19.9.2010 | 13:42
Alltaf að græða?
Formaður Framsóknarflokksins segir íslenska ríkið hafa sparað um 70 milljarða króna í vaxtagreiðslur vegna Icesave á meðan ósamið er við Breta og Hollendinga.
Haft var eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra í hollenska dagblaðinu De Telegraaf í gær að Hollendingar ættu að anda rólega, þar sem Íslendingar ætlaðu að standa við Icesave-skuldbindingarnar.
"Vextir voru alltaf vandamálið. Nú höfum við ekki verið að greiða vextina í tvö ár og því sparað um 70 milljarða," segir Sigmundur Davíð um ávinning þess að málið hafi dregist á langinn.
Er þá ekki best að draga málið út í hið óendanlega? Engar afborganir og engir vextir?
Ef ósamið er um afborganir af lánum falla þá vextirnir bara niður?
Öldungis heppilegt.
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 1
- Sl. sólarhring: 1
- Sl. viku: 2
- Frá upphafi: 602569
Annað
- Innlit í dag: 1
- Innlit sl. viku: 2
- Gestir í dag: 1
- IP-tölur í dag: 1
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Síðast voru vextir og háir að mati Sigmundar, Ögmundar, Bjarna og félaga.
Næst verður krafan um enga vexti.
Og forsetinn býður upp á þjóðaratkvæði um það.
Ætli framhaldið verði í þessum dúr?
Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 19.9.2010 kl. 14:02
Því ekki? Það væri eftir öðru.
Björn Birgisson, 19.9.2010 kl. 14:03
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.