18.11.2010 | 19:47
Aumingja karlinn hann Geir
"Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, telur að óhæfilegur dráttur hafi orðið á því að honum sé skipaður verjandi vegna málshöfðunar Alþingis frá 28. september síðast liðnum."
Eðlilega er hann að verða pirraður á allri þessari vitleysu og lái honum hver sem vill.
Ljóti aumingjadómurinn að stefna Geir fyrir Landsdóm, aleinum af öllum þeim skara sem svaf á vaktinni á milli þess sem lygar bankamanna voru kokgleyptar reglulega og skolað niður með kampavíni.
Fyrir hvað er Geir aftur ákærður? Já, já, við vitum það svo sem.
Það sem færri vita er að ef spurningin hér að ofan hefði verið borin upp í þeim Evrópulöndum sem stórtöpuðu á íslenska bankahruninu, þá hefði svar þeirra líklega verið þessu líkt:
Áreiðanlega fyrir að setja neyðarlögin og mismuna viðskiptavinum föllnu bankanna svo hrikalega að annað eins er óþekkt í fjármálasögu Evrópu, líklega aðallega til að bjarga ríkum Íslendingum.
Geir er ekkert ákærður fyrir það.
Krefst skipunar verjanda síns | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Athugasemdir
ja auðvitað a hann rett á að verja sig en dómar eru bara pantaðir á Íslandi eins og Pizzur og sér sjálfskiptingin um allt slíkt núna.
Jónas Jónasson, 18.11.2010 kl. 20:20
Sjálfskiptingin?
Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 20:23
sorry ætlaði ad segja Samfylkingin.
Jónas Jónasson, 18.11.2010 kl. 20:39
Jónas, flestir dómarar landsins, í Héraðsdómi og Hæstarétti, eru skipaðir af dómsmálaráðherrum Sjálfstæðisflokksins. Hvernig ætti Samfylkingin að geta pantað niðurstöður hjá þeim? En pizzur getur hún pantað!
Björn Birgisson, 18.11.2010 kl. 20:52
ja ég meinti líka Sjálfstæðisflokkurinn... þetta er allt sama pressan í sömu drullunni! vilja bara verja "fílabeinsturnana sína" Ekkert annað! og þessir fordæmisdómar héraðsdóms og hæstaréttar sem nýfallnir í gengistryggðum voru bara sviðsettir pantaðir og það vitum við öll.
Jónas Jónasson, 18.11.2010 kl. 21:55
Hvernig er það? Ég hélt að verjendur væru aðeins skipaðir þeim sem ekki hefðu sjálfir ráð á lögmanni? Og ef lögmaður er skipaður þá getur maður ekki bara "pantað" hvern sem er!
Haraldur Axel Jóhannesson, 18.11.2010 kl. 22:19
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.