1.10.2010 | 16:43
Björgvin ekki þingflokksformaður Samfylkingar
"Þórunn Sveinbjarnardóttir verður áfram formaður þingflokks Samfylkingarinnar en hún tók við því embætti þegar Björgvin G. Sigurðsson vék tímabundið af þingi í apríl."
Jæja, en nú er Björgvin G. Sigurðsson mættur til leiks að nýju og hann hefur ekki verið ákærður fyrir eitt eða neitt.
Af hverju fær hann þá ekki sömu stöðu og hann gegndi þegar hann fór í sína sjálfskipuðu útlegð? Hvaða skilaboð er Samfylkingin að senda þjóðinni?
Kannski vill Björgvin ekki leiða söfnuðinn eftir allt sem á undan er gengið, en ég efast um að honum hafi staðið það til boða.
Þór Saari formaður Hreyfingarinar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Hluti þingmanna sf vildi hann fyrir landsdóm - OG innan sf er engin sátt um endurkomu hans á alþingi -
Óðinn Þórisson, 1.10.2010 kl. 17:10
Áreiðanlega er það rétt hjá þér Óðinn.
Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 17:14
Hverju yrðum við bætt þótt allir slordónar frá landnámsmorgni til þessa dags yrðu dregnir fyrir dómstóla? Myndi ástandið eitthvað skána? Batnaði heimurinn eitthvað þegar Árni Mathiesen sneri sér að dýralækningum? Skánaði ástandið í borginni við það að kjósa trúða til að stjórna henni? Væri ekki best að reyna að sætta sig við ríkjandi ástand og horfa á björtu hliðarnar?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.10.2010 kl. 17:35
Ben.Ax., björtu hliðarnar skulu það vera! Veistu hvar þær eru?
Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 17:38
Er ekki gott veður í Grindavík?
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.10.2010 kl. 17:44
Hér er alltaf logn, það fer bara mishratt yfir.
Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 18:08
Horfðu á björtu hliðarnar,
hungursneyð er fjarri Íslandsströndum.
Horfðu á björtu hliðarnar,
heimsstyrjaldir verða í öðrum löndum,
svo vertu nú sæll.
Sverrir Stormsker
Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.10.2010 kl. 18:16
Ben.Ax., takk fyrir þetta. Mér líður strax betur og er búinn að fjárfesta í hluta af landnámshænsnakofa, þar sem eggjamarkaðurinn virðist blómlegur og líklegur til að fara vaxandi.
Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 18:47
Mér finnst, að fólk sem á ekki fyrir mat handa börnunum sínum ættu að hefja söfnun til að geta keypt veglega gjöf handa Björgvini, því að hann hefur gengið gegnum svo erfiða reynslu undanfarið, skv. viðtali hans við Stöð 2. En hann segir að það geri hann að betri manni, sem hlýtur að vera hughreysting fyrir fólk sem er að missa heimili sín og vinnu.
Vendetta, 1.10.2010 kl. 19:16
Vendetta, á þessari síðu er vissulega rúm fyrir gálgahúmor, en klárlega hefur Björgvin átt erfiða daga, á öðrum forsendum þó en margir aðrir.
Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 19:24
En vandamál hans er lúxuspróblem, þ.e. ekki raunverulegt vandamál. Tittlingaskítur miðað við það sem margir aðrir þurfa að ganga í gegnum. Hann er allt sitt á þurru, þótt hann hafi verið lækkaður í tign. Hann hefur vellaunað starf og ekki fer húsið hans á uppboð. Ég hef enga samúð með honum frekar en öðrum þingmönnum sem komast undan réttvísinni.
Ég er ekki að segja, að Björgvin sé sekari en ISG og Árni. Mér finnst hreinlega að það hefði átt að draga alla ábyrga ráðherra síðan um aldamót fyrir Landsdóm og dæma þá í 2ja ára fangelsi upp á vatn og brauð.
Vendetta, 1.10.2010 kl. 20:08
Með "ábyrga ráðherra", þá á ég við alla forsætis-, viðskipta- og fjármálaráðherra auk flokksformanna í öllum ríkisstjórnum síðan um og eftir aldamótin síðustu. Auðvitað eru margir alþingismenn líka sem voru ekki starfi sínu vaxnir, en Landsdómslögin ná aðeins til ráðherra.
Vendetta, 1.10.2010 kl. 20:14
Vanalegar leiðréttingar.
Það átti að standa: "Hann hefur allt sitt á þurru,...", en ekki "Hann er allt sitt á þurru,"
Vendetta, 1.10.2010 kl. 20:16
Samfylkingin er að verða eins og Sjálfstæðisflokkurinn. Hentu út einum spillingarsegg og þá kemur annar jafnvel enn verri í staðinn.
Þóhrun Sveinbjarnardóttir var ráðherra í hrunstjórninni og bar þá ábyrgð á gjörðum þeirrar ríkisstjórnar, þó Geir H.(run) Haarde og Ingibjörg Sólhrun Gísladóttir beri mestu ábyrgðina, sem hausarnir á þessu tvíhöfða skrímsli sem þá var við völd.
Theódór Norðkvist, 1.10.2010 kl. 21:53
Theódór, er nú ekki réttara að fara rétt með nöfn þessa fólks, þótt reiðin sjóði undir niðri?
Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 22:01
Oft er fólk kennt við það sem það stendur fyrir. Gunnar í Krossinum, Helgi í Góu o.s.frv. Ég er bara að fara aðeins lengra með þá reglu og taka afrekaskrána inn í nöfnin.
Theódór Norðkvist, 1.10.2010 kl. 22:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.