Sjómannaafslátturinn virðist vera á förum

"Eftir þingið liggja fjölmargar ályktanir, meðal annars er afnámi sjómannaafsláttarins harðlega mótmælt og skorað á stjórnvöld að hætta við þau áform."

Já, sjómannaafslátturinn kominn á dagskrá einu sinni enn. Hann er þyrnir í augum margra, en ég held að meirihluta hugsandi fólks þyki hann sjálfsagður. Kannski ekki beint sjálfsagður, en auðveldlega réttlætanlegur.

Fyrir jólin í fyrra voru sjómenn þessa lands gladdir með samþykkt laga um niðurfellingu afsláttarins í fjórum áföngum á árunum 2011 til 2014. Nú um áramótin á því 25% skerðing að koma til framkvæmda verði lögum ekki breytt.

Þjóðin á að gera vel við sína sjómenn. Rétt eins og sjómenn gera þjóðinni vel með sinni erfiðu vinnu.

Í dag er sjómannaafslátturinn 980 krónur á úthaldsdag, en margföldunarstuðullinn er 1,4, þannig að talan hækkar sem því nemur. Sá sem er til dæmis 150 daga á sjó fær því rúman 200 þúsund kall í afslátt. Það eru nú öll ósköpin.

Með falli krónunnar fengu sjómenn flestir ágætan kaupauka, en þeir vilja ekki sjá á eftir afslættinum sem þeir hafa haft í um 60 ár.

Eðlilega ekki.

Þeir munu því reyna að sækja þessa aura til LÍÚ, breyti ríkið ekki um stefnu.

Gangi þeim vel í baráttunni við LÍÚ, sem hingað til hefur ekki verið hlaupandi á eftir sjómönnunum með kjarabæturnar.


mbl.is Sjómenn álykta um sjómannaafslátt
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jón Óskarsson

Þriggja þrepa skattkerfið sem og það að ríkisstjórnin er nú annað árið í röð að svíkja landsmenn um áður umsamdar og lögbundnar hækkanir á persónuafslætti, kosta sjómenn og þá sem fá sjómannaafsláttinn mun meira en sem nemur niðurfellingunni á sjómannaafslættinum.   Það er sorglegt þegar menn reyna að halda í aurinn en kasta krónunni.

Jón Óskarsson, 7.12.2010 kl. 00:51

2 Smámynd: Björn Birgisson

Við stöndum með sjómönnum, Jón minn! Ekki kæmi mér á óvart að ríkisstjórnin heyktist á niðurfellingu sjómannaafsláttarins. Nóg er af sanngjörnu fólki þar, og þokkalegur slatti af gungum! 

Björn Birgisson, 7.12.2010 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.5.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband