki landsins hafa bæði innskatt og útskatt í virðisaukanum. Hvað halda menn að miklum virðisauka sé hreinlega stolið framhjá eftir þeirri leiðinni. Ég veit um dæmi þess að mann með fyrirtæki langaði í fellihýsi. Auðvitað keypti hann það í gegn um fyrirtækið, en í bókhaldinu hét græjan "kerra til flutninga" eða eitthvað álíka. Hvað halda menn að margir stórir og dýrir flatskjáir hafi farið þessa sömu leið? Uppþvottavélar, sófasett og alls kyns glingur sem ég nenni ekki að telja upp. Milljarðar eru hafðir af ríkissjóði árlega eftir þessum farvegi.
Áfallahjálp á skattstofunum?
Er það ekki pínulítið fyndið? Ég sem hélt að þjóðin öll þyrfti áfallahjálp eftir stórfelldar skattahækkanir og verðhækkanir að undanförnu. Nei, hún fær enga áfallahjálp. Hún getur bara kyngt öllu og jafnað sig grátandi úti í horni. Skattstofurnar fá áfallahjálp vegna rammskakkra og útúrreyktra smákrimma úti í bæ sem gerðust of stórtækir! Æ, æ .................
Er ég nokkuð sá eini sem finnst þetta fyndið? Líklega, ég er svo skrýtinn!
Mér finnst að mbl.is eigi að skaffa öllum sem lesa þessa frétt áfallahjálp. Hún er bæði stórhættulega fyndin og fjallar á sama tíma um mannlega eymd og græðgi og vanhæfni skattakerfisins. Það var víst einhver bankamaður sem benti á plottið.
PS. Taktu þátt í könnun hér til vinstri!
Þrautskipulögð árás | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
oh nei, þú ert ekki einn. Líklega hefur kaffivélin aldrei bilað hjá þeim
Valgeir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 20:42
Valgeir, takk fyrir þetta!
Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 20:50
"Þarna er í fyrsta skipti, svo vitað sé, ráðist með mjög afgerandi hætti inn í fjárreiður ríkisins í því skyni að svíkja út fé" segir Skúli Eggert í fréttinni.
Hvar hefur hann alið manninn?
Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 20:53
Björn, takk fyrir þína færslu! ;)
En ein spurning vaknar... ósjálfrátt...
Ef starfsmenn skattstjóra eru svona sjokkeraðir... hmmm... Eru þeir kannski bara skíthræddir við að rannsóknin verði viðameiri, og að þeir hafi sjálfir eitthvað að fela?
Valgeir (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 21:38
Valgeir minn, ekki veit ég hvað olli allri sálarangist skattmannanna okkar! Þú nefndir kaffivélina. Kannski létu þeir gera við hana svart og það er nú aldeilis tilefni til áfallahjálpar frekar en uppáhellingar á sótsvörtu kaffi! Þakka þér innlitin!
Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 21:49
Sæll Björn, þetta er bara fyndið, og í mesta lagi hneyksli, að hlusta á skattrannsóknarstjóra bulla þetta, eins og þetta komi hrikalega á óvart og að menn þurfi á "Áfallaaðstoð" að halda, sem er fáráðnlegt, mðað við eins og þú segir að alþýða manna fær ekki þá aðstoð sem þeir sannarlega þurfa á að halda þegar að heilu hús þeirra eru tekin traustataki af bönkunum og fjöldskyldur þeirra senda út á götuna!!! Megi þetta hyski til fjandans fara !!!!
Guðmudur júlíusson (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 22:18
Guðmundur minn, þakka þér fyrir innlitið. Hvar er hatturinn!
Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 22:22
Maður ætti nú að skella sér niðreftir og fá ókeypis áfallahjálp ... ég meina ... ég er alveg í losti yfir þessu eins og starfsfólkið. Sit hér og skelf frá toppi til táar. Get ekki lengur einbeitt mér að neinu. Voru þetta ekki peningar þjóðarinnar sem þarna fóru í hundskjaft(a)? Þá hljóta allir að eiga rétt á að fá senda heim áfallahjálp. Hvar pantar maður? Veistu það Björn?
Hólímólí (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 22:27
Hólímólí, ég pantaði mína áfallahjálp í Ríkinu í dag. Hún svínvirkar! Er alla vega steinhættur að skjálfa!
Björn Birgisson, 17.9.2010 kl. 22:34
Nú er ég farinn að sjá röndótta ferninga. Ekki er það nú heilbrigt. Eins gott að þetta voru ekki fimm hundruð millur. Þá væri maður nú búinn að hringja á bíl.
Hólímólí (IP-tala skráð) 17.9.2010 kl. 23:17
Jahérna, eins gott að Svarti dauði hafi verið brjóstbirtunar virði Björn minn en án gríns, ríkið fær alltaf sitt að lokum, ekki satt, hvernig sem fer.
Guðmundur Júlíusson, 17.9.2010 kl. 23:33
Hér á undan kom hatturinn, kemur og fer eins og Össur utanríkisráðherra.
Guðmundur Júlíusson, 17.9.2010 kl. 23:34
Hjúkk, Hólímólí, þetta röndótta sem þú sérð eru væntanlega bara vonsviknir KR-ingar. Því fagnar þjóðin! Guðmundur Júlíusson, ríkið er alltaf svikið af öllum sem það geta gert, en gaman að sjá hattinn aftur! Ekki síður manninn sem hattinn ber! Er að vinna í eggjamálunum fyrir þig, minn kæri!
Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 00:31
Hvaða eggjamálum Björn ???
Guðmundur Júlíusson (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 01:11
Guðmundur Júlíusson, er gullfiskaminnið að fara með þig yfir móðuna miklu? Þú pantaðir egg hjá mér og vildir fá þau í brúnum poka. Sú mun verða raunin. Landnámshænurnar sem vinur minn keypti , og ég fjárfesti í með hlutafé, munu hefja varp um miðjan nóvember. Þá færðu þín egg í brúnum poka. Verði þau öll í klessu, skrifum við það á póstinn. Annars er ommeletta ekkert slæmur matur!
Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 02:17
Ég fékk stöðumælasekt í fyrradag og nú sit ég í losti og bíð eftir áfallahjálparteyminu ...vona að þau fari að koma!
corvus corax, 18.9.2010 kl. 07:02
Vakti óneitanlega athygli mína hversu "útúrskakkir hasshausar" voru sprækir til vits og vinnu. Óvenjulegt.
Erna Ólafsdóttir (IP-tala skráð) 18.9.2010 kl. 16:03
Takk fyrir öll innlitin!
Björn Birgisson, 18.9.2010 kl. 16:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.