Kostaboð, 25% afsláttur af Icesave skuldinni

"Stefnt er að því að tryggja stuðning Alþingis við samningsdrög, þegar að því kemur að þau liggja fyrir, áður en samkomulag verður formlega undirritað. Þetta er meðal annars gert til að komast hjá því að sagan endurtaki sig frá því í ársbyrjun, þegar forseti synjaði lögum um greiðslu Icesave staðfestingar."

Nú er maður farinn að þekkja þjóðina að nýju. Nú er hún komin aftur á fullt í Icesave umræðunni. Vinsælasta umræðuefni þjóðarinnar til margra mánaða.

Margar tölur svífa um loftin blá. Einn segir að eignir Landsbankans sáluga muni dekka 93% af upphæðinni sem nýlenduveldin eru að krefjast. Er það rétt?

Held að enginn viti það.

Hvað eru þá 7 prósentin sem út af standa margir milljarðar?

Held að enginn viti það heldur.

En þjóðin er klár í reikningi og þeir sem eru búnir að reikna dæmið til enda, vita þá nákvæmlega hver skuldin á hvern haus verður, með eðlilegum skekkjumörkum.

Þeir hinir sömu geta greitt sig, maka sinn, börnin sín og barnabörn frá skuldinni með 25% afslætti með því að leggja sína upphæð inn á þennan reikning:

Kt. 660586-1809  -  26  -  222 (Söfnunarreikningur vegna Icesave skulda Íslendinga).

Þetta kostatilboð gildir út þetta ár, til 31. desember 2010.

Endilega munið að prenta út kvittun, til að sýna, ef einhverjum dytti í hug að rukka aftur, sem reyndar miklar líkur eru á!

Ja hérna! Cool


mbl.is Engin drög verið kynnt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, ég efast ekki um að allir þeir sem mæla hinum væntanlega nýja Icesavesamningi bót muni strax á morgun greiða sitt framlag.

Fyrir mína parta ræð ég ekki við meira en að leggja í púkk ríkisstjórnarlausnarinnar um 110% vaxtabótarregluna...

Kolbrún Hilmars, 5.12.2010 kl. 18:15

2 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún, einu sinni var sagt: Vilji er allt sem þarf ...........

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 18:19

3 Smámynd: Kolbrún Hilmars

Björn, einu sinni var líka sagt: Taktu viljann fyrir verkið...

Kolbrún Hilmars, 5.12.2010 kl. 18:47

4 Smámynd: Björn Birgisson

Kolbrún mín, takk fyrir að minna mig á það. Ég hef alltaf verið viljamikill, en verklítill maður. Kannski óþarfi að auglýsa það á blogginu. Sem betur fer les þetta enginn, nema ég og þú!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 18:55

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Eru ekki komin fram nægileg gögn til að rannsaka fall bankans sem skipulagða fjársvikastarfsemi? Varla er íslenska þjóðin frekar ábyrg fyrir Landsbankanum en ítalska þjóðin er ábyrg fyrir glæpum mafíunnar?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2010 kl. 18:59

6 Smámynd: Björn Birgisson

Jóhannes, til þess að vænta svars, þarftu að vera búinn að leggja þitt framlag inn á reikninginn, sem nefndur er í færslunni. Þannig virkar þetta í bananalýðveldinu Íslandi. Drífa sig!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 19:04

7 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Björn, hvernig virkar lýðræðið þegar alþingi nýtur 18% trausts og ríkisstjórnin 30% en neitar samt að víkja og boða til kosninga. Og til hvers er Steingrímur að semja um skuld sem þjóðin er búin að neita að bera ábyrgð á. Þessi stjórn er að nauðga lýðræðinu. Þjóðin vill ekki sjá hrunráðherrana Jóhönnu og Össur og vinstri öflunum finnst Steingrímur hafa svikið öll loforð og tækifæri sem hrunið sannanlega gerði möguleg. Afleiðingin er endurreisn sama gamla spillta kerfisins en þjóðin er bundin í skuldafjötra og þannig er tryggt að elítan komist hjá að standa reikningsskil gerða sinna. Og með elítunni á ég við verkalýðsrekendur og lífeyrissjóðsrekendur ásamt með SA og LÍÚ og eigendum fjórflokksins. Og blogglúðrasveitin er þögnuð og Silfur Egils búið að taka alþingismenn í sátt. we are so screwed....

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 5.12.2010 kl. 19:19

8 Smámynd: Óðinn Þórisson

Ólafur mun vísa nýja icesave - samningnum til þjóðarinnar - sem mun hafa honum og leið mun ríkisstjórnin
Hversvegna á þjóðin að borga skuld einkabanka ?

