Hvað eru Seðlabankamenn að pæla?

"Heiðar Már Guðjónsson, fjárfestir, hefur sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna þess sem hann kallar ófagleg vinnubrögð Seðlabankans."

Ég held að umboðsmaður Alþingis hafi nóg á sinni könnu og fagni því ekkert sérstaklega að fá þetta mál inn á borð til sín. Kvörtun Heiðars Más er vel skiljanleg. Tíminn leið og leið og hvorki heyrðist hósti né stuna frá Seðlabankanum. Auðvitað verður að svara tilboðum, sem mikið hefur verið fyrir haft að hnoða saman.

Er ekki nú sá tími þegar allt á að vera svo gegnsætt og uppi á borðum?

Seðlabankinn skuldar Heiðari Má og félögum hans skýringar og þjóðinni auðvitað líka. Ýmsar skýringar hafa legið í loftinu, en engar mér vitanlega frá Seðlabankanum.

Það er jú þjóðin sem á meirihlutann í Sjóvá og vill auðvitað fylgjast vel með örlögum eigna sinna.

 


mbl.is Kvartar til umboðsmanns Alþingis
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Láttu þig dreyma Björn. Hér hefur ekkert breyzt varðandi framgöngu ráðamanna. Gagnsæi og opin stjórnsýsla eru hugtök sem þetta fólk skilur ekki. Hér þarf að moka út öllu óverðleikafólkinu í stjórnsýslunni og á Alþingi

Varðandi söluna á Sjóvá þá kom það aldrei til greina að selja fjárglæframönnum fyrirtækið. Tryggingarfélag flokkast undir fjármálafyrirtæki og sem slíkt er langbest að sameina Sjóvá Landsbankanum. Seinna meir er svo hægt að setja Landsbankann á markað ef aðstæður breytast.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 24.11.2010 kl. 11:24

2 identicon

Það eru gjaldeyrishöft í gangi.  Það er ekki hægt að leyfa einum aðila að nota aflandskrónur en banna öðrum það í sama vettvangi.

Ef Heiðar fær undanþágu frá gjaldeyrishöftum til að kaupa hlutabréf í fyrirtæki, af hverju má ég það þá ekki líka?

Ein milljón er ekki ein milljón.  Það eru 2 mismunandi gengi í gangi á íslensku krónunni í dag.

Eigum við að leyfa auðmönnum að fá enn meira forskot á þá sem ekkert eiga, eða eigum við að segja stopp og styðja Seðlabankann?

Það verður jafnt yfir alla að ganga! Eða má ég að koma með 10.000 evrur sem samsvarar 2.370.000 krónur til landsins?

Innlendir aðilar fá aðeins 1.500.000 fyrir þessar sömu 10.000 evrur því þeir búa á Íslandinu góða;)

Hér er hægt að sjá gengi krónunnar hjá Sparisjóðnum í Berlín.

Stefán Júlíusson (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 12:55

3 identicon

Dísess kræst strákar ég skil bara hvorki upp nú niður í þessu !!

egvania (IP-tala skráð) 24.11.2010 kl. 17:17

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (23.11.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband