Uppboðshaldarar og fallaxarböðlarnir

Nú eru uppboðshaldarar á Íslandi uppteknustu menn landsins, rétt eins og fallaxarböðlarnir voru uppteknustu menn Frakklands í kjölfar stjórnarbyltingarinnar miklu, sem hófst árið 1789 þar í landi. Gott ef þeir unnu ekki á vöktum við sínar afhausanir í nokkur ár.

Hvernig væri að ríkisstjórnin færi að hlusta betur á og taka meira tillit til þess sem kemur frá Marinó G. Njálssyni og hans ágæta félagsskap, Hagsmunasamtökum heimilanna?

Fyrir hverja eru Marinó og félagar að vinna?

Fyrir hverja er ríkisstjórnin að vinna?

Ég held að allri þjóðinni finnist sem ríkisstjórninni þyki vænna um bankana og fjármálastofnanir en fólkið sem þetta land byggir. Því betur sem það kemur í ljós, því hryggari verður maður.

Svona á þetta ekki að vera!

Hvernig er hægt að láta sér eitthvað annað koma til hugar þegar til dæmis stefnir í 450-500 uppboð á Suðurnesjum einum saman á þessu ári? Það jafngildir uppboði á þokkalegu bæjarfélagi við sjávarsíðuna í heilu lagi!

Hvað er uppboð á húsi einnar fjölskyldu?

Það er uppboð á heiðarlegum svita þess sem byggði sér hreiður fyrir ástina sína og ungana. Uppboð á ómældri vinnu, bakverkjum, andvökunóttum, milljón handtökum, vonbrigðum, fórnum og síðan gleðinni sem fylgir því að flytja loksins inn í sitt eigið kot.

Þessi hrina uppboða er jafnvel ljótari leikur gagnvart þegnum þessa lands, en rán útrásarvíkinganna úr fjárhirslum bankanna.

Þeir stálu þó bara peningum.

Uppboðin stela og spilla sálum fullorðinna og barna, sjálfsvirðingu heillar kynslóðar og eru þessari þjóð, öllu heldur stjórnvöldum hennar, til háborinnar skammar.

Ef þessum ljóta leik verður ekki hætt snarlega, þá verður hér allt vitlaust.

Ef ríkisstjórnin stoppar ekki þessi óhæfuverk, þá á hún engan tilverurétt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Sammála og rúmlega það.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 1.10.2010 kl. 19:10

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir það Benedikt Jóhannes Axelsson. Þú sérð þá um þetta rúmlega!

Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 19:32

3 identicon

Það er greiðsluaðlögun í boði. Fólk getur samið um að vera í sínum húsum og afskrifa skuldirnar niður í verðmæti eignanna. Sumir virðast ekki vilja fara þá leið.

Íslendingar eru hópsál og hafa alltaf verið hópsál. Áður fylgdu þeir FLokknum í blindni og tóku þátt í mesta eyðslufylliríi sögunnar.

Nú þegar timburmennirnir gera vart við sig, lætur hópsálin Útvarp Lygasögu stjórna sér. Þar er alið á hatri á stjórninni.  Á útvarpsstöðinni var fólk hvatt til að míga í vatnsbyssu og sprauta hlandinu á þingmennina. Í dag heyrði ég mann biðja vinnufélaga sinn um riffil því hann ætlaði að skjóta Jóhönnu og Steingrím.

Ekki er lengur hægt að fá 200 milljarða á ári að láni erlendis og setja í hagkerfið. En hópsálin getur ekki horfst í augu við raunveruleikann og kennir þeim sem eru að reyna sitt besta um ófarir sínar.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 19:50

4 Smámynd: Björn Birgisson

Sveinn, þú ert væntanlega að tala um útvarpsstöðina sem mældi Hreyfinguna og Hægri Græna samtals með 57,6% fylgi fyrir nokkrum dögum. Það hlýtur að vera merkileg stöð.

Auðvitað er eitt og annað í boði, en það bara dugar ekki.

Fjöldi uppboðanna ber því vitni.

Björn Birgisson, 1.10.2010 kl. 20:04

5 identicon

Hvers vegna vill fólk ekki greiðsluaðlögun? Hefur það verið kannað? Líklega telja margir borga sig að hætta að borga.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 20:14

6 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sveinn hefur þú skoðað greiðsluaðlögunarferlið.

Veðsetning 110% 

borgar ca 8000 kr af milljón

Viðkomandi eignast aldrei neitt í eigninni.

Fasteignaverð fer lækkandi sem þýðir að veðsetning verður komin í 140 % á einu ári.

Lántakin er að greiða mun hærri afborganir en ef hann færi á leigumarkað. 

Viltu ekki bara skjóta mig strax því þetta úrræði er algert bull.

Ævilangt skuldafangelsi.

Sigurður Sigurðsson, 1.10.2010 kl. 22:02

7 identicon

Ævilangt skuldafangelsi eða að hætta að borga og láta draslið fara á uppboð. Við þessar aðstæður er best fyrir marga að hætta að borga. Henda ekki meira fé í hítina. Uppboðin eru því ekki endilega það versta. 

Vandinn liggur í því, að fólk var að kaupa eignir á allt að 90% lánum á toppi mestu fasteignabólu sögunnar. Það er útilokað annað en fólk tapi eiginfé sínu. Eignir höfðu þrefaldast í verði. Hver gat verið öruggur um að eignir færu ekki að lækka eftir svo miklar hækkanir? Það fyrsta sem hverfur við lækkun er eignféð.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 23:09

8 Smámynd: Sigurður Sigurðsson

Sveinn þó að eign fari á uppboð þá er málinu ekki lokið. Kröfuhafar geta haldið eftirstöðvum vakandi fram á grafarbakkann. Það er ævilangt skuldafangelsi.

Sigurður Sigurðsson, 3.10.2010 kl. 03:01

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (27.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku:
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku:
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband