11.10.2010 | 14:51
Kannabis hringrásin
"Sextán gróðurhúsalömpum var stolið úr gróðurhúsi gróðrarstöðvar við Bröttuhlíð í Hveragerði nú um helgina."
Það virðist vera gríðarmikil gróska í kannabis ræktuninni um þessar mundir. Lögreglan er stöðugt að finna ræktunarstöðvar og eru fréttir af slíkum fundum orðnar mýmargar á árinu.
Viljinn til að halda áfram að rækta er vissulega til staðar. Það sannar þetta innbrot. Þessum 16 lömpum er ekki ætlað að verma og lýsa á tómata og gúrkur.
Þetta er orðin nokkurs konar hringrás. Því fleiri ræktunarstaði sem lögreglan finnur og upprætir, þeim mun tíðari verða þessir lampastuldir.
Eru þessi gróðurhús ekki með nein öryggiskerfi? Þarf ekki að skylda eigendur þeirra til að hafa slík kerfi? Gera þannig þessum "hobbý" ræktendum erfiðara fyrir að útvega sér þessa lampa í skjóli nætur.
Nú þurfa starfsmenn Orkuveitunnar að fylgjast vel með.
Hvar eykst orkunotkunin mest á næstunni?
Þar gætu lamparnir verið og eitthvað fleira sem lögreglan vill gjarnan finna.
Svo heldur hringrásin bara áfram!
16 gróðurhúsalömpum stolið í Hveragerði | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.