Bráðnauðsynlegur jólabjór

"Útlit er fyrir að einhverjar tegundir af jólabjór muni fljótlega seljast upp, að sögn Sigrúnar Óskar Sigurðardóttur, aðstoðarforstjóra ÁTVR."

Er þá ekki lausnin að líma jólamiða á venjulega bjórinn? Er munurinn hvort eð er nokkur? Það verður að vera jólalegt um að litast í ísskápnum!

PS. Það þekkja margir söguna um hótelstarfsmanninn sem var spurður hvað hann starfaði.

Ég vinn í vínkjallaranum.

Og hvað gerir þú þar?

Lími miðana á flöskurnar eftir því sem pantanir berast!


mbl.is Hætta á að bjórinn seljist upp
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: hilmar  jónsson

Hræra í honum með greni,. Þá ertu með ósvikinn jólabjor..

hilmar jónsson, 6.12.2010 kl. 11:21

2 Smámynd: Björn Birgisson

Góð hugmynd!

Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 11:24

3 identicon

Ætli það sé ekki of lítið að seljast og þessi skortur sé af sama taginu og Bónus varaði við stuttu eftir hrun til að auka sölu...

Benedikt (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 13:52

4 Smámynd: Björn Birgisson

Benedikt, það eru margir slóttugir í viðskiptalífinu!

Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 13:57

5 identicon

Hræðslusamfélagið enn að sýna sig. Okkur er stjórnað af ótta. Orðalagið: "Hætta á að jólabjórinn seljist upp." Normalísering hættunnar er orðin svo mikil að blaðamenn pæla ekki einu sinni í svon orðalagi hjá sér.

Hættur hér og hættur þar. Þetta er nú orðalag sem myndi hæfa betur læknaskorti eða lyfjaþurrð. Ekki bjórsölu.

Hefði ekki mátt segja: "Bjórinn að verða uppseldur"?

Oddur (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 15:02

6 Smámynd: Björn Birgisson

Stórhætta á ferðinni! Jólin í hættu! Verða kannski engin jól í ár!

Björn Birgisson, 6.12.2010 kl. 15:18

7 identicon

Það er engin hætta á ferðum enda furða ég mig á þessum fréttaflutning, en engu að síður er alltaf gaman að fá Jólabjórinn, sumar tegundinar eru t.d. allt öðruvísi en sá venjulegi lagerbjór sem við eigum að venjast, svo sem Víking Jólabock, Ölvisholt Jólabjór, Jólajökull og fleiri.

það er til mjög skemmtileg síða fyrir bjóráhugamenn hérna á Íslandi sem að hann Freysi heldur úti, síðan er www.bjorbok.net

Það hefur þó held ég ekki komið fyrir að Jóli hafi ekki komið þrátt fyrir Jólabjórsskort

kv Símon

Símon (IP-tala skráð) 6.12.2010 kl. 23:49

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Apríl 2024
S M Þ M F F L
  1 2 3 4 5 6
7 8 9 10 11 12 13
14 15 16 17 18 19 20
21 22 23 24 25 26 27
28 29 30        

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (30.4.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband