Hvað gerir forseti Íslands í Icesave málinu?

"Það er mat Icesave-samninganefndarinnar að kostnaður sem ætla má að falli vegna samningsins verði innan við 50 milljarðar kr. eða 3% af landsframleiðslu. Niðurstaðan felur í sér að það verði eingöngu vaxtarkostnaður sem falli á ríkissjóð."

Þennan samning mun Alþingi Íslendinga samþykkja, með óbragð í munni þó.

Þá er spurning hvað Ólafur Ragnar Grímsson gerir.

Hann hefur þrjá kosti.

1.  Samþykkja og skrifa undir lögin frá Alþingi.

2.  Neita og senda málið til þjóðarinnar með afleiðingum sem enginn þekkir.

3.  Sæma Lee Bucheit, leiðtoga samninganefndarinnar, hinni íslensku Fálkaorðu og setja hann þar með í flokk með útrásarvíkingum, sem honum var svo annt um og klappaði svo oft fyrir, eftir skemmtilegar ferðir í einkaþotum þeirra, og lagði þar með sitt á vogarskálarnar til að Icesave drullumallið yrði að veruleika.

Hvað mun forsetinn gera?


mbl.is Kostnaður 50 milljarðar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Þennan samning verður að samþykkja. Þetta tryggir stuðning við neyðarlögin og uppgjörinu er velt yfir á þrotabú Landsbankans að mestu leiti. Ótrúlega góður og flottur samningur. Koma svo Ólafur Ragnar, ekki gera landið að hirðfífli með að hafna þessu samningum.

Nonni (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 20:13

2 Smámynd: Elís Már Kjartansson

Hmm leyfðu mér að hugsa hmm hann mun auðvitað rífa hann niður og nota sem klósettpappír og skeina sér á honum þar sem ríkisábyrgð verður aldrei samþykkt. Ég hinsvegar legg til að Steingrímur og Jóhanna borgi þetta bara sjálf úr sínum vasa langi þau til þess. Lee Buchet eða miss bökket eins og ég kalla hann segir að það sé í rauninni ekki hægt að segja til hvað eigur landsbankans ganga langt upp í þetta sem sagt allt þetta röfl er byggt á getgátum og bulli!!. Og þetta á leggja á ríkissjóð þvílíkt rugl og fáráðlingsháttur í þessi liði. Forsetinn neitar þessu það er einginn munur á þessum og síðasta þar sem ríkisábyrgðinni er hafnað með öllu.

Elís Már Kjartansson, 9.12.2010 kl. 20:31

3 Smámynd: Guðjón Sigþór Jensson

Af viðbrögðum stjórnarandstöðunnar virðast þeir vera sáttir með stöðu mála.

Eins og kom fram í Kastljósi þá standa málin á fyrrum stjórnendum Landsbanka sem og PrivatHouseCooper að standa reikningsskap gerða sinna.

Það mætti fá þessa aðila til að gangast undir ok Icesave enda báru þessir aðilar ábyrgð á klúðrinu.

Þá mætti rifja upp að í frægasta gjaldþrotamáli kreppuáranna, gengust eigendur og stjórnendur Kveldúlfs í persónulegar ábyrgðir fyrir greiðslu himinháu skuldanna í Landsbankanum. Mætti þessir útrásavargar taka sér slíka heiðursmenn sér til fyrirmyndar.

Mosi

Guðjón Sigþór Jensson, 9.12.2010 kl. 20:51

4 identicon

Ef Icesave verður samþykkt nú hvað verður þá um Hreyfinguna,  Lilju, Sigmund og Indefence og Bjarna ?

Jón Óskarsson (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 21:14

5 Smámynd: Jóhannes Laxdal Baldvinsson

Þótt fjárkúgari lækki kröfuna þá er hún samt fjárkúgun. Allir aðilar málsins verða að fjalla um það sem fjársvikamál. Þá og aðeins þá mun nást ásættanleg niðurstaða. Hvað mælir á móti því að Bretar og Hollendingar taki þrotabúið upp í þessar kröfur og að ESB greiði það sem hugsanlega stæði útaf? Til hvers er verið að gera íslensk börn ábyrg fyrir glæpaverkum útrásar- stjórnmála- banka- og embættismanna?  Hvað gengur mönnum til? Er verið að hegna ófæddri kynslóð til að klekkja á pólitískum andstæðingum Steingrímur J? Hvursu lágt er hægt að leggjast í þágu valdahagsmuna?

Jóhannes Laxdal Baldvinsson, 9.12.2010 kl. 21:27

6 identicon

Fjármálaeftirlit átti að hafa eftirlit með bankanum og "endurkoðun" PWC en gerði. Fyrir því er ríkisstjórn þess tíma ábyrg. Og þjóðin sem hana kaus.

Þetta land þarf virkilega að skipta um þjóð. Sú sem nú byggir landið er meingölluð; sér ekki eigin sök, skilur ekki orsakasamhengi og hugsar mestmegnis um dagsgróða og kvöldgrill.

Ybbar gogg (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:13

7 identicon

Á ríkið ekki endurkröfurétt á hendur PWC alþjóðafyrirtækinu? Hefði bókhaldið ekki verið falsað, þá hefði Icesave aldrei orðið.

Það þarf að gera risa kröfur á þá aðila, sem nú er að koma í ljós að lugu upp þetta rugl. 

Doddi (IP-tala skráð) 9.12.2010 kl. 22:20

8 Smámynd: Björn Birgisson

Ágætu félagar, ég þakka ykkur innlitin. Auðvitað er það löngu orðið ljóst að almenningur í þessu landi getur gert himinháar kröfur á hælbíta sína. Hvað kæmi svo út úr þeim kröfum?

Björn Birgisson, 9.12.2010 kl. 23:19

9 identicon

Þegar Gordon Brown forsætisráðherra Bretlands setti hryðjuverkalögin, samin fyrir óvini Hins Frjálsa Heims, á þá eitt hæststandandi land í heiminum, siðferðilega sem á öðrum sviðum, Ísland, með lengstu alþingishefð í veröldinni..............herlaust land sem var á toppnum á Global Peace Index sem friðsælasta og mest friðelskandi land heims......

þá sveik hann Vestræna menningu eins og hún lagði sig. Lagði lóð á vogarskálar þeirra sem vilja tortýma henni með að gera lítið úr hryðjuverkalögunum, og lagði eyðingaröflunum lið með að bera þau saman við 30 misvitra íslenska bankamenn.

Að láta þjóðina alla gjalda siðferðis örfárra óvinsælla bankamanna er sama "lógík" og var að baki Helförinni, sem nazistar, óvinir Vestrænnar menningar eins og Gordon Brown og terroristarnir vinir hans sem þakka honum fyrir að vera komnir á blað með Íslandi og þar með hvítþvegnir, töldu sanngjarna laus við hinu svokallaða "gyðingavandamáli".

Ef Íslendingar taka á sig þessar skuldir munu þeir hljóta slæmt karma fyrir, afþví skuldaþrældómur er helsta ástæða sárrar fátæktar fátækustu ríkja heims, en ekki skortur á matvælum eða annað. Þeir sem ekki þekkja til ættu að kynna sér "Make Poverty History" átakið sem Bono í U2 var front maður fyrir. Við skuldum þessum þjóðum að við látum ekki þjóðirnar sem hnepptu þau í þennan þrældóm og hafa með því svellt milljónir og milljarða barna í hel......hneppa okkur í þrældóm líka. Ef við sleppum við að borga, opnar það smugu fyrir þau að hætta að borga. Svo mikilvægt er okkar hlutverk, og ófyrirgefanlegt að bregðast því núna, og erum við þá persónulega ábyrg fyrir sveltandi Afríkubúum og höfum með því að taka á okkur óréttlátar skuldir lagt persónulega blessun íslensku þjóðarinnar yfir meðferðina á okkar minnstu bræðrum meðal þjóða heims.

Að lokum skal hafa í huga að Þroskastríðið er ekki á enda. Bretar hafa arðrænt þjóðir heims hvað mest allra þjóða og heiminum blæðir enn undan heimsvaldastefnu þeirra. Þeir hafa lengi ásælst auðlindir okkar.

Frelsi - Jafnrétti - Bræðralag!

Á lykiltímum í veraldarsögunni þýðir ekki að hugsa smátt...Ísland verður að rísa undir hlutverki sínu.....

Lykillinn (IP-tala skráð) 10.12.2010 kl. 02:41

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Um bloggið

Björn Birgisson

Höfundur

Björn Birgisson
Björn Birgisson

Er Ísfirðingur, búsettur í Grindavík síðan 1975, óflokksbundinn alla tíð, en áhugasamur um þjóðmál, smærri sem stærri. Afrekaskráin mín í lífinu er vel varðveitt leyndarmál. Er þó tvöfaldur einherji, þrátt fyrir 18 í forgjöf! Ef mikið liggur við er síminn minn 692-8060.

Færsluflokkar

Nóv. 2024
S M Þ M F F L
          1 2
3 4 5 6 7 8 9
10 11 12 13 14 15 16
17 18 19 20 21 22 23
24 25 26 27 28 29 30

Myndaalbúm

Nýjustu myndir

  • ÞKGR
  • Siðlausi Mogginn (2)
  • Kastljós (2)
  • Lýðskrum (2)
  • Guð2

Heimsóknir

Flettingar

  • Í dag (21.11.): 0
  • Sl. sólarhring:
  • Sl. viku: 1
  • Frá upphafi: 0

Annað

  • Innlit í dag: 0
  • Innlit sl. viku: 1
  • Gestir í dag: 0
  • IP-tölur í dag: 0

Uppfært á 3 mín. fresti.
Skýringar

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband