Á komandi þingi ræðst hvort Ísland á sér framtíð eða bara fortíð

"Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, segist telja, að fólk sem mótmælti á Austurvelli í dag sé að biðja um aðgerðir vegna skuldavanda frekar en nýjar þingkosningar."

Ég er sammála Steingrími. Kosningar nú myndu engu breyta. Aðeins tefja fyrir úrlausnum. Höfum í huga að stjórnarandstaðan hefur ekki viðrað neinar lausnir, umfram þær sem komið hafa fram hjá stjórnarliðinu. Kosningar að ári væru kannski skynsamlegur kostur, reyndar eftir því hvernig gengur að hjálpa venjulegum borgurum þessa lands og koma hjólum atvinnulífsins á hraðara skrið.

Á komandi þingi ræðst hvort Ísland á sér framtíð eða bara fortíð.

Augu þjóðarinnar mæna að Alþingi og sérhver skrípauppkoma þar í vetur verður fordæmd. Nú skulu þessir 63 fulltrúar allir sem einn einhenda sér í að vinna fyrir þjóðina sína.

Geri þeir það ekki hrynur lýðveldið Ísland þegar æstur múgurinn yfirtekur Stjórnarráðið og Alþingishúsið, væntanlega á einhverjum tímapunkti þegar lögreglumenn þjóðarinnar sannmælast um að vera í kaffipásu.

Valdið liggur allt hjá þjóðinni.


mbl.is Óánægja vegna skuldavanda
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hafðu ekki svona miklar áhyggjur af uppboðunum Björn minn.

Þeir sem eru að missa eignirnar á uppboð núna eru líklega þeir skynsömustu. Þeir hafa strax hætt að borga. Þeir hafa getað notað tímann frá hruni til að safna í sjóði eða hafa eytt kaupinu í þarfir fjölskyldunnar í stað þess að henda meira fé í yfirskuldsetta fasteign.

Hinir sem hafa haldið áfram að borga, eiga ekkert í eigninni þrátt fyrir allar greiðslurnar. Þeir hafa hent launum sínum á bálið í tvö ár og jafnvel séreignasjóði og öðrum varasjóðum.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 23:32

2 identicon

Vandamálið er Björn að núverandi ríkisstjórn er ráðþrota. Steingrímur viðurkennir það í þessu viðtali og upplýsir að það á ekkert að gera fyrir þessar fjölskyldur sem munu missa heimili sín á næstu dögum og misserum. Steingrímur og Jóhanna ætla að láta AGS og bankana ráða þessu og horfa aðgerðarlaus upp á þessar fjölskyldur bornar út úr húsum sínum.

Það er ótækt að hafa fólk við stjórn sem lætur slíkt viðgangast í ljósi þess sem á undan hefur gengið og þess forsendubrests sem varð þess valdandi að þetta fólk lenti í vandræðum.

Þess vegna er ég þér ósammála, allt er betra en þessi vanhæfa ríkisstjórn sem er ekkert að gera og það sem verra er ætlar ekkert að gera.

Að koma síðan fram fyrir alþjóð og biðja um frið og tíma til að halda áfram að gera ekki neitt er síðan hámark ósvífninnar.

Má ég þá frekar biðja um nýjar kosningar, nýja flokka og nýtt fólk, þó það taki einhverja mánuði.

Hvaða máli skipta einhverjir mánuðir til eða frá, ríkisstjórnin er hvort sem er ekkert að gera og ætlar ekki að gera neitt.

Nonni Pé (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 23:34

3 identicon

Vandinn liggur ekki í "forsendubresti". Fólk var að kaupa eignir á allt of háu verði. Lækkun var óhjákvæmileg, enda hafði fasteignaverð þrefaldast á fáum árum.

Doddi (IP-tala skráð) 1.10.2010 kl. 23:46

4 identicon

mikið er ég ósammála þér Sveinn

ég kaupi mína íbúð á 10M átti  átti 4M eða 40% þetta var árið 2003 eða4

núna er lánið í 12M+ (sem ég hef alla tíð borgað af þó svo að ég var jafnt og þétt að eiða mínum sparnaði í það)

ég var alltaf með góð laun og gat lagt fyrir en ég veiktist illa 2005 og s´´iðan þá hef ég verið með 178kr á mán áður en ég veiktist var ég að borga 200Þ+ á mán í skatta

ég var svo heppin að ég átt fyrir fargjaldi til 3ja heims lands þar get ég lifað af og haldið áfram að borga annars yrði ég gjalþrota flótlega

VANDINN ER FORUSTUBRESTUR EKKI AÐ FÓLK ER FÍFL 

þessi stjórn er að gera sömu vitleysuna og síðasta stjórn 

síðasta stjórn lækkaði skatta á þenslutímum

þessi er að hækka skatta á samdráttartímum 

þetta eru sömu vitleysurnar bara sitthvor hliðin á penignum

með kveðju úr 3ja heiminum 

kem til  baka þegar ég  get lifað á Íslandi

Magnús Ágústsson

Magnús Ágústsson (IP-tala skráð) 2.10.2010 kl. 07:19

5 Smámynd: Óðinn Þórisson

Það kemur í ljós á næstu vikum hvort við eigum einhverja framtíð eða ekki - ríkissjtórnin hefur enn ekki leyst skuldavanda heimilanna - skjaldborgin þeirra um heimilin varð að gjaldborg - ef engin breyting verður á atvinnustoppstefnu ríkisstjórnarinnar er ekkert annað en að koma sér héðan -
en björn þú svarar ekki minni spurningu sem ég spurði þig á bloggsíðu minni í gær - styður þú þessa ríkisstjórn -

Óðinn Þórisson, 2.10.2010 kl. 13:15

6 Smámynd: Björn Birgisson

Búinn að svara þar.

Björn Birgisson, 2.10.2010 kl. 14:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband