Er ekki hægt að stöðva þessa vitleysu?

Ákæruferlið á hendur Geir H. Haarde fyrrverandi forsætisráðherra er nú formlega hafið.

Ingibjörg Benediktsdóttir forseti Hæstaréttar verður forseti landsdóms og síðastliðinn þriðjudag sendi hún Geir bréf með formlegri tilkynningu þess efnis að Alþingi hefði ákveðið að höfða á hendur honum mál fyrir landsdómi vegna meintra brota á lögum um ráðherraábyrgð. Búist er við að málsmeðferðin vegna málareksturins taki á annað ár.

Á annað ár? Og meirihluti hæstaréttardómaranna tepptur í þessu eina máli og kemur ekki að öðrum málum á meðan. Rétt eins og á þeim bænum séu ekki næg verkefni framundan.

Hvað heldur fólk að þessi endaleysa kosti?

Á Geir svo ef til vill rétt á skaðabótum verði hann sýknaður eins og flest bendir til?

Er ekki einhver fær leið til að stöðva þessa hræðilegu vitleysu? 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eigum við að semja Björn, ESB umsóknin verði dregin til baka geng því að Alþingi endurskoði ákærur á hendur Geir og setji þess í stað á fót Sannleiksnefnd að tillögu Benedikts Sigurðarsonar frá Grænagarði í Mývatnssveit

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 4.10.2010 kl. 13:24

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Björn: Hvaða vitleysu ? Eina vitleysan sem ég sé er að Björgvin Árni Matt og Ingibjörg skuli ekki sæta sömu ákærum.

Stóð ekki til að gera upp hrunið og draga þá til ábyrgðar sem sök bera ?

Auðvitað eiga Davíð og Halldór að vera með í þessari ákæru og ef til vill opnast leiðir til þess í kjölfar yfirheyrslu á Geir.

Hvað er málið ?

hilmar jónsson, 4.10.2010 kl. 13:26

3 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, ég held að ESB umsóknin verði ekki dregin til baka úr þessu.

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 13:30

4 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ég þekki þínar skoðanir á þessu máli og þú mínar. Er það ekki nóg?

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 13:33

5 Smámynd: hilmar  jónsson

Jú, sennilega meira en nóg Björn......

hilmar jónsson, 4.10.2010 kl. 13:34

6 Smámynd: Björn Birgisson

Hilmar, ertu ekki stilltur í kvöld?

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (4.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband