Kreppan er enn ágætlega spræk

Samkvæmt grein á vef Hagsmunasamtaka heimilanna stefnir í að 73 þúsund íslensk heimili verði eignalaus í árslok 2011. Stjórn samtakanna ræðir aðgerðir til bjargar heimilunum við ráðherra í dag.

73 þúsund heimili? Ef við gefum okkur að þrír séu heimilisfastir á hverju þeirra, er um að ræða 219 þúsund manns, eða rúmlega tvo þriðju hluta þjóðarinnar, sem eiga að sitja eignalausir í húsnæði sínu eftir rúmt ár.

Getur þetta verið rétt?

Fyrir nokkrum dögum var verið að slá því fram að kreppan væri búin.

Mér sýnist hún eiga langa lífdaga fyrir höndum. 


mbl.is Verða 73 þúsund heimili eignalaus?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hér er engin kreppa. Hér er bara verið að fremja óforskammaðasta rán Íslandssögunnar. Allar eigur þjóðarinnar eru að færast yfir í hendur örfárra með grímulausri eignaupptöku.

Hólímólí (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 11:00

2 identicon

Takk fyrir 4flokkar, hvernig getum við þakkað ykkur fyrir.

Við eigum að vera þakklát, kannski detta matarafgangar og aurar af borði alsnægta hjá elítu og stjórnmálamönnum, þá fáum við að borða.
Guddi blessi Ísland

doctore (IP-tala skráð) 6.10.2010 kl. 11:12

3 Smámynd: Óskar Arnórsson

... það eru menn að að ræna bankanna á hverjum degi og fólk gerir ekkert. Til þess eru tvær ástæður. Fólk skilur ekki hvernig ránið er framkvæmt. Seinni ástæðan er að yfirvöld hafa gefið leyfi á ránið. Og af því að það er lýðræði er bara að sætta sig við það. Hroðalegt þegar fólk byrjar að streyma út á land og veiða kindur í matinn...við skulum bara vona að fólk bíði ekki svo lengi að það fari að éta þær með ullinni...

Óskar Arnórsson, 6.10.2010 kl. 11:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband