Bastillukvöld í uppsiglingu á Austurvelli?

"Lögreglan lét smíða girðinguna hér á landi fyrr á þessu ári, sem er sérhönnuð til að nota í mótmælaaðgerðum. Er girðingin smíðuð að erlendri fyrirmynd. Ákveðið var fjárfesta í girðingunni eftir mótmælin sem brutust út í janúar í fyrra."

Það er í raun sorglegt að lesa um að girðing hafi verið reist við Alþingishúsið. Ef til vill er það nauðsynleg varúðarráðstöfun. Það á eftir að koma í ljós. Hún gæti reynst tvíeggjað sverð í baráttunni fyrir friði og öryggi.

Hins vegar er það borðliggjandi að girðingin mun auka löngun þeirra, sem alltaf ganga lengst í mótmælum og breyta þeim í skrílsmennsku, til að brjóta og bramla og gera allt vitlaust á Austurvelli í kvöld. Fáeinir mótmælendur mæta til þess eins, grímuklædd dusilmenni, á meðan fjöldinn heldur að mestu ró sinni.

Hugsanlega verður þessi girðing til þess að kylfur fari á loft í kvöld og táragasi verði beitt, sem og öðrum meðulum sem lögreglan ræður yfir, en fólki verður verulega meint af, andstætt öðrum meðulum.

Ég er skíthræddur um að upp úr sjóði í kvöld, reyni þó að vona hið besta, en óttast hið versta.


mbl.is Girðing um Alþingishúsið
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnar Heiðarsson

Er hugsanlegt að mótmælin yrðu friðsamari ef engin lögregla væri sjáanleg og engin girðing. Það er erfiðara fyrir þá sem nýta sér mótmæli til fantaskaps og ofbeldis að gera slýkt ef ekkert er að ráðast á.

Það er ljóst að mjög fámennur hópur stendur fyrir ofbeldinu, hins vegar er auðvelt að draga fleiri með, sérsaklega ef upp úr sýður. Ég óttast að það muni ske í kvöld en vona þó það besta.

Gunnar Heiðarsson, 4.10.2010 kl. 19:41

2 Smámynd: Björn Birgisson

Takk fyrir þetta, Gunnar Heiðarsson. Vona líka það besta.

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 20:04

3 identicon

 Bara til gamans

41.462 hafa nú fengið boð um að mæta á Austurvöll á Fésbókinni

88,8 % svara ekki áskorun eða ætla ekki að mæta

6,5% ætla að mæta 

4,7 % mæta kannski 

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 4.10.2010 kl. 20:33

4 Smámynd: Björn Birgisson

Jón Óskarsson, hvað mættu margir?

Björn Birgisson, 4.10.2010 kl. 22:56

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband