Ekki sitja heima! Drífa sig á kjörstað!

"Jóhanna segir mjög mikilvægt að þátttaka í kosningunum verði góð og hvatti almenning til að koma á kjörstað og taka þátt í mótun stjórnarskrárinnar."

Synd að heyra hve kjörsóknin er dræm. Um að gera að drífa sig og taka þátt.

Var á spjalli við ágætan mann í dag, sjálfstæðismann. Hann sagðist ekki ætla að kjósa og taldi að fjölmargir sjálfstæðismenn myndu sitja heima, enda hefðu þeir lítinn áhuga á þessari vitleysu, eins og hann orðaði það!

Ég sagðist leyfa mér að efast um að einhver svona lína væri í gangi.

Neita að trúa því.


mbl.is Jóhanna búin að kjósa
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Hvað er að þessum sjálfstæðismönnum? Síðan hvenær er það orðinn besti kosturinn að kjósa ekki? Að mínu mati er það ekkert annað en vanvirðing við lýðræðið og samborgarana að mæta ekki á kjörstað, sérstaklega fyrir fólk sem segist annars vilja hafa áhrif í stjórnmálum.

Hörður Sigurðsson Diego, 27.11.2010 kl. 17:59

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þetta er algjör skandall. Hvað er fólk að hugsa!  Mér er svo sem sama þó þessi 30 % sem kjósa sjálfstæðisflokkinn sitji heima en hvað með hin 70%?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 27.11.2010 kl. 17:59

3 Smámynd: hilmar  jónsson

Hörður spyr: Hvað er að þessum sjálfstæðismönnum? Síðan hvenær er það orðinn besti kosturinn að kjósa ekki?

Jú Hörður: Síðan til stóð að hrófla við því staðnaða valdkerfi sem við höfum búið við alltof lengi. Valdkerfi sem m.a. þeirra rykföllnu og spilltu sálir hafa nærst á undanfarna áratugi.

hilmar jónsson, 27.11.2010 kl. 18:13

4 Smámynd: Björn Birgisson

Ég neita enn að trúa því að hinn almenni kjósandi D listans hafi ákveðið að sitja heima frekar en stuðningsfólk annarra flokka. Það er ljóst að ungu kjósendurnir sýna þessum kosningum lítinn áhuga, sömuleiðis held ég að eldri borgararnir skili sér illa á kjörstað í dag.

Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 19:21

5 identicon

Finnst þetta stjórnlagaþing lykta af samsæri. Það er engin sérstök ástæða til að breyta stjórnarskránni. Það var ekki hún sem olli hruninu. Það sem vantaði var að farið væri eftir gömlu stjórnarskránni, sem hefur verið margbrotið á. Held þetta sé plott alþingis til að losna við forsetan og kirkjuna, og þar með að einhver geti böggast í þeim út af Icesave, ESB, og fleiru sem þjóðin gæti vísað til forseta, og um leið að afnema hér smám saman kristinn sið til að auðvelda fyrir að innlima Ísland í Islamska ríkið Europa-stan sem mun væntanlega brjóta á rétti innfæddra sem verða kannski brátt í minnihluta:( Ég hefði nú samt kosið, hefðu veikindi ekki komið í veg fyrir það, en það voru fáir að kjósa, mest besserwisserar og málpípur Samfylkingarinnar.

Resist (IP-tala skráð) 27.11.2010 kl. 21:35

6 Smámynd: Björn Birgisson

Samsæri? Aumt er álitið.

Björn Birgisson, 27.11.2010 kl. 21:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (22.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband