Hver er sýniþörfin að þessu sinni?

"Vigdís Hauksdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, hefur óskað eftir fundi í allsherjarnefnd Alþingis vegna kosninganna til stjórnlagaþings."

Gat nú verið. Hefur þessi þingkona endalausa þörf fyrir að láta á sér bera? Auðvitað lá alltaf ljóst fyrir að mörg atkvæði yrðu vandlesin og ógild. Margt fólk skrifar mjög illa og það er mikill munur á að setja eitt X á kjörseðil, eða skrifa allt að 100 tölustafi.

Er kannski að koma í ljós að hin hámenntaða íslenska þjóð er illa skrifandi?

Allsherjarnefnd Alþingis! Ætlar þingkonan að leggja þar til að skriftarkennsla verði aukin í skólum landsins eða hver er sýniþörfin að þessu sinni?


mbl.is Kosningarnar verði ræddar í allsherjarnefnd
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Sammála,hvað er eiginlega með þessa blessaða konu ? Notar hvert tækifæri til að láta á sér bera....

Gína (IP-tala skráð) 30.11.2010 kl. 09:56

2 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Er ekki eðlilegt að þingið rannsaki þetta klúður Björn?  Ekki viljum við að þetta verði bæði fyrsta og síðasta persónukjörið með þessu sniði. Þingið ber ábyrgð á að þessi leið var farin en landskjörstjórn klúðraði framkvæmdinni tel ég.

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.11.2010 kl. 11:29

3 Smámynd: Björn Birgisson

Hvernig klúðraði landskjörstjórn framkvæmdinni?

Björn Birgisson, 30.11.2010 kl. 11:42

4 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Björn, ég hef aðeins verið að fylgjast með innhringiþáttum og það er yfirgnæfandi óánægja með framkvæmdina. Í fyrsta lagi þá var verið breyta til með kjörstaði og hringla með opnun kjörstaða. Utankjörfundar atkvæðagreiðslur voru illa kynntar og byrjuðu of seint. Erlendum ríkisborgurum var í stórum mæli gert ókleyft að taka þátt. Og síðast en ekki síst var framkvæmd á kjörstöðum ábótavant með því að fólki var ekki leiðbeint með útstrikanir og það að ekki mátti brjóta seðilinn saman. Kynningin var svo náttúrulega skandall. En það má kannski frekar skrifa á stóru fjölmiðlana frekar en landskjörstjórn

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 30.11.2010 kl. 12:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (15.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 3
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 3
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband