Hvernig á að borga dópsalanum ef engir eru seðlarnir?

Ef einhver hefði boðað í mín eyru, á unglingsárum mínum, að sá tími kæmi að allir væru með síma í vasanum og að þá yrði líka hægt að kaupa allt milli himins og jarðar og borga fyrir með plastkorti, þá hefði ég ekki trúað boðskapnum.

Sat á ágætu spjalli við góðan mann í vikunni sem leið. Víða komið við að venju, en svo barst talið að svartri atvinnustarfsemi. Sá var nú með lausnina gegn henni á hreinu og ýmsu öðru í leiðinni.

Hættum að nota peninga. Enga seðla í umferð.

Allt greitt með kortum. Allar greiðslur rekjanlegar í bönkunum, ef þörf verður talin á því.

Eitthvað reyndi ég að malda í móinn og taldi þetta óframkvæmanlegt.

Nei, svo sannarlega ekki, var svarið, þú getur borgað allt þitt með kortum á staðnum, í heimabankanum þínum og í gegn um GSM símann þinn. Þarft ekkert að veifa neinum seðlum. Hvergi. Þeir eru að verða algjör óþarfi.

En krakkarnir? Hvað með þá?

Ekkert mál, allir krakkar sem þurfa, fá sérstök kort og pabbi og mamma millifæra á það 500 og þúsund kall af og til eftir þörfum. Fyrir sundferðum og nammi á laugardögum til dæmis.

En krakkarnir sem banka uppá og eru að safna fyrir einhverju? Ekkert mál, þeir eru annað hvort með nettan posa eða miða sem þú millifærir eftir.

Það voru svör við öllu á hraðbergi!

Engir seðlar? Nokkuð spennandi tilhugsun. Þarf hún endilega að vera svo framandi á tækniöld?

Seðlarnir eru auðvitað rándýrir í framleiðslu og það sem verra er: þeir nýtast lang best í ólöglegri starfsemi. Þar eru þeir algjör nauðsyn.

Hvernig á að fjármagna svörtu atvinnustarfsemina ef engir eru seðlarnir?

Hvernig á að borga dópsalanum ef engir eru seðlarnir?

Er kannski seðlalaust umhverfi framtíðin og ekkert svo langt undan?

Í ljósi reynslunnar og hraðrar þróunar að undanförnu, með plastkort og síma í vasanum, fæðingardag um miðja síðustu öld, dettur mér ekki í hug að afneita hugmyndinni.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég veit nú ekki betur en að dópsala ríkisins hafi tekið við kortum lengi. En án gríns þá held ég ekki að það sé framkvæmanlegt að losna við alla seðla því það er ekki hægt að skylda fólk til að geyma peningana sína hjá öðrum (bönkum). Sumir vilja geyma þá sjálfir, í veskinu sínu, peningaskáp eða undir koddanum og sá réttur verður seint af þeim tekinn.

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 16:11

2 Smámynd: Björn Birgisson

Hörður, ertu með fartölvu?

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 16:13

3 identicon

Ég veit ekki með svörtu starfsemina en ég veit að margir verstu dópistarnir eru á dópi frá apótekum og síðan mundu þeir bara ræna drasli frá okkur til að skipta fyrir dóp og selja sjálfan sig ef engir væru seðlarnir, ekki sniðug hugmynd nóg er nú stolið hér.

P (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:30

4 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ég er með allar græjur. Maður verður að vera í sambandi. Annars er maður sambandslaus. Annars ætla ég ekki að nota vinninginn sjálfur heldur gefa hann í jólagjöf.

Hörður Sigurðsson Diego, 5.12.2010 kl. 16:41

5 identicon

Þarna ertu kominn á hála braut Björn!

Hvað verður þá um Catalínu miðbaugs drottingu??

itg (IP-tala skráð) 5.12.2010 kl. 16:51

6 Smámynd: Björn Birgisson

Er ekki Catalína með einhverskonar kortarauf?

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 17:01

7 Smámynd: Björn Birgisson

Jólagjöf? Frábær hugmynd! Ég vann svona ferð fyrir nokkrum árum. Nennti ekki að fara einn og seldi ferðina á pöbbanum eitt kvöldið!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 17:03

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband