Afstaða Íslands til Kína einkennist af tvöfeldni

"Ég hef látið þá skoðun í ljós að ég tel að íslensk stjórnvöld ættu að krefjast þess að Liu verði látinn laus," segir Árni Þór Sigurðsson formaður utanríkismálanefndar Alþingis.

Afstaða Íslands til Kína einkennist af tvöfeldni. Við viljum eiga samskipti við þá til að þjóna okkar eigin hagsmunum, vitandi fullvel að mannréttindabrot eru þar daglegt brauð.

Svo fær einn Kínverskur karl friðarverðlaun Nóbels, en svo illa vill til að hann er í fangelsi vegna skoðana sinna og skrifa.

Þá fara einhverjir hvuttar að gelta á Alþingi Íslendinga.

Hvað með alla hina samviskufangana, sem skipta kannski þúsundum þar eystra? Öllum er skítsama um þá að því er virðist.

Smávægilegt gjamm frá Íslandi mun aðeins koma Kínverjum til að brosa. Þeir vita að það skiptir engu máli og er meira sett fram af yfirborðsmennsku en djúpri sannfæringu.


mbl.is Fundað um friðarverðlaun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Menn vilja helst ekki styggja þá sem gætu orsakað gróða, hvort sem það er gróði í þessu lífi.. eða í því næsta.
Menn bara leggjast undir hvað sem er ef gróði er mögulegur.. eða jafnvel algerlega ómögulegur eins og það að fá borgað eftir dauðann.
Gróðinn fær menn til að horfa í aðra átt, ekki sjá hrylling og voðaverk :)

doctore (IP-tala skráð) 13.10.2010 kl. 11:58

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (5.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband