30.9.2010 | 18:53
Saharahöfnin
Herjólfur þarf að fara í slipp, meðal annars vegna skemmda sem orðið hafa á dýptarmæli ferjunnar, eins til að kanna botn skipsins eftir nokkuð tíð strönd í Landeyjahöfn.
Sandæluskipið Perlan er bilað, en erfitt er að nota það til dýpkunar á þessum árstíma því það getur ekki athafnað sig ef ölduhæð fer yfir einn metra. Eins meters ölduhæð og meira er frekar reglan en undantekningin á haust og vetrardögum, þegar hver lægðin rekur aðra við suðurströnd landsins.
Verið er að kanna hvort hægt er að fá skip erlendis frá til dýpkunar í Saharahöfn Íslands.
Hvað erum við búin að koma okkur í? Af hverju lætur sandurinn svona?
Saharahöfnin varð mislukkuðu skáldi að yrkisefni:
Fljúga hvítu fiðrildin
fyrir utan gluggann.
Þarna siglir sjaldan inn
sóma Herjólfs duggan.
Eins gott að ríkissjóður er barmafullur af fjármunum sem bíða þess eins að takast á við sandinn ódæla!
Herjólfur þarf að fara í slipp | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Jarðfræðingurinn snjalli, Haraldur Sigurðsson, sagði það bara tímaspursmál hvenær Landeyjarhöfn yrði nokkuð inni í landi, líkt og Pétursey. Jarðfræðingar hafa reyndar sérstakt tímaskyn; mæla tímann í öldum, árþúsundum og þaðan af lengri tímabilum.
Mér sýnist þó hafnargerðin bara hafa flýtt fyrir þessari þróun. Þarna verður komin hinn myndarlegasti sandkassi innan fárra ára. Köttum í nágrenninu eflaust til ómældrar ánægju!
Ybbar gogg (IP-tala skráð) 30.9.2010 kl. 20:17
Mér kæmi ekki á óvart, þótt dagarnir í Flotkvínni yrðu fleiri en einn.
Ætli sandurinn og jökulaurinn, sem skemmdi fóðringar og legur í sanddæluskipinu hafi engin áhrif á Herjólf, þegar hann hrærir í drullunni ?
Börkur Hrólfsson, 30.9.2010 kl. 20:20
Það er víst misskilningur að þarna sé sandur á ferðinni. Samkvæmt tilkynningum og fréttum frá Siglingastofnun er hér eingöngu um gosefni að ræða, ekki sand. Er það ekki huggun harmi gegn?
Það er ljóst að brimvarnagarðarnir geta aldrei gegnt öðru en hlutverki sandfangara á þessum stað, hvað sem öllum formúlum og öðrum pappírslausnum líður.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 30.9.2010 kl. 21:05
Ybbar gogg, sjáið þið enga möguleika á milli varnargarðanna? Ef settar væru upp geigvænlegar fuglahræður að vestan og austanverðu um það leyti sem höfnin fyllist af sandi, er ekki þá komið kjörlendi fyrir verndað varp?
Það að koma upp fallegum ungum í Sandeyjahöfn mundi réttlæta öll útgjöldin, svo gætum við keypt sandsíli erlendis frá frá fyrir afganginn!
Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 21:45
Þakka ykkur innlitin félagar! Vona að þau verði ekki fátíðari en siglingar Herjólfs inn í Saharahöfnina.
Björn Birgisson, 30.9.2010 kl. 21:48
Væri ekki táknrænt að breyta höfninni, þegar hún hefur fyllst af sandi, í þjóðargrafreit misheppnaða stjórnmálamanna?
Axel Jóhann Hallgrímsson, 1.10.2010 kl. 00:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.