Eigum við að stefna tannlausa fyrrum heimsveldinu?

"Málsóknin verði í fyrsta lagi byggð á því að beiting hryðjuverkalaganna hafi verið tilefnislaus, ekki lögum samkvæmt og hafi skaðað íslenskt orðspor og fjárhagslega hagsmuni þjóðarinnar."

Óneitanlega hljómar þessi tillaga alveg ljómandi vel og ég er viss um að flestir Íslendingar vilja fara þessa leið. Áður en lagt er upp í vegferð sem þessa þarf þó að huga að ýmsu og ana ekki út í neina vitleysu.

Tilefnislaus? Okkur finnst það, en Bretum ekki á þeim tíma.

Ekki samkvæmt lögum? Bretar beittu sínum hryðjuverkalögum í sínu eigin landi og töldu sig þurfa þess. Okkur fannst eðlilega engin þörf á því.

Skaddað orðspor og hagsmunir þjóðarinnar. Engin spurning um það að okkar mati, en hvernig á að verðleggja skaðann?

Það sem ég er að segja er þetta.

Hvaða líkur eru til þess að vinna svona mál fyrir alþjóðlegum dómstól? Telji okkar færustu sérfræðingar í alþjóðlegum rétti vinningslíkur einhverjar eða góðar eigum við hiklaust að stefna tannlausa ljóninu fyrir alþjóðlegan dómstól. Telji sérfræðingarnir fyrirfram vinningslíkur engar, eigum við að sleppa þessu og láta kyrrt liggja.

Verðum við ekki að treysta því að flutningsmenn tillögunnar hafi ráðfært sig við okkar færasta fólk á þessu sviði og jafnvel erlenda sérfræðinga líka?

 


mbl.is Vilja höfða mál gegn Bretum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Auðvita veit breska stjórnin upp á sig sökina.

Málið er bara að setning þessara hryðjuverkalaga var ekki tilefnislaus.

Ástæða setningar hryðjuverkalaganna er eitt svívirðilegasta og stærsta rán sem framið hefur verið í Evrópu. það var þegar réttkjörin stjórnvöld á Íslandi ákváðu að tryggja allar innistæður að fullu í bankakerfi sem var 10 sinnu stærra en landsframleiðslan. Til þess að tryggja þessar innistæður þá ákvað Þingvallastjórnin á næturfundi að stela ca. 3000 milljörðum frá öllum helstu lánastofnunum heims. Lánastofnunum sem höfðu átt í viðskiptum við íslensku bankana. Þetta var gert með því að "breyta forgangsröðun" krafna í þrotabúi bankana.

Almenningur á Íslandi var síðan veðsettur fyrir afganginum þannig að allar innistæður væru örugglega tryggðar. Með öðrum orðum afgangnum stolið frá launafólki á Íslandi.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu innistæðueigendur sem áttu meira en 3,5 milljón króna tapað 70% til 80% af sínum innistæðum umfram þessar 3,5 milljón. Á móti þá hefði ekki króna fallið á launafólk á Íslandi vegna gjaldþrots bankana.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu erlendar lánastofnanir ekki tapað aukalega nær þrjú þúsund milljörðum króna.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá hefðu íslensk stjórnvöld ekki staðið fyrir stærsta ráni sem framið hefur verið í Evrópu frá stríðslokum og þar með gert Ísland að ræningjaríki.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett og öllum leikreglum samfélagsins ekki verið breytt á einum næturfundi þá væri ekki til staðar þetta vantraust erlendra lánastofnanna á öllu því sem íslenskt er. Að breyta ás og kóng í miðju spili og gera fjarkann og fimmuna hærri er ein mesta glæpamennska sem við Íslendingar höfum framið. Og allt þetta til að tryggja innistæður nokkurra moldríkra einstaklinga.

Ef neyðarlögin hefðu ekki verið sett þá segðu erlendar lánsstofnanir ekki þetta: "Nei við lánum ekki aftur til Íslands. Ef bankarnir þeirra lenda aftur í vandræðum þá bara stela þeir peningunum okkar aftur og láta innistæðueigendur fá þá".

Mikil er ábyrgð þeirra sem gerðu okkur Íslendinga að ræningjalýð í augum þjóða heims.

Að kalla þetta síðan allt saman "Icesave" er síðan hluti af blekkingunni og gert í þeim tilgangi að hylma yfir ráninu og leiða umræðuna frá hinum raunverulega glæp og að þessum Icesave reikningum sem löngu er búið að leysa og er samningsmál milli stjórnvalda.

Það að einkafyrirtæki fái ekki fyrirgreiðslu i erlendum fjármálafyrirtækjum hefur ekkert að gera með einhver vaxtakjör og hvort Ísland greiðir 90 eða 180 milljarða til ríkistjórna Bretlands og Hollands.

Ástæða þess að einkafyrirtæki fá ekki fyrirgreiðslu í erlendum fjármálafyrirtækjum er stærsta rán Evrópu sem stjórnvöld á Íslandi frömdu með setningu neyðarlaganna og afleiðing þess er sú að engin treystir Íslending.

Mikil er ábyrgð þessa fólks sem sat Þingvallastjórnina.

Að ætla í mál við Bretana vegna hryðjuverkalaga sem er svar þeirra við 3000 milljarða króna ráni íslensk stjórnvalda á öllum helstu fjármálastofnunum heims, þar á meðal Seðlabönkum flestra ríkja Evrópu er bara Djókur og ber þess vitni að þetta fólk sem að þessari tillögu stendur skilur ekki þetta mál.

Pési (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 18:09

2 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræddur um að vinningslíkur okkar séu ekki miklar.

hilmar jónsson, 18.11.2010 kl. 18:09

3 identicon

Af hverju er þessi frétt horfin af mbl.is?

Pési (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 21:23

4 identicon

Það er rétt, þessi frétt birtist á mbl.is kl. 15.56. Þessa frétt er ekki lengur að finna á fréttayfirlita mbl.is

hg (IP-tala skráð) 18.11.2010 kl. 21:48

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband