Drottinn gaf og Drottinn tók

"Fyrrverandi framkvæmdastjóri Hvítasunnukirkjunnar, Jón Þór Eyjólfsson, hefur viðurkennt að hafa dregið að sér 25 milljónir króna í starfi frá árinu 2004 og til ágústloka 2010. Tildrög málsins eru nýleg athugun en hún leiddi í ljós að verulega fjármuni vantaði í sjóði Hvítasunnuhreyfingarinnar."

Hvað er eiginlega að hjá kristnum mönnum?

Hér hefur Jón Þór Eyjólfsson viðurkennt að hafa stolið 3-4 milljónum á ári frá 2004, eða sem nemur 300-400 þúsundum á mánuði. Var hann ekki á ágætu kaupi fyrir? Hvað varð til þess að guðsmaðurinn meinti féll fyrir freistingum? Skuldir vegna húsnæðis kaupa eða byggingar? Eitthvað annað? Hver var hvatinn til afbrota guðsmannsins meinta?

Íslenska þjóðkirkjan hefur heldur betur staðið í stórræðum og sjálfur biskupinn stendur höllum fæti samkvæmt könnunum og yfir 70% þjóðarinnar vilja aðskilnað ríkis og kirkju. Af hverju?

Kaþólska kirkjan, vítt um veröldina, á undir högg að sækja vegna margítrekaðra ásakana um fjármálahneyksli og kynferðisafbrot kufl og hempuklæddra starfsmanna sinna.

Drottinn gaf og Drottinn tók.

Gaf hvað? Og tók hvað?

Er ekki eitthvað að í henni Kaupmannahöfn?

 

 


mbl.is Viðurkennir fjárdrátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jónas Jónasson

meira ruglið!

Jónas Jónasson, 11.10.2010 kl. 23:08

2 identicon

Best er að stunda sína trú milliliðalaust.  Þá þarf ekki að borga tíund.

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 11.10.2010 kl. 23:14

3 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Góðir fjársvikamöguleikar á meðan þeir buðust.

Miklu stærri fjársvik í boði hins opinbera eru enn í gangi. Fjársvikarusl fjórskipta einflokksins er enn eftir tuttugu ára stjórn í mestu fjársviksvindli þessa rusls í mennta- og heilbrigðis svikamyllum skattgreiðenda. Gígantískur ruslahaugur er á vegum skattgreiðenda í boði hóruklúbbs fjórskipta einflokksins. Amen og kúmen.

Baldur Fjölnisson, 11.10.2010 kl. 23:53

4 Smámynd: Rauða Ljónið

Björn heldurðu að hann hafi verið að safna fyrir minningar reyt fyrir okkur og Guð í fríi.?

Kv. Sigurjón

Rauða Ljónið, 12.10.2010 kl. 00:25

5 identicon

Æ am not fatting how somvon can stíl all this moní for só long tæm viðát getting kougt. Xskjús mæ english.

Hólímólí (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 01:04

6 identicon

Thegar starf allra presta og allra óheidarlegra stjórnmálamanna byggist 100% á blöffi:  Ad thykjast vera ad vinna fyrir heildina en í raun vinna eingöngu fyrir sérhagsmuni..... thá er stutt í svindlid.

Skattgreidendur borga hús, íbúdir og bíla presta (blöff er theirra starf) (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 04:46

7 identicon

Kirkjan stal þessum peningum fyrst.. það er mælikvarði á andlegt ástand meðlima söfnuða.. að skoða hversu margar milljónir kirkjan hefur sogað til sín ur vösum þeirra

DoctorE (IP-tala skráð) 12.10.2010 kl. 07:30

8 Smámynd: Baldur Fjölnisson

Heiladauðasta botnskrap íhalds og framsóknar var skipulega sett yfir mestu fjársvikamöguleika úr ríkissjóði í tuttugu ár. Árangurinn blasir við, ótrúlega ofurmettaður fjársvikaruslahaugur en hórudrasl fjórskipta einflokksins og ruslveitur ræða það ekkert.

Baldur Fjölnisson, 15.10.2010 kl. 00:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (19.5.): 1
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 602487

Annað

  • Innlit í dag: 1
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 1
  • IP-tölur í dag: 1

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband