6.12.2010 | 09:12
Hverjir eru ekki í jólabókaflóðinu?
Nú er jólabókaflóðið að ná hámarki sínu, en það flóð tekur ekkert mið af sjávarföllunum. Kannski meira mið af sigrum og föllum annars eðlis. Kannski aðallega misskildum væntingum þeirra sem fjallað er um.
Fljótlega eftir fermingu finnur fjöldi fólks hjá sér löngun til að skrifa endurminningar sínar. Telur allar líkur á að allir vilji lesa boðskapinn. Sem er mikill misskilningur.
Björgvin G. Sigurðsson og Árni Mathiesen eru með bækur í flóðinu. Kannski ekki ævisögur, en engu að síður sögur af sjálfum sér og pólitíkinni sinni og samtíðinni. Kornungir menn, rétt að byrja lífið. Hver hefur áhuga á þeim? Líklega einhverjir.
Jónína Benediktsdóttir telur að skrautlegt líf sitt eigi erindi á kodda lesenda undir háttinn. Sem er ekki í mínu tilfelli. Miklu nær að halla sér að næsta kodda og reyna fyrir sér þar.
Gunnar Thoroddsen er endurvakinn til lífs og það er vel. Merkilegur karl.
Hverjir eru eiginlega ekki í þessari flóðbylgju í desember 2010?
Af hverju eru þar ekki mikilmenni eins og Halldór Ásgrímsson, Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, Davíð Oddsson og Steingrímur J. Sigfússon?
Gæti það verið vegna þess að saga þeirra er best geymd í glatkistunni og á ekkert erindi á bók?
Sjáum til um næstu jól, eða kannski þarnæstu jól!
Um bloggið
Björn Birgisson
Færsluflokkar
Myndaalbúm
Heimsóknir
Flettingar
- Í dag (22.11.): 0
- Sl. sólarhring:
- Sl. viku: 1
- Frá upphafi: 0
Annað
- Innlit í dag: 0
- Innlit sl. viku: 1
- Gestir í dag: 0
- IP-tölur í dag: 0
Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.