Óðinn Þórisson, 5.12.2010 kl. 19:23

9 Smámynd: Björn Birgisson

Mín skoðun er þessi: Þjóðinni ber að borga það sem sannanlega er hennar skuld. Ekkert umfram það. Ég er ansi hræddur um að aumingjar hrunflokkanna allra, ásamt glæpamönnum innan Landsbankans, hafi skuldsett þjóðina upp í rjáfur.

Um það eru átökin í dag. Mitt hjarta slær með þjóðinni. Ekki með aumum stjórnmálamönnum, vanhæfum embættismönnum og síst af öllu, með glæpamönnum bankanna sem settu okkur á hausinn.

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 20:36

10 Smámynd: Theódór Norðkvist

Björn, það er ánægjulegt að þú skulir hafna hinum ólöglegu Icesave kröfum, vissi alltaf að þú værir maður skynseminnar.

Theódór Norðkvist, 5.12.2010 kl. 21:01

11 Smámynd: Björn Birgisson

Skynseminnar? Nei, hún hefur alltaf sniðgengið mig, Theódór minn!

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 21:10

12 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

Við erum nú þegar búin að borga eða skrifa undir greiðslu á helmingnum af IceSave í gegnum Landsbankann, bæði þrota og búið.

Það er bara allt saman vel falið í smáa letrinu á samningum ríkisstjórnarinnar við skilnefndina og "kröfuhafana" (a.k.a. fjármálaráðuneyti Bretlands og Hollands).

Guðmundur Ásgeirsson, 5.12.2010 kl. 21:26

13 Smámynd: Björn Birgisson

Helmingnum? Eru það ekki 93%?

Björn Birgisson, 5.12.2010 kl. 21:27

14 Smámynd: Guðmundur Ásgeirsson

93% er sú tala sem skilanefndin vonast til að endurheimta upp í forgangskröfur í þrotabúið (sem eru aðallega vegna IceSave).

Helmingurinn sem ég er að tala um er hinsvegar það sem íslenskir skattgreiðendur eru þegar búnir að greiða skilanefndinni eða ábyrgjast, og skiptist þannig:

127 milljarðar sem ríkið borgaði fyrir innlendan rekstur Landsbankans + 210 milljarða hlutur í skuld NBI hf. sem greiðist á 10 árum með vöxtum = 337 milljarðar.

Þessir fjármunir verða greiddir til skilanefndarinnar sem ráðstafar þeim svo upp í forgangskröfur (IceSave), og upphæðin er mjög nálægt því að vera helmingur af þeim 700 milljörðum hér um bil sem þarf til að dekka 20.000 Evru lágmarkstrygginguna. Samkomulag þar að lútandi milli ríkisins, skilanefndar og kröfuhafa (sem eru fyrst og fremst Bretar og Hollendingar!) var gert í fyrra og liggur fyrir, skjalfest og undirritað.

Þá er ótalið að með því að hafa ekki í frammi bótakröfu vegna tjóns íslenskra skattgreiðenda af starfsemi Landsbankans, þá er íslenska ríkið að eftirláta þrotabúinu betri endurheimtur upp í innstæður, því skaðabótakröfur hafa hæsta mögulega forgang við gjaldþrotaskipti, meiri heldur en kröfur vegna innstæðna. Eftirgjöf slíkra krafna er að sjálfsögðu á kostnað íslenskra skattgreiðenda, sem verða þar með af talsverðum endurheimtum á útlögðum kostnaði sínum. Erfitt getur reynst að meta þessi kröfuréttindi til fjár, þar sem þau eru háð mikilli óvissu um niðurstöðu hugsanlegra málaferla, en til að gæta sanngirnis verður þó að líta til þessa þáttar. Sé einnig tekið tillit til þess tjóns sem Bretar ollu með beitingu hryðjuverkalaga gegn íslenska ríkinu og það að einhverju leyti "skuldajafnað", þá leyfi ég mér að fullyrða að fjárhæðin nái langleiðina upp í þessa 700 milljarða ef ekki meira, og þá megi hæglega líta svo á að við séum í raun búin að borga fyrir IceSave að miklu leyti.

Niðurstaðan er sú að ef við gerum ekkert annað en að leyfa Bretum og Hollendingum að hirða restina af þrotabúinu, þá er samviska mín tandurhrein að því leyti.

Guðmundur Ásgeirsson, 6.12.2010 kl. 19:08

15 Smámynd: Björn Birgisson

Guðmundur, kærar þakkir fyrir þetta. Verður þetta klárað í þessari viku eða næstu? Setur forsetinn niðurstöðuna fyrir þjóðina? Hvað heldur þú?

Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (9.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 4
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 4
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband