2.10.2010 | 18:25
Sögðu 10-15 þúsund upp?
Staksteinar Morgunblaðsins, málsgagns Sjálfstæðisflokksins og LÍÚ, upplýsa lesendur í dag um að hundruð manna hafi gengið úr Samfylkingunni að undanförnu, en geta ekki heimilda frekar en fyrri daginn, þegar Samfylkinguna eða VG ber á góma.
Frábært að Morgunblaðið skuli nú vera búið að ná góðum tökum á tölfræðinni, hvort sem það lýgur þessu eða ekki. Ekkert veit ég um það. Ég veit hins vegar að "hundruð manna" er all nokkur fjöldi í fámennu landi, hvað þá í 25-30% stjórnmálaflokki.
Það var nefnilega þannig að þegar Davíð Oddsson, einn umdeildasti maður landsins, tók við ritstjórninni í Hádegismóum, urðu langmestar annir í áskriftadeildinni, annir sem féllu í grýttan jarðveg útgefenda blaðsins. Skiljanlega.
Margir spurðu um fjölda þeirra sem kvöddu blaðið og fóru. Morgunblaðið þagði alltaf þunnu hljóði um það, enda fjöldinn áreiðanlega óásættanlegur fyrir blaðið og fjárhag þess.
Nú liggur beinast við að nota þá taktík sem til dæmis Agnes Bragadóttir og Morgunblaðið hafa kennt þjóðinni. Hún kristallast í þessu:
Samkvæmt áreiðanlegum heimildamönnum, sem kusu nafnleynd, hafa BB Fréttir rökstuddan grun um að 10-15 þúsund áskrifendur hafi yfirgefið Morgunblaðið þegar Davíð Oddsson var ráðinn ritstjóri þess. Samkvæmt sömu heimildum mun fjárhagur blaðsins standa á algjörum brauðfótum. Jafnvel svo alvarlegum að stutt gæti verið í hrun númer tvö.
Kannast menn við stílinn?
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Svokallaður Mognesar stíll
Axel Jóhann Hallgrímsson, 2.10.2010 kl. 22:08
Já kanski það sé ekki alvarlegra að segja sig úr Samfylkinguni en að segja upp dagblaði. Dreymi ikkur vel strákar mínir.
Eyjólfur G Svavarsson, 3.10.2010 kl. 17:02
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.