Senn verður Napóleon Saari að minningu í kirkjugarði lýðskrumsins

Hlustaði á Þór Saari og Ólínu Þorvarðardóttur í kvöld á Stöð 2. Ætla rétt að vona að bæði hafi trúað eigin orðum og komið fram í viðtalinu af heilindum.

Leyfi mér þó að stórefast um það. Samkomulag ríkisins við lánastofnanir, vegna skuldara þessa lands, er stórmerkilegt, hvernig sem á það er litið. Það er í anda þeirrar jafnaðarmennsku sem allir flokkar þrá að kenna sig við. Sumir viðurkenna, en aðrir ekki.

Hér er um að ræða sameiginlegt átak þjóðarinnar, skuldugra sem skuldlausra, til þess að leysa vanda sem flestra. Ekki verður öllum bjargað, frekar en fyrri daginn. Það er ekkert nýtt. Alltaf eru einhverjir glannar á ferðinni, sem er ekki viðbjargandi, hvernig sem reynt er.

Hvað á að segja um fólk sem var í 250 fermetra einbýlishúsi (sem þykir nokkuð rúmt), en kaus í bólunni að byggja sér 450 fermetra hús, bara af því að lánsfjármagn lá á lausu? Er heil brú í þessu fólki? Nei, af og frá. Sumt af þessu fólki hefur verið áberandi í umræðunni. Sjálfu sér til réttlætingar.

Algjörir glannar. Þessu fólki er líklega ekki gott að mæta á þjóðvegum landsins og því betra að halda sig heima í litlu blokkaríbúðinni eða litla kotinu sem engan þátt tók í bólunni. Millistéttin er best komin í sófanum heima!

****************

Þór Saari er ótrúlega kokhraustur þessi dægrin. Allt veit hann betur en ríkisstjórnin og sá urmull sérfræðinga, sem hefur lagt nótt við dag, undanfarnar vikur til að landa síðbúinni skjaldborg ríkisstjórnarinnar.

Hæst bylur í honum af talsmönnum stjórnarandstöðunnar. Hef ekki betur séð en að Bjarni Benediktsson og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, hafi haldið sig á mottunni og tekið ágætlega undir margt sem nú er verið að gera. Rós í hnappagat þeirra.

En Þór Saari? Á hvaða vegferð er hann?

Hann minnir óneitanlega um sumt á Napóleon Bónaparte, sem spilaði á hernaðarmátt Frakka og upplausn annarra, sjálfum sér til framdráttar.

Þór Saari er þó eingöngu að spila á upplausnina og vandræðin, sjálfum sér til framdráttar.

Allir vita hvernig fór fyrir Napóleon karlinum.

Þór Saari stefnir hraðbyri á víðlendur lýðskrumsins og hyggst gera sig þar gildan.

Þar mun hann þó daga uppi og verða að stjórnmálalegri minningu sem meistara lýðskrumsins.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hörður Sigurðsson Diego

Ekki vera svona vondur við Þór Saari. Hann er svo lítill.

Hörður Sigurðsson Diego, 6.12.2010 kl. 09:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (20.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband