95,2% verða fyrir skammvinnum vonbrigðum

Ég vil hvetja alla til að taka þátt í kosningunum á morgun. Taka þannig þátt í þeirri viðleitni að gera Stjórnarskrána að þjóðarplaggi, en ekki einhverju einkaplaggi stjórnmálamannanna.

Svo verður landið bara eitt kjördæmi á morgun. Það er spennandi!

Ef þátttaka verður góð á morgun mun Alþingi eiga verulega erfitt með að hafna tillögum Stjórnlagaþingsins, en mig grunar að fáeinir þingmenn séu innra með sér ákveðnir í að gera einmitt það.

Þegar kjörstöðum verður lokað annað kvöld, einkum þó að lokinni talningu atkvæðanna, mun bitur staðreynd, sem reyndar liggur fyrir nú þegar, verða öllum lýðum ljós.

Sú staðreynd að 94% - 95,2% frambjóðendanna áhugasömu munu ekki ná kjöri. 25 eða 31 einstaklingur mun brosa ögn breiðar. Ég held að þeir verði 31.

En hafi þeir allir þakkir fyrir áhugann.

Ég tel að öll þessi framboð hafi og muni enn frekar auðga þjóðmálaumræðuna.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Lýðræðið er skringileg skepna. Ef allir Íslendingar hefðu boðið sig fram til stjórnlagaþings hefðu væntanlega allir fengið eitt atkvæði.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.11.2010 kl. 16:00

2 Smámynd: Björn Birgisson

Ben.Ax. Ekki ég. Ég hefði kosið þig!

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 16:04

3 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ætli ég tali ekki fyrir alla frambjóðendur þegar ég segi á móti;  ekki þakka okkur, við þökkum ykkur.

Væmnin að fara með mig

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 16:14

4 Smámynd: Björn Birgisson

Axel Þór, það er fínt að vera svolítið væminn á föstudögum eftir klukkan fjögur! Áttu von á góðri kosningu þér til handa?

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 16:17

5 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Ég hreinlega bara veit það ekki.  Nánustu ættingjar og vinir, og svo fólk hér á suðurlandi svo ég viti.  Hvort það dugi mér inn verður að koma í ljós, en ég bind vonir við það að vera á nægilega mörgum seðlum sem aukaval til að það nái að safnast saman.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 16:21

6 Smámynd: Björn Birgisson

Kemur í ljós, kemur í ljós! Gangi þér vel í baráttunni!

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 16:30

7 Smámynd: Axel Þór Kolbeinsson

Takk.

Axel Þór Kolbeinsson, 26.11.2010 kl. 16:40

8 Smámynd: hilmar  jónsson

Einhver frambjóðandi svaraði aðspurður um hvers vegna hann hefði boðið sig fram: Konan vildi þetta ..

Og áttu von á miklum stuðningi ? Svona, ja allavega konan og Ella frænka..

hilmar jónsson, 26.11.2010 kl. 16:41

9 Smámynd: Björn Birgisson

Svo var það maðurinn sem skrapp á hverfispöbbann. Hvað ertu að þvælast einn hér? spurði barþjónninn. Konan vildi þetta ....... Konan, því í ósköpunum? Henni finnst svo gaman að skamma mig þegar ég kem fullur heim .......!

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 16:47

10 Smámynd: Ben.Ax. (Benedikt  Jóhannes Axelsson)

Kæri Björn. Þetta hefði ekki virkað því að ég hefði kosið þig.

Ben.Ax. (Benedikt Jóhannes Axelsson), 26.11.2010 kl. 17:02

11 Smámynd: Björn Birgisson

Atkvæði móttekið!

Björn Birgisson, 26.11.2010 kl. 17:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (2.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband