3.10.2010 | 23:43
Sigmundur Ernir skenkir í glösin
"Í bréfi til fjölmiðla í kvöld kveðst Sigmundur Ernir í þessu efni horfa sérstaklega til Heilbrigðisstofnunar Þingeyinga."
Ég sem hélt að Sigmundur Ernir væri alltaf í golfi. Dæmigerður kjördæmapotari að vakna til lífsins af löngum dvala, nú þegar haustar að á golfvöllum landsins.
Nú stendur fyrir dyrum að stoppa upp í fjárlaga gatið með steindauðum Íslendingum, þegar heilbrigðiskerfinu okkar hefur verið rústað með niðurskurði í boði stjórnvalda.
Gott að vita til þess að Sigmundur Ernir veit af því.
Hann getur alltjént séð um veitingarnar í erfidrykkjunum og dreypt á veigunum til að samhryggjast hinum föllnu atkvæðum.
Vill fund um niðurskurð | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (21.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
Björn, Útvarp Saga vill þessa Ríkisstjórn BURT, Ú. S. vildi líka síðustu stjórn burt, það gekk eftir.
Gleymdi að segja þér Björn minn, ef Ríkisstjórnin stendur sig ekki, þá er Ú. S. í stjórnarandstöðu.
Aðalsteinn Agnarsson, 4.10.2010 kl. 00:03
Þú segir fréttir Aðalsteinn. Er þetta ÚS dæmi einhver hæstiréttur um ríkisstjórnir hérlendis?
Því fer svo fjarri að það hálfa væri hellingur.
Tekur þú þátt í svona loddaraleik, sjálf hafsins hetja?
Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 00:09
Sigmundur reddar þessu örugglega "á einu augabragði"
Haraldur Hansson, 4.10.2010 kl. 00:14
Reddar hverju, Haraldur minn?
Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 00:16
Redda Heilbrigðisstofnun Þingeyinga. Koma í veg fyrir að "niðurskurður kippi fótunum undan rekstri stofnunarinnar". Það er jú umkvörtunarefnið í fréttinni sem þú ert að blogga um.
Haraldur Hansson, 4.10.2010 kl. 00:21
Fyrirgefðu, Haraldur, ég misskildi þetta öfugt eins og kerlingin sagði forðum, ég hélt að þú ættir við drykkina. Minn vanþroski, ekkert annað.
Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 00:26
Þú þarft nú að hlusta Björn, til að geta dæmt.
Aðalsteinn Agnarsson, 4.10.2010 kl. 00:39
Aðalsteinn, hvernig hlustar maður á falsaðar skoðanakannanir?
Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 00:42
Þetta er einhver vitleysa, Björn minn, þetta skýrist vonandi.
Aðalsteinn Agnarsson, 4.10.2010 kl. 00:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.