Kaffihúsið Bryggjan með stórgóða dagskrá

  • Sannkölluð menningarveisla verður á kaffihúsinu Bryggjunni við Grindavíkurhöfn næstu daga. Þriðjudagskvöldið 7. des verður bókmenntakvöldið Kertaljós og klæðin rauð. Miðvikudagsmorgun verður forstjóri Þorbjarnar hf. milliliðalaust í spjalli við gesti og miðvikudagskvöld kemur landsþekktur rithöfundur og einn ástsælasti leikari þjóðarinnar í heimsókn ásamt tónlistarfólki. Næsta laugardagskvöld verður svo bítlakvöld.
  • Þriðjudaginn 7. des. kl. 21:00
    Yrsa Sigurðardóttir
    les úr nýútkominni bók sinni ,,Ég man þig" en Yrsa er orðin einn vinsælasti höfundur landsins.

    Þórhallur Jósepsson fyrrv. fréttamaður á RÚV lest úr bók sinni ,,Árni Matt - frá bankahruni til byltingar" en þetta er saga fyrrverndi fjármálaráðherra, Árna Mathiesen.

    Berta Dröfn Ómarsdóttir syngur jólalög og Örvar Ingi Jóhannesson leikur undir á píanó.

    Miðvikudaginn 8. des.
    kl. 9.00 að morgni: Eiríkur Tómasson forstjóri Þorbjarnar hf. milliliðalaust á spjalli við gesti Bryggjunnar.

    Kl. 21:00 Bókmenna- og tónlistarkvöld 
    Skáldkonan Sigurbjörg Þrastardóttir les úr nýrri bók sinni Brúður, en Sigurbjörg var tilnefnd til verðlauna Norðurlandaráðs fyrir síðustu bók sína.

    Gunnar Eyjólfsson stórleikari les úr ævisögu sinni, sem Árni Bergmann rithöfundur skráði. Bókin heitir Alvara leiksins - Gunnar Eyjólfsson.

    Laugardaginn 11. des. kl. 21:00
    Bítlalög á Bryggjunni. Grímseyingarnir frá Ásgarði flytja. Einar, Eiríkur og Sigurbjörn Dagbjartssynir, Dagbjartur sonur Einars og Garðar frændi þeirra úr Grímsey. Markaðsstjóri bandsins er Jón Gauti Dagbjartsson.

    Frá því að þetta skemmtilega og sjarmerandi kaffihús, Bryggjan, hóf starfsemi við Grindavíkurhöfn, hefur mikill metnaður verið lagður í dagskrána, auk þess sem veitingar þar eru þrælgóðar og á fínu verði. Aðsókn hefur verið með ágætum og því vissara að mæta tímanlega!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Maí 2024
S M Þ M F F L
      1 2 3 4
5 6 7 8 9 10 11
12 13 14 15 16 17 18
19 20 21 22 23 24 25
26 27 28 29 30 31  

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (18.5.): 0
  • Sl. sólarhring: 1
  • Sl. viku: 2
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 2
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband