Nú styttist í nótt hinna löngu hnífa í stjórnmálum landsins

„Fundurinn gekk bara mjög vel. Þetta var mjög málefnaleg og góð umræða," sagði  Magnús Orri Schram, þingmaður Samfylkingarinnar" eftir Kópavogsfundinn hinn síðari.

Nú styttist í nótt hinna löngu hnífa í stjórnmálum landsins. Þingmenn þurfa að skipa samherjum og vinum á sakamannabekk. Bekk sem ætti auðvitað að vera þéttsetinn öllum þingmönnum sem sátu á Alþingi, nokkrum árum fyrir hrunið mikla og þegar það varð og í millitíðinni.

Allur þessi málatilbúnaður er svo forkastanlegur að þjóðin verður að athlægi um allan heim og er nú nóg komið í þeim efnum. Að innleiða ákæruvald eftir flokkspólitískum línum er slík afbökun á lýðræði og réttlæti að annað eins hefur hvergi sést á byggðu bóli. Svona gera bara skrælingjar.

Það sárgrætilega og grátbroslega við alla þessa vitleysu er auðvitað það að nöfn Davíðs Oddssonar, Halldórs Ásgrímssonar og Valgerðar Sverrisdóttur eru ekki á lista væntanlegra sakamanna.

Ég vil ítreka að hver sá flokkur, eða flokksmaður, sem greiðir þessum ákærum atkvæði sitt, mun aldrei fá mitt atkvæði í kosningum. Hvorki á landsvísu, né í héraði.

Vona að fleiri hugsi á sömu nótum.

 

 


mbl.is Skiptar skoðanir um ákærur
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigurður Haraldsson

Sæll ég ítreka að hver sjá flokkur sem ekki greiðir þessum ákærum atkvæði sitt fær ekki atkvæði mitt meðan ég stend uppi!

Sigurður Haraldsson, 28.9.2010 kl. 00:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, ég virði þína skoðun.

Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 00:19

3 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Æ þetta er auðvitað kolbilað lið. Svakalega held ég að þeim langi að finna einhverja góða nefnd og svæfa máliðþ

Sigurður Sigurðsson, 28.9.2010 kl. 00:40

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sigurður, góður svefn í nefnd eða hjá SÞ skaðar engann!

Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 00:43

5 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Er það forsvaranlegt að saksóknari í þessu landi stilli sakamönnum upp í vini og óvini, vandamenn og fjarskylda? Auðvitað ekki! Hvernig þá í andskotanum dettur mönnum í hug að Alþingi geri það?

Alþingi á ekki að ákveða sekt fjórmenningana í umræðum á þinginu. Alþingi getur aðeins, eftir að tillaga um kæru fyrir Landsdómi hefur verið borin upp, samþykkt hana og látið Landsdóminn sjá um sekt eða sýknu.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2010 kl. 00:56

6 Smámynd: Björn Birgisson

Mér finnst gaman að velta vissum hlutum fyrir mér. Í þessari örstuttu færslu er ég með vísan í tvö ákveðin sagnfræðileg atriði, annað örlagaríkt innlent , hitt örlagaríkt í Evrópu.

Mér finnst gaman og gagnlegt að setja hlutina í sögulegt samhengi. Sérstaklega er svo ánægjulegt ef ég sé að lesendur mínir fylgja mér eftir og bæta við á þeim nótum.

Bæta um betur. Þess sakna ég.

Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 00:56

7 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

já þetta var eitthvað svo lýsandi myndin frá SÞ fyrir íslenska stjórnsýslu.

Sigurður Sigurðsson, 28.9.2010 kl. 01:07

8 Smámynd: Björn Birgisson

Axel minn Jóhann, er það misskilningur af minni hálfu að við höfum ekki verið sammála um þetta mál eða málsmeðferðina?

Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 01:08

9 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei.

Axel Jóhann Hallgrímsson, 28.9.2010 kl. 01:51

10 Smámynd: Björn Birgisson

Menn geta aldrei verið sammála um alllt. Kannski flest. Ekki allt. Það er í góðu lagi. Þannig á það að vera.

Björn Birgisson, 28.9.2010 kl. 01:59

11 identicon

Allir sem sátu á þingi 2008 eru óhæfir og ættu að sjá sóma sinn í að víkja af þingi. Finna sér aðra vinnu.

Ég rakst hér inn því ég hélt að hér væri kannski umræða um að komið væri að því að grasrótin risi upp í fjórflokk. Eins og gerðist í VG í gærkvöldi í Reykjavíkurfélaginu, þar sem varð hallarbylting. Líklega var það stuðningsfólk Ögmundar og Lilju Mósedóttur sem náðu yfirtökunum. Veitir ekki af að fá öfluga talsmenn alþýðunnar loksins með.

Rósa Halldórs (IP-tala skráð) 28.9.2010 kl. 06:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